Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 7
Hví ekki sjónvarp strax?
Það kann að þykja bráðlæt! að varpa íram slíkri spum-
ingu, og má vera, að tíminn sé illa valinn í byrjun þessa
árs, þar sem aldrei hefur verið lýðum ljósara en nú, að
þjóðin lifir langt um efni fram. En samt er ekki úr vegi
að ræða stuttlega um viðhorf Islendinga til sjónvarps.
Um það verður ekki deilt, að sjónvarpið á eftir að koma
til Islands. Þjóð, þar sem tíundi hver maður á bifreið og
þriðja hvert heimili ísskáp, hlýtur einmg að taka sjón-
varpið í þjónustu. sína. Hér á landi er spurningin aðeins
sú, hvort það muni verða eftir 2—4 ár eða 10—15 ár. Það
getur farið eftir viðliorfi forráðamanna þessara mála og
forustumanna þjóðarinnar allrar.
Sjónvarpsstöð er nú þegar til í landinu á Keflavíkur-
flugvelli og hefur hún ein, þótt lítil sé, nægt til þess að
allmargir íslendingar á suðvestanverðu landinu em þegar
búnir að eignast sjónvarpstæki eða eru að útvega sér þau.
Af þessari stöð geta tslendingar fyrst og fremst dregið
þann Iærdóm, að sjónvarp þarf ekki að vera stórfvrirtæki
á nútíma mælikvarða. Tækninni hefur fleygt svo fram, að
sú hlið málanna er ekki alvarlegt vandamál lengur.
Þess er getið, að lítil stöð mundi ekki duga nema fyrir
lítinn hluta þjóðarinnar, en stöðvakerfi, sem næði um allt
Iand, mundi kosta stórfé. Þetta er rétt, en flestar nýjung-
ar hafa til landsins komið á þann hátt, að einhver hluti
þjóðarinnar nýtur þeirra fyrst, hinir koma á eftir. Það
gæti orðið allri þróun sjónvarpsmála hér á landi fjötur
um fót, ef beðið væri eftir því, að hægt yrði að senda út
yfir landið allt, og ekkert gert fyrr en allir fá sjónvarp í
einu. Hvernig hefði farið, ef rafmagn og sími hefðu ekki
verið flutt inn í landið fyrr en tryggt var, að allir gætu
fengið það samtímis?
íslendingar ættu mjög fljótlega að koma sér upp lítilli
stöð og byrja að fást við sjónvarp. Þarvnig mundi sparazt
mikill tími í þróun þessárar nýjungar hér, þar sem tæknv-
menntaðir menn mundu fást og ómetanleg reynsla í dag-
skrárefnum fyrir þá sttmd, er stórátak verður gert í sjón-
varpi fyrir allt landið.
★
Dagskrárefmð er að mörgu leyti erfiðasti þáttur sjón-
varpsins, og lítil byrjunarstöð mundi ekki senda út nema
1—2 tíma daglega í fyrstu, meðan starfsmenn væru að
þreifa sig áfram og læra listina. Stórþjóðum reynist sjón-
varpsefni dýrt, en ástæðulaust er að mikla þá erfiðleika
fyrir sér hér á landi. Ef ímyndunarafli er beitt, mætti til
dæmis gera afbragðs sjónvarpsþætti úr mörgu núverandi
útvarpsefni. Fréttir mundu sýndar með kortum og ljós-
myndum til skýringa, og erlendar fréttamyndir mundu
fylla fréttaaukana, þó með íslenzku tali. Utvarpsþættir
eins og náttúrlegir hlutir, listsöguþátturinn, landafræði-
fyrirlestrar og fleiri, mundu verða afbragðs efni. Veður-
fregnir er auðvelt að gera lifandi sjónvarpsefni með kort-
um og teikningum af lægðum og háþrýstisvæðum. Teikni-
kennsla er víða ágætt sjónvarpsefni. Samtöl manna taka
á sig annan svip, er þeim er sjónvarpað auk þess að vera
útvarpað, og þykja víða ágætt efni. Þá skapa íþróttirnar
mikið sjónvarpsefni, hljómleikaþættir eru ágætir og loks
mundu leggjast til allmörg leikrit og óperur eftir að sýn-
ingum þeirra er lokið í leikhúsunum. Mætti þannig lengi
telja.
★
íslendingar ættu að byrja mjög fljótlega á sjónvarpi í
smáum stíl, hefja sitt iðnnám í þessari framtíðariðn, sem
á eftir að setja svip sinn á daglegt líf næstu kynslóða, hvort
sem mönnum líkar betur eða verr. Því yngri, sem við hefj-
um námið, því betur lærist og því betra verður sveinspróf-
ið, þegar þar að kemur.
3