Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 23
Árásirnar á samvinnusamtökin Frh af bls. 3) Tölur þessar eru með öllu fráleitar, og verða þær hrakt- ar lið fyrir lið, þegar samvinnumenn hafa fengið í hendur öll gögn um verðlagsbrot í landinu undanfarin ár. En þó er hægt að benda á veilurnar í þessum fullyrðingum án þess að rannsaka allar heimildir. Ef athuguð er fyrst innflutningsverzlunin, þá segir Morgunblaðið, að „tala afbrota SIS á þessu sviði einu sé allt að 440% hærri en einstaklingsverzlana“. Þetta er hrein blekking, því að SlS hefur á undanförnum árurn flutt inn vörur fyrir mörg hundruð milljónir króna og haft 20—30% af öllum innflutningnum, án þess að vera nokkru sinni kœrt um verðlagsbrot. A sama tíma hefur hver heildsalinn af öðrum verið kœrður og dœmdur í allt að 250 000 kr. sektir, falsaðar faktúrur hafa fundizt í tunnum þeirra og hvaðeina. SIS hefur hvað verðlagsbrot- um viðkemur algerlega hreinan skjöld. Þá er SlS einnig langstærsti iðnrekandi í landinu, en einnig þar hefur það gersamlega hreinan skjöld í verðlagsmálum. Samkvæmt fullyrðingu Morgunblaðsins hafa kaupfé- lögin verið kærð 65 sinnum. Hér er að vísu talað um kærur en ekki dóma, og er mikill munur á því, enda þótt hinir ungu skriffinnar Morgunblaðsins geri lítinn mun á. Mikill fjöldi af þessum kærum reyndist ekki á rökum reistar, og segir blaðið til dæmis, að KRON hafi verið kært sjö sinnum, en það var þó ekki dæmt nema fjórum sinnum. Allt voru þetta smámál hjá félögunum, mörg byggð á misreikningum og slíkum mistökum, eins og sjá má af því, að sektirnar eru mjög lágar, frá 25 kr. upp í nokkur hundruð flestar. Ekki er sanngjarnt að miða þessi mál við fjölda fyrir- tækjanna, heldur er réttara að miða við veltu fyrirtækj- anna. Ef litið er á þá hlið málsins, kemur í ljós, að kaupfé- lögin haaf annazt um 40% af verzlun landsmanna með nauðsynjavöru, og hafa þar fundizt 65 tilefni til að kcera fyrir verðlagsbrot, sem urðu enn fœrri dómar og allir smáir. Kaupmenn höfðu hins vegar með höndum 60% verzlunar- innar, og þar reyndust á sama tíma vera 1335 tilfelli til að kæra vegna verðlagsbrota, þótt dómar hafi vafalaust verið eitthvað færri. Getur hver maður reiknað út „afbrotapró- sentu“ frá þessum tölum, og mun hún verða, kaupfélög- unum margfaldlega í hag! ★ MEÐFERÐIN Á FÉ BÆNDA. Þá er það eitt höfuðatriði í ákærum heildsalasonanna, að SÍS hafi „gert það að takmarki sínu að safna fé bænda og sjómanna til óheilbrigðrar fjárfestingar og fjármála- brasks“. Nú skiptir það að vísu litlu máli fyrir landsfólkið, þótt Morgunblaðsmenn telji hin inyndarlegu kaupskip sam- vinnumanna ullarverksmiðjuna Gefjun og aðrar slíkar framkvæmdir vera „óheilbrigða fjárfestingu og fjármála- brask“. Þeir um það. En nákvæm athugun hefur leitt í Ijós, að á árunum 1940—1951 nam aukning á bókfærðu verði fasteigna Sambandsins 32,6 milljónum króna, en á sama tíma jukust stofnsjóður og sameignasjóðir, fram- kvæmda- og skipakaupasjóður, tekjuafgangur og sérstök erlend lán um 38 milljónir króna. Af þessu má sjá, að fjárfesting Sambandsins hefur verið allmiklu minni en eigið fé samtakanna og fer því fjarri, að Sambandið hafi iþyngt þjóðarbúinu með fjárfestingu sinni á þessu tíma- bili. ★ LÁNSFÉ SAMVINNUSAMTAKANNA. Enn má nefna eitt árásarefnið á samvinnusamtökin, sem er á þá Iund, að þau hafi fengið alltof mikið af láns- fé til starfsemi sinnar, enda þótt samvinnumenn um land allt viti, að starfsemi þeirra hefur liðið vegna lánsfjár- skorts. Ekki getur neinum manni dulizt, að tölurnar um láns- féð eru orðnar háar, en því má heldur ekki gleyma, að tölurnar um veltu samvinnusamtakanna eru orðnar mörg- um sinnum hærri. Það er sannleikurinn í þessu máli, að bankalán Sambandsins hafa aldrei — þann stutta tíma af árinu, sem þau eru hæst — komizt upp yfir 25% af veltu þess og mundi það hvergi meðal bankamanna vera talin há prósenta Iána. Auk þess hefur Sambandið svo til ekk- ert af föstum lánum á hinum miklu fasteignum og mann- virkjum sínum, og mjög lítið á skipunum, svo það getur ávallt gulltryggt öll lán sín með eignum — og vel það. En það eru sérstakar ástæður, sem gera það nauðsyn- legt að Sambandið hafi þau lán, sem það hefur, og raunar töluvert meiri. Kaupfélögin verða að veita bændum lán út á afurðir hluta úr árinu og er sú lánsfjárþörf, sem varla er hægt að segja, að aðrir sinni, Iágt áætluð 60—70 millj- ónir króna. Auk þess hefur SÍS orðið að lána bændum um 12 milljónir til áburðarkaupa, en það eru einnig nauðsyn- leg rekstrarlán landbúnaðarins, sem aðrir sinna ekki. Þá verða bændur yrirleitt að fá. lán hjá kaupfélögunum til þess að geta ráðizt í nokkrar framkvæmdir, því að Bún- aðarbankinn lánar ekki fyrr en byggingar eru fokheldar, og er á þann hátt óhjákvæmilega bundið stórfé frá sam- vinnusamtökunum. Fleira mætti nefna til skýringar peningamálum sam- vinnusamtakanna, og það sem andstæðingar þeirra telja vera verzlunarlán til þeirra verður einnig að ganga til margvíslegrar annarar starfsemi, sem þjóðarbúinu er alger nauðsyn, að ekki stöðvist. Margvísleg starfsemi samvinnu- manna hefur engin sérstök lán, en verður að sitja við sama borð og Sambandið, enda þótt sambærileg einkafyrirtæki fái sín bankalán, er teljast ekki til verzlunarlána. Allt þetta ber að sama brunni: Samvinnusamtökin fá sízt meira af lánsfé þjóðarinnar en sanngjarnt er, miðað við það fjölþætta og umfangsmikla starf, sem þau leysa af hendi fyrir þjóðina. ★ LÁTA 31 000 MANNS BLEKKJA SIG? Enda þótt æskuliðar kaupmannavaldsins sjái marga annmarka á samvinnusamtökunum, og þá helzt hversu umfangsmikil þau hafa orðið fyrir tilstyrk landsmanna, getur engum manni dulizt, að ekki væru til lengdar 31 000 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.