Samvinnan - 01.01.1956, Side 10
anlegt, að yfirvöld Reykjavíkurbæjar
skidi hafa tafið þetta nauðsynjamál
mánuðum saman. Þegar þetta er skrif-
að í byrjun ársins 1956, hefur ekki enn
fengizt samþykki bæjaryfirvaldanna
til þess að hefja framkvæmdir, enda
þótt skipulags- og byggingarnefndir
hafi áður verið búnar að gefa sitt sam-
þykki. Fullkomin kjötiðnaðarstöð er
nauðsynjamál, bæði fyrir íslenzkan
landbúnað og svo neytendur, sem
vissulega æskja þess að á boðstólum
séu góðar og fullkomnar kjötvörur.
FRYSTIHÚS KAUP-
FÉLAGANNA.
Hvað viðvíkur sölu sjávarafurða á
vegum Sambandsins, þá hefur hún
minnkað nokkuð frá árinu áður.
Minna hefur verið flutt út af frystum
fiski og skreið, en þó tókst að selja
sama magn af frystum fiski í Banda-
ríkjunum fyrstu sex mánuði ársins
1955 og árið áður. Má þó gera ráð
fyrir, að sala í Bandaríkjunum hafi
eitthvað minnkað seinni hluta ársins.
Sambandið hafði á árinu til sölumeð-
ferðar sjávarafurðir 23ja hraðfrysti-
húsa og er þáttur samvinnufélaganna
í framleiðslu sjávarafurða ört vaxandi.
Það hefur mjög háð rekstri fisk-
frystihúsa sambandsfélaganna, hve
mikill hluti af þeim fiski, er þau fá
til vinnslu, er svokallaður smáfisk-
ur, en vinnslukostnaður við hann
er miklu hærri en vinnslukostnaður
stórfiskjarins. Á hinn bóginn hafa
frystihúsin greitt sama verð Nrir
hvert kíló af smáfiskinum, er þau
hafa tekið til vinnslu, en söluverð
Kjölúlflutningur hófst á ný á árinu.
erlendis er hið sama og stórfiskjar-
ins. Er fyrirsjáanlegt, að reksturs-
grundvelli þessara frystihúsa, sem
fá aðallega smáfisk til vinnslu, er
stefnt í hættu, nema gerðar verði
sérstakar ráðstafanir, sem tiyggi, að
húsin fái staðið undir hinum stór-
aukna vinnslukostnaði.
Með hinni auknu þátttöku sam-
bandsfélaganna í vinnslu og sölu
sjávarafurða, hefur fjárþörf þeirra far-
ið sívaxandi, og skortir enn mikið á,
að félögin hafi aðgang að nægilegu
rekstursfé í þessa þýðingarmiklu
starfsgrein.
STÓRAUKINN
INNFLUTNINGUR.
Umsetning Innflutningsdeildar hef-
ur aukizt verulega á árinu. Hefur
aukningin aðallega komið fram í sölu
á byggingarvöru, svo og fóðurbæti.
Endurbætur voru gerðar á húsnæði
deildarinnar í aðalskrifstofu og hefur
söluaðstaða batnað mjög við þessar
endurbætur, þar sem hægt er að koma
fyrir sýnishornum af hinum margvís-
legu vörum, sem deildin hefur til sölu.
Það má til tíðinda teljast, að á árinu
var lokið við að fullgera vörugeymslu-
hús Sambandsins t Þorlákshöfn. Er
það eitt hið bezta og fullkomnasta
vörugeymsluhús sinnar tegundar í
landinu og á í framtíðinni að gegna
mjög þýðingarmiklu hlutverki í sam-
bandi við dreifingu á vörum til Suður-
landsundirlendisins. I vörugeymslu-
húsi þessu hefur verið komið fyrir
fullkomnum fóðurblöndunartcekjum.
Innflutningur var meiri en nokkru sinni.
MEST AUKNING I
VÉLADEILD.
Véladeildin jók umsetningu sína
meira á árinu sem leið en nokkur önn-
ur deild Sambandsins, og á hinn stór-
aukni bílainnflutningur mestan þátt í
því. Deildin seldi einnig mikið magn
af landbúnaðarvélum. Hefur verið
lögð sérstök áherzla á að hafa til
varahluti í þær landbúnaðarvélar, sem
deildin hefur annazt sölu á. Vara-
hlutasalan verður æ þýðingarmeiri
þáttur í starfsemi deildarinnar, eftir
því sem landbúnaðarvélum og bifreið-
um fjölgar. Er mjög nauðsynlegt að
geta tryggt nægar birgðir varahluta.
Bændur og bifreiðaeigendur og þeir,
sem vélar og tæki eiga, vilja ógjarnan
hafa tæki sín ónothæf fyrir þá sök, að
ekki fást nauðsynlegir varahlutir.
Hinn stóraukni bílainnflutningur og
landbúnaðarvélasala hlýtur að leiða
af sér, að flytja verður inn á næstu ár-
um stóraukið magn varahluta. Er
mjög nauðsynlegt, að lánastofnanir
geri innflytjendum bifreiða og véla
fært að hafa nauðsynlegar birgðir
varahluta til sölu, til þess að standa
undir auknum birgðum. Vitað er, að
varahlutabirgðir binda mikið fjár-
magn.
Enn skortir mikið á, að aðstaða SÍS
til bifreiðaviðgerða og varahlutasölu
sé eins fullkomin og þyrfti að vera og
hlýtur það því að verða eitt af fram-
tíðarverkefnum Sambandsins að
skapa sér viðunandi aðstöðu til þess
að geta látið í té nauðsjmlega þjón-
ustu á þessu sviði.
NÝ FATAVERKSMIÐJA.
Það merkasta í starfsemi Iðnaðar-
deildarinnar á árinu var það, að Fata-
verksmiðjan Fífa hóf starfsemi sína á
Húsavík í byrjun marzmánaðar. Verk-
smiðja þessi framleiðir fj^rst um sinn
aðallega vinnuskyrtur og er aðeins
starfrækt yfir haust- og vetrarmánuð-
ina. Með stofnun þessarar verksmiðju
á Húsavík vildi Sambandið gera til-
raun með að skapa fólki í smábæ at-
vinnu þann tíma ársins, sem annir eru
minnstar. Hefur starfsemi hinnarnýju
verksmiðju gengið vel og gefið góða
raun.
Framleiðslumagn flestra verksmiðja
Sambandsins er svipað og árið áður.
Þó er um nokkra aukningu að ræða
hjá Sápuverksmiðjunni Sjöfn í þvotta-
6