Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 25
og fremst fólkið, þarfir þess og þrár og
hún notar hið rauða gull til þess að
hjálpa því til sjálfsbjargar. Annars
hefði aldrei nein samvinnuverzlun
orðið til. Frumherjamir sáu fólkið í
kringum sig, kúgað, hrakið og hrjáð
og fundu innilega til með því, enda
voru þeir á stundum einmitt sjálfir
þetta fólk, soltnir, útslitnir og lítils-
virtir, en þó vitandi þess, að þeir væru
samt menn með óskoraðan rétt til lífs-
ins gæða og með óflekkað mannorð.
Þeir skildu gildi gullsins fyrir sjálfa
þá og hið hrjáða mannkyn, ef hægt
væri að ná því til þjónustu við göfug
málefni, — Og þannig varð samvinnu-
andinn til. Hann tók sér bólfestu í
hjörtum þessara vígreifu hugsjóna-
manna og knúði þá áfram. Þeir fórn-
uðu honum hverri frjálsri stund og
sigmðu hverja hindrun, sem á vegin-
um varð.
Hin gullfallega hetjusaga af ís-
ænzka samvinnumanninum Jakobi
Hálfdánarsyni, er hann færði bænd-
unum gullið, sannar mál mitt. Þá
sögu kunna allir samvinnumenn, en
hún er hrein mótsetning við þá kín-
versku, er ég sagði hér áðan. Jakob
var trúað fyrir vandasömu og háleitu
starfi, enda brást hann ekki þessu
trausti, heldur var tilbúinn að gjalda
það með lífi sínu.
Samvinnumenn!
Það er ósk mín okkur öllum til
handa, að samvinnuarfur feðranna
megi vel ávaxtast í höndum okkar og
hjörtum, svo að hann verði hinum
komandi kynslóðum til hagsældar og
blessunar. Slík ósk ætti nú að vera
tímabær og samboðin þessari sam-
komu.
Hallgrímur Th. Björnsson.
Ljóðlist í M. A.
(Framh. af bls. 17)
Eins er með skáldið. Það nýtur sín
ekki, þroskast ekki, nema kvæði þess
séu lesin, gagnrýnd á heilbrgiðan hátt
og með velvild í garð höfundar. Mað-
ur, sem yrkir ljóð, yrkir ekki eingöngu
fyrir sjálfan sig. Það væri nær sanni
að segja, að hann yrki fyrst og fremst
fyrir aðra. En ef fólk vill ekki lesa
kvæðin eða heyra þau flutt, dregur
maðurinn sig í hlé, skáldið í honum
kyrknar eða deyr.
Menntaskólinn á Akureyri er ekki
þroskavænleg stofnun fyrir byrjanda
í ljóðagerð, eins og nú er ástatt. Hann
getur tæplega vænzt meiri skilnings
eða velvildar, en að góðhjartaður
bekkjarbróðir klappi á öxl honum og
segi með góðlátlegu háðbrosi: ,,Þú ert
nú bara helvíta mikið skáld.“
En geta skáldin og aðrir Ijóðaunn-
endur í skólanum ekki fært þetta í
betra horf af eigin rammleik?
Hvernig væri, að þeir stofnuðu
með sér félagsskap, sem hefði það
markmið að vekja áhuga nemenda á
ljóðlistinni? Þar gætu þeir borið sam-
an bækur sínar, lært hverjir af öðrum
og aukið þannig andlegan þroska sinn.
Slíkur félagsskapur gæti líka haft það
að markmiði að gefa meðlimunum
kost á að æfa sig í framsögn kvæða og
óbundins máls, fagi, sem því miður er
ekki kennt í menntaskólunum ís-
lenzku. Það er nauðsynlegt fyrir skáld
og rithöfunda, að hafa góða æfingu í
framsögn, svo að þeir geti sjálfir
kynnt verk sín og gætt flutninginn
þeirri tilfinningu, sem höfundurinn
einn kann skil á.
Væri þetta ekki athugandi?
F. T. H.
232 Norðrabækur
(Framh. af bls. 12)
vinnurita, barna- og unglingabóka og
loks listaverkabóka. Má þar nefna tvö
stórverk, bókina um Einar Jónsson og
nýútkomið verk um Ríkarð Jónsson.
Norðri var í 17 ár rekinn sem einka-
fyrirtæki og var eign nokkurra Ak-
ureyringa, en 1947 keypti Samband
íslenzkra samvinnufélaga hlutafélag-
ið og hefur rekið það síðan. Er raun-
ar búið að leysa hlutafélagið upp í
þeirri mynd og verið að fella Norðra
algerlega inn í SÍS sem eina deild
þess, enda þótt áfram verði gefið út
undir Norðranafninu og starfsemin
muni að öðru leyti bera það áfram.
Nú starfar íslendingasagnaútgáfan
við hliðina á Norðra, enda einnig í
eigu SÍS, og Norðri hefur um nokk-
urra ára skeið rekið bókaverzlun í
Hafnarstræti í Reykjavík.
Vörugæði
(Framh. a£ bls. 14)
jafnframt því sem þau hrukkast illa
og tapa útliti sínu. Nælon, Grilon,
Orlon, Dacron, Acrilan og Dynel
krumpast ekki, og er þess vegna afar
hentugt að blanda þeim saman við
hina fyrr töldu þræði. Viss eiginleiki
er fundinn í nælon og Dacron og að
vissu marki í Dynel, er gerir það að
verkum, að þessar tegundir lóast mjög
(pill). Sama eiginleika hefur ullar-
prjónagarn einnig sýnt. Þetta er hægt
að yfirstíga í þráðunum, með því að
nota tvinnað gam, samskonar og not-
að er í kambgarni.
Gerð vejnaðar.
Hvernig garnið er búið til, fínt eða
gróft, laust eða þétt tvinnað, og það,
hvernig efnið er ofið, hefur áhrif á
gæði þess og útlit, og kaupandinn ætti
þess vegna að athuga vel, hvers hann
þarfnast og hvað honum er boðið.
Muna skal, að efnum má breyta mjög
mikið með því að blanda þau gervi-
þráðum.
Með því að bæta nælon í ull og
baðmull (5—50% að þyngd) má
auka þannig endingarstyrkleikann.
Einnig þola blönduð efni betur þvott,
jafnvel þótt þau innihaldi ull, ef í
þeim eru þræðir, sem eru rakatraust-
ir (hrinda frá sér vatni). í nokkrum
nýjum gerðum efna frá Gefjun, er
Dacron blandað saman við ull. Sú
blanda er í U. S. A. kölluð Loret.
Blöndu úr baðmull og ull í jöfnum
hlutföllum iná þvo eins og hver vill,
og þófna þau ekki.
Neytendur ættu að biðja um lýs-
ingu á efninu: hvort þau hlaupi og
hversu fastur liturinn sé. Neytendur
ættu samt sem áður að muna, að sum
fágun (finish) er ekki varanleg.
Sum efni eru þannig gerð, að þau
hlaupa ekki, og eru önnur þannig, að
mölur legst ekki á þau.
Neytandinn ætti að athuga allt
þetta og búast ekki við meiru en á-
stæður eru til. Einnig ætti hann að
meðhöndla vöruna á réttan hátt, og
fylgja þeim ráðleggingum, sem fram-
leiðandinn gefur.
21