Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 19
Með traustum fjár-
hagsgrundvelli...
(Framh. af bls. 7)
sambönd, sem eru innan vébanda al-
þjóðasambandsins.
UPPBYGGING — NÝJUNGAR
Margt fleira mætti nefna í sam-
bandi við starfsemi Sambandsins og
samvinnufélaganna á árinu. Hérhefur
aðeins verið stiklað á því stærsta
hvað snertir starfsemi Sambandsins
sjálfs, en hin 56 sambandsfélög hefðu
að sjálfsögðu sína sögu að segja frá
starfseminni. I félögunum hefur mikil
uppbygging átt sér stað undanfarið,
bæði hvað við kemur aukinni þjón-
ustu í verzlun og framleiðslu. Ný
verzlunarhús hafa verið fullgerð og
önnur eru í byggingu. Þrjú kaupfélög
opnuðu nýjar kjörbúðir auk Sam-
bandsins, sem opnaði nýja kjörbúð í
Austurstrœti í Reykjavík. Hér hafa
samvinnufélögin riðið á vaðið með
nýjungar og bcetta verzlunarhcetti.
Reynsla af kjörbúðum erlendis hefur
verið mjög góð, enda er hún talin til
framfara og þróunar í því að gera
vörudreifinguna hagkvcemari og þjón-
ustuna meiri.
VERKEFNI ÁRSINS 1956.
Mörg verkefni bíða úrlausnar hjá
Sambandinu og sambandsfélögunum
á hinu nýbyrjaða ári. Þessi stóra fé-
lagsmálahreyfing, sem hefur innan
sinna vébanda yfir 30.000 félagsmenn,
heldur áfram í stöðugri leit að auk-
inni þjónustu og bættum lífskjörum
fyrir það fólk, sem fylkir sér undir
merki samvinnunnar. Það eru fagrar
hugsjónir, sem tengdar eru við þessi
félagssamtök. Samvinna milli þjóðfé-
lagsþegnanna og svo aftur þjóðanna
er viðurkennd nauðsyn til þess að
betri lífskjör megi tryggja því fólki,
sem býr á þessari jörð. Sameinuðu
þjóðirnar eru staðfesting á trú þjóð-
anna á því að vinna saman og reyna
að leysa inál sín á þann hátt í stað
þess að láta ofbeldi og yfirgang ráða.
Vandasamasta verkefnið, sem bíðwr
úrlausnar á árinu, sem er að byrja,
hlýtur að verða það að mceta þeim
erfiðleikum, sem nú steðja að í efna-
hagsmálum þjóðarinnar. Stöðugar
viðvaranir heyrast nú um að draga
þurfi úr ofþenslunni. Hagfræðingur
þjóðbankans hefur mjög ýtarlega og
skilmerkilega lýst ástandinu og leitt
rök að því, að fjárfesting hafi hér orð-
ið alltof mikil undanfarin ár. Sam-
bandið og sambandsfélögin hafa vissu-
lega fundið til ofþenslunnar, með því
að stöðugt reynist erfiðara að afla
fjár til þess að standa undir þeim gíf-
urlega þunga, sem kemur niður á Sam-
bandinu og félögunum.
Það hlýtur því að verða aðal
framtíðarverkefni samvinnuhreyf-
ingarinnar á hinu nýbyrjaða ári og
á ókomnum árum, að treysta enn
fjárhagslegan grundvöll starfsem-
innar. Leggja verður allt kapp á,
að samvinnufélögin geti sjálf eign-
azt og fengið til umráða nægilegt
rekstursfé til þess að standa undir
starfrcekslunni og halda áfram að
byggja upp heilbrigðan rekstur til
hagsbóta fyrir þann fjölda fólks,
sem er innan samvinnufélaganna.
Fjárhagslegt öryggi Sambandsins
og félaganna, aukið fjármagn, sem
þau sjálf ráða yfir, er nauðsyrdegt
til þess, að uppbyggingin megi
halda áfram.
Það eru ótal verkefni, sem bíða
framundan. Lykillinn að lausn þeirra
er traustur fjárhagsgrundvöllur, fjár-
magn til þess að skapa atvinnu og
bæta lífsskilyrðin. Þjóðinni fjölgar
um 3000 manns á ári. Þessu fólki þarf
að skapa atvinnu og frá þjóðhags-
legu sjónarmiði hlýtur að vera æski-
legast, að sem mest af fólksfjölgun-
inni á hverjum tíma geti fengið at-
vinnu við framleiðslustörf. Þjóðin
þarf umfram allt að auka framleiðslu
sína, og enda þótt vinnuaflsskortur
sé eða hafi verið á suðvesturhluta
landsins, þá er svo í mörgum smærri
þorpum og bæjum víðsvegar um land-
ið, þar sem fólk starfar að mestu
leyti að framleiðslustörfum, að at-
vinna er oft af skornum skammti.
Uppbygging á þessum stöðum er því
þjóðinni nauðsynleg. Þótt draga
verði eitthvað úr fjárfestingu til þess
að minnka ofþensluna í efnahagsmál-
unum, verður að leggja kapp á að
beina fé og fjárfestingarleyfum í
framleiðslufyrirtæki á þeim stöðum,
þar sem fólk er fyrir hendi til þess að
vinna að framleiðslunni.
Starfsmönnum samvinnufélaganna
og félagsmönnum þeirra pakka ég
samstarfið á hinu liðna ári. Ég færi
þeim og landsmönnum öllum óskir
um gæfuríkt nýbyrjað ár.
Erlendur Einarsson.
Stofnfundur SÍS
(Framh. at bls. 9)
dóttir frá Grænavatni, alsystir Þóru,
konu Péturs. Steingrímur er nú einn
lifandi af þeim, sem fundinn sátu.
Þessi upptalning er tekin eftir ýms-
um heimildum. Sökum rúmleysis
verður frásögn ekki lengri í þetta sinn.
Víða hefur verið skrifað um suma
þessa menn. Vil ég einkum benda á
bókina „Islenzkir samvinnumenn“
eftir Jónas Jónsson frá Hriflu.
Hallgrimur Sigtryggsson.
Buttericksnið
(Framh. al bls. II)
teknir úr saumar, sem gefnir eru,
hvorttveggja með mismunandi stór-
um götum, sem gerð eru í sniðið. Þeg-
ar sniðið hefur verið nælt saman, er
bezt að máta það á viðkomandi per-
sónu og má þá breyta því, sem ekki
er mátulegt, með því að auka í eða
taka úr pappírssniðinu og fá það í
rétta stærð, áður en það er lagt á efn-
ið, sem sníða á úr. Bezt er að hrevfa
ekki við útlínum sniðanna, en skera
sundur stykkið, sem þarf að breyta,
og færa það sundur eða saman eftir
því sem við á. Leiðbeiningar með
myndum um þetta atriði, svo og
margt fleira viðkomandi saumaskap,
eru í Butterick-saumabók, sem verð-
ur seld með sniðum innan skamms
tíma. Bókin kostar kr. 13.00. Einnig
fylgir leiðarvísir hverju sniði, sem
sýnir greinilega í réttri röð, hvernig
hagkvæmast er að sauma eftir með-
fylgjandi sniði. Ef þessu er fylgt, svo
og að pressa sauma um leið og saum-
að er, er lítill vafi um jafngóðan ár-
angur og keypt hefði verið tilbúin
flík, þar sem sniðin hafa þann kost
fram yfir tilbúinn fatnað, að þeim má
breyta eftir mismunandi vaxtarlagi
fólks og fjölmargir geta ekki fengið
tilbúnar stærðir við sitt hæfi.