Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 29
Finnst ykkur ekki, lesendur góöir, að jólasveinarnir á meðfylgjandi mynd séu heldur seint á ferð? Það eru þeir vissulega — í síðum Sam- vinnunnar. En þeir voru mættir á réttum stað og réttum tima um há- tíðimar. Ástæðan til þess, að Sam- vinnan vill segja frá þeim, er sú, að þeir gefa örlitla smámynd úr hring- iðu samvinnustarfsins. Sambandsskipið Arnarfell á heima- höfn á Húsavik, hjá elzta kaupfélagi landsins. Hafa skólabörn þar í bæ haldið uppi bréfaskriftum við skips- menn og halda þannig sambandi við skipið sitt, hvert sem það fer um heimsins höf. Þennan vináttuvott þökkuðu skipverjar Arnarfells með því að senda börnunum epli um jólin og tóku jólasveinarnir á myndinni að sér að koma þeim til barnanna. Þetta litla atvik gejur tilejni til að ihuga líj sjómanna á kaupskip- unum, sérstaklega tómstundir þeirra. Þeim má verja á ýmsan hátt á haji úti eða i erlendum höjnum, en á Sambandsskipunum, sérstak- lega á Arnarjelli, haja sjómennirn- ir gert sérstakt átak til þess að nota þœr vel. Skipverjar á Arnarfelli hafa stofn- að með sér tómstundafélag, sem þeir kalla Emi, og hefur félagið skipulagt kynnisferðir í erlendum höfnum, gengst fyrir skákkeppni við önnur skip á hafi úti og fleira. Er það merkilegt, að skipverjar skuli geta teflt hverjir við aðra, þótt annað tafl- Frétti og fleir liðið sé á leið til New York og hitt á Miðjarðarhafi. En svona eru sam- göngur nútímans orðnar góðar. Það er mikið skrijaö um Samband íslenzkra samvinnufélaga og pað ekki allt af vinsemd. Sum blöð í landinu virðast hafa unað af því að elta uppi fáránlegustu slúðursögur um SÍS og breiða þær út. Oft er þetta svo frá- leitt, að það er naumast svaravert, en tíðum er það þó leiðrett — þótt leiðréttingar i blöðum „-eii sjaldan birtar undir jafn stórum fyrirsögn- um og það, sem verið er að leiðrétta! Eitt aj því, sem algengast er að sjá i þessum blöðum eru jullyrðingar þess ejnis, að SÍS sé að kaupa þetta eða hitt jyrirtœkið. Stundum eru þetta jyrirtœki eins og Hótel Borg, stundum Vélsmiðjan Héðinn eða jajnvel sjálj Morgunblaðshöllin. Ná- lega alltaj eru þessar jregnir alger- lega úr lausu lojti gripnar. Með þessum fréttaburði eru viö- komandi blöð fyrst og fremst að reyna að koma þeirri hugmynd inn hjá al- menningi, að SÍS vilji gina yfir öllu og kaupa allt. Ekkert er fjær sanni. Forustumenn samvinnuhreyfingar- innar hafa skýrar hugmyndir um hlutverk hennar og vöxt, og þeir hafa hingað til leitt þróun hreyfingarinn- ar eftir rökréttum og eðlilegum vaxtarbrautum, þar sem samvinnu- rekstur hefur getað gert þjóðinni mest gagn. Hins vegar sýnir það traust á SÍS, að jafnvel andstæðingar þess leita til þess, þegar þeir gefast upp við rekstur einhverra fyrirtækja. Þá er helzta vonin, að SÍS geti rekið þau vel og myndarlega! KVENNAHÓPURINN á myndinni er frá Eskifirði — kaupfélagskonur, sem á síðasta sumri fóru á vegum félags- ins í ferðalag norður í Þingeyjasýsl- ur, þar sem þær sáu merka staði og heimsóttu kaupfélög og fleiri stofn- anir. Hefur kaupfélagið Björk á Eski- firði boðið konum undanfarin þrjú ár I slíkar ferðir og hafa þær vakið 'mikja ánægju á Eskifirði, enda er þessi liður í starfsemi kaupfélaganna hinn merkasti, því að fáar stéttir í þjóðfélaginu eiga örlítið sumarleyfi eins skilið og húsmæðurnar. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.