Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 9
Leyfi fyrir stóru oliuskipi fékkst á árinu. af íbúðarhúsum og gripahúsum í sveitum en áður. 1 þessum auknu byggingum festist allmikið fé. Kom það sér mjög illa hve dróst að fá lán úr Bygginga- og Ræktunarsjóði, svo og hinum nýja húslánasjóði, en sam- bandsfélögin hafa meira og minna lán- að byggingarefni út á væntanleg lán úr þessum sjóðum. 3) Síðastliðið óþurrkasumar hefur valdið bændum gífurlegu tjóni. Ganga varð nokkuð á bústofninn, innlegg mjólkurafurða hefur minnkað, en á hinn bóginn hefur reynzt óhjákvæmi- Iegt að stórauka fóðurbætiskaup* Gerði Sambandið strax á s.l. hausti ráðstafanir til þess að tryggja fóður- bœti, bœði innlendan og erlendan, og í þessum auknu- fóðurbœtiskaupum hefur bundizt mikið fé, enda þótt fengizt hafi bráðabirgðalán í Lands- bankanwm til þess að standa undir hluta af þeim. Ríkisstjórnin ákvað að veita þeim bændum, sem verstar á- stæður höfðu, lán vegna óþurrkanna, samtals að upphæð 12 milljónum króna. Er samt fyrirsjáanlegt, að sú upphæð hrekkur skammt til þess að mæta auknum fóðurbætiskaupum. Eg mun nú gefa stutt yfirlit yfir starfsemi hinna ýmsu deilda Sam- bandsins. AUKIN SALA INNLENDRA AFURÐA. I upphafi var það aðalviðfangsefni fyrstu kaupfélaganna að annast sölu á framleiðsluvörum félagsmannanna og hefur afurðasalan verið, og er enn, einn af meginþáttunum í starfsemi Sambandsins. Sambandið rekur nú þrjár skrifstofur erlendis, og auk þess sem skrifstofur þessar gera ýmis vöru- kaup fyrir Sambandið og sambands- félögin, er eitt aðalverkefni þeirra að annast sölu á íslenzkum framleiðslu- vörum. Skrifstofur Sambandsins í Kaupmannahöfn, Leith og New York hafa á undanfömum ámm gegnt mjög þýðingarmiklu hlutverki við að afla markaða fyrir íslenzkar vörur. Vegna þess, hve þjóðin byggir afkomu sína að miklu leyti á útflutningi og utan- ríkisverzlun, er það mjög þýðingar- mikið, að ötullega sé unnið að sölu og markaðsleit fyrir íslenzkar vörur. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú Iiggja fyrir í byrjun ársins 1956, lítur út fyrir, að útflutningsdeild Sambandsins hafi heldur aukið sölu sína á árinu 1955 miðað við árið áður. Bifreiðainnflutningur var rneiri en nokkru sinni. Er ácetlað, að salan innanlands, sem stöðugt fer vaxandi, hafi aukizt um 10%. Utflutningur landbúnaðaraf- urða jókst verulega á árinu, og var nú eftir nokkurt hlé flutt út um 500 tonn af íslenzku lambakjöti til Bretlands. Sala á þessu kjöti gekk vel, en kjöt- verðið á heimsmarkaðinum er miklu lægra en það verð, sem ákveðið hefur verið af framleiðsluráði. Eins og kunn- ugt er, hefur ríkisstjórnin ákveðið að verðbæta kjötútflutninginn. LAMBAKJÖTIÐ LlKAR VEL ERLENDIS. íslenzka lambakjötið, sem var sent til London s.l. haust, líkaði yfir- leitt mjög vel. Blaðaummæli voru mjög lofsamleg, þar sem fram kom, að íslenzka lambakjötið var álitið sér- lega ljúffengt og var það talinn kost- ur, að það er ekki eins feitt og annað lambakjöt, sem á markaði er þar ytra. Er það mjög nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að fá viðurkennt, að ís- lenzkt lambakjöt sé ljúffengara en annað lambakjöt, sem á boðstólum er. Hefur Sambandið mikinn hug á því að gera sérstakar ráðstafanir til þess að vinna kjötinu vinsælda. Nauðsyn- legt væri þá að geta haft meira magn til sölu. Það er erfitt að auglýsa upp gæðavöru, sem ekki er stöðugt á boð- stólum. Talið er, að þau 500 tonn, sem seld voru til Bretlands s.l. haust, hefðu ekki gert meira en að fullnœgja eins dags kjötsölu í London. Er nú gert ráð fyrir að flytja þurfi út til viðbót- ar 1000 tonn af lambakjöti af fravv- leiðslu ársins 1955. Ætlað er, að sala á því hefjist þegar kemur framá vorið, en þá standa vonir til að verð á er- lendum markaði hcekki nokkuð. Mun verða athugað með sölu til Svíþjóðar og e.t.v. Danmerkur. Einnig verður reynt að selja nokkurt magn til Bandaríkjanna. Nú er þannig háttað, að í landinu eru til mjög miklar birgð- ir af kjöti, þar á meðal hrossa- og kýr- kjöti, sem gera má ráð fyrir að erfitt verði að selja fyrir viðunanlegt verð. Hefði vissulega komið sér vel, að hin fyrirhugaða kjötiðnaðarstöð, sem Sambandið hefur ákveðið að reisa, væri nú tilbúin til starfrækslu. Ef ekki hefði staðið á nauðsynlegum leyfum frá því opinbera og svo leyfi bcejaryf- irvaldanna til þess að hefja fram- kvcemdir, hefði stöðin verið tilbúin á þessu ári. Það er satt að segja óskilj- Kaupjélögin og SÍS opnuðu fjórar kjörbúöir. 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.