Samvinnan - 01.01.1956, Side 21
Frá sumri
í skógarins grænlaufi gróa mín
þögulu spor
eins og grátur frá dáinni nóttu, sem
fæddist í vor.
Úr bláfölum augunum bernskunnar
minning dvín.
Og brjóstin þín hvítu, sem forðum
vitjuðu mín,
þau kalla nú eftir krossfestri umrenn-
ingssál
og kossinn í moldinm hjalar sitt dular-
mál.
Heimir Steinsson.
Játning
í’að grúfir yfir þoka, og glitrar hvergi
stjarna,
það gægist enginn máni yfir dökkan
fjallatind.
Því djöfullinn hann gleðst nú yfir
drápi þeirra barna,
sem drottinn fyrrum skapaði í sinni
glæstu mynd.
Heimir Steinsson.
Mynd
í bládimmum hausthimni
horfnar vonir sofa.
Læðast þar vanvina
verur fullar dofa.
Fjarstilltir helhljómar,
hægt með vindum þíðum,
bergmála ástómi,
annarlega blíðum.
Fiðrildi veikvængja
voðir hvítar deyða.
Leggjast á blaðburkna
blítt í dvala seyða.
Knútur Bruun.
Lausavísa
Lítil börn að leikjum
lipurt hoppa,
drengir gamanglaðir
gjörðum skoppa.
Stúlkur blítt við barm sinn
brúðum dilla;
unglingarnir haldnir
ástarkvilla.
Halldór Blöndal.
Kvöld í skógi
Þögn fer um skóg
með þyti hljóðum.
Marrar í snjó
undir mjúkum fæti.
Greinarnar liggja
sem lík á stígnum.
K.R.
Myndir á vegg
Við fjarlægjumst þig meira, — ó, guð
minn góður,
en græzkulaus mér sýnist þú samt
vera.
Að vísu ertu sem venjulega hljóður,
og vafalaust áttu sem fyrr allar sorgir
að bera.
Þú spennir greipar — horfir til himins
mæddur,
heilagleika sannrar auðmýktar
gæddur.
En svipur þinn er alltaf samur og áður,
sekt okkar hefur ei markað hann dýpri
rúnum.
Þú virðist ekki vitund meira þjáður
með vangaskegg og tárför undir
brúnum.
Við fjarlægjumst þig meir, — og guð
minn góður,
græðgi og losti rista öll bönd í sundur.
Menntaslióli Aitureyrar.
Gráthljóð heyrist — bróðir vegur
bróður,
það bíður aðeins neistans dauðans
tundur.
Hvar eru þeir, sem vilja bænir biðja?
Brugðið er eggjum stáls á helga viðja.
En svipur þinn er alltaf samur og áður,
sorgir og þjáning eiga víst heiminn
hálfan.
Þú virðist ekki vitund meira þjáður,
þú virðist aðeins hugsa um þig sjálfan.
Umhverfis þig á veggnum er allt í
myndum,
allsnaktar konur frá Hollywood og
víðar
með hvítum brjóstum, sem loga af lífi
og syndum,
ég lýt þeirn guð — þær eru fríðar.
K. R.
Fáein orð um ljóðlist í M. A.
Grein úr skólablaðinu Muninn
í skóla okkar eru allmargir nem-
endur, sem fást við ljóðagerð. Að
sjálfsögðu eru kvæði þeirra misjafn-
lega vel gerð og af ólíkum rótum
runnin. Kennir þar margra hátta og
hugsana. En öllum er ljóðasmiðunum
það sameiginlegt, að þeir eiga löng-
unina til að tjá sig, túlka skynjanir
sínar og hugsanir í listformi hins
bundna máls. Ég held, að þeir, sem
við kvæðagerð fást, séu allmiklu fleiri
en ráða má af fjölda þeirra skálda,
sem látið hafa kvæði á þrykk út
ganga í „Munin“ eða öðrum ritum.
Ljóðlist skipar ekki þann sess í
skóla okkar, sem henni ber í þjóðlegri
menntastofnun. Fjöldi nemenda hefur
ekki snefil af áhuga fyrir hinni þjóð-
legu list okkar, braglistinni. Þeir
nenna ekki að lesa hið bundna mál,
skilja það, njóta þess — þekkja ekki
nautnina, sem því fylgir að heyra
„ólga og syngja uppsprettulindir og
niðandi vötn sinnar tungu.“ Þeir bera
ekki í brjósti neina eftirvæntingu þess,
að fram kunni að koma í hópi skólafé-
laga þeirra mjór vísir mikils skálds.
Söngvari nýtur sín ekki meðal á-
heyrenda, nema þeir ljái honum evra,
hlusti af einlægni, klappi honum lof í
lófa.
(Frarah. á bls. 21)
17