Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 18
Eftir Eiríku Fribriksdóttur
Vörugæði
SPUNAEFNI
Þessi þáttur er ætlaður til fræðslu
um vörugæði, hvaða efni eru notuð í
mismunandi vörum og hverjir eigin-
leikar þeirra eru, jafnframt meðferð á
hverjum hlut fyrir sig. Greinarnar
ættu að verða til hjálpar húsmóður-
inni til að velja rétta vöru, sem full-
nægir þörfum hennar, einnig hverj-
um þeim einstakling, sem hefur áhuga
fyrir að fræðast um fáanlegar vöru-
tegundir.
SPUNAEFNI
(Textile materials).
Hvernig vefnaður eða prjónavoð
reynist í notkun, er undir gagnkvæm-
um áhrifum fimm aðalatriða komið.
Þau eru: Tegund spunaefnis, gerð
vefnaðarins, fágun (finish), notkun
og meðferð.
Spunaefni má skipta í stórum drátt-
um í tvennt, annars vegar náttúru-
efni, t. d. ull, baðmull, hör, silki og
hins vegar gerviefni, svo sem gervi-
silki (Rayon, sem er gert úr tréni og
asetate), nælon, Grilon, Perlon, Da-
cron, Acrilan, Vicara, Dynel og Fiber-
glass (glerþráður).
Ncemi fyrir kemiskum (efnafrceði-
legum) dhrifum.
Eins og kunnugt er, þá er baðmull,
lín og rayon (trefjaþræðir) viðkvæm-
ast gegn sýru, og klór getur einnig
haft áhrif á það. Það verður að muna,
að í sumum tilfellum kemur skaðinn
ekki í ljós strax, heldur aðeins þegar
varan er strokin án þess að sýran og
klórinn hafi verið þveginn úr fyrst.
Ullarþræðir og dýrahár eru ekki eins
viðkvæm fyrir sýru, en meira fvrir
lút. Grilon, sem blandað er í margar
tegundir Gefjunar ullar, er aftur á
móti talsvert ónæmara. Sama máli
gegnir um hina gerviþræðina, nema
asetate og rayon, og hafa Orlon og
Dynel verið notuð í föt fyrir starfs-
fólk í efnaverksmiðjum erlendis með
góðum árangri.
Núningsþol (Abrasive resistance).
Hið fyrsta, sem neytandanum kem-
ur til hugar, er hann athugar efni of-
in úr gerviþráðum, öðru en gervisilki,
er hversu endingargóð þau eru. En
ending efnis er aðallega undir því
komin, hversu vel það þolir núning,
t. d. án þess að göt komi á sokka og
ofin efni, og einnig undir því, hversu
vel þau þola þvott. Gerviefni þola
mikinn þvott (nema rayon og ase-
tate) án þess að skemmast. Núnings-
þol Grilon er talið 20 sinnum meira
en ullar.
Hversu vel þola efnin hita?
Af þeim spunaefnum, sem notuð
eru í vefnaði og prjónavoðir, þolir lér-
eft mestan hita, þá baðmull, hampur,
silki og ull. Aftur á inóti þola asetate
og Dynel mjög takmarkaðan hita,
rayon aðeins meira, Grilon 160 gráð-
ur C., en nælon, Dacron, Orlon og
Acrilan þola nokkru hærra hitastig.
Samt sem áður ber að athuga, að
fatnað unninn úr þessum efnum ber
að hengja upp óundinn, eða vefja
blautan inn í handklæði, og skal slík-
ur fatnaður vera strokinn með frem-
ur köldu jámi, þegar hann er orðinn
þurr. Ef óskað er eftir steiningu í flík-
ina, er bezt að bera plast-stífelsi í
hana við fimmta hvern þvott (t. d.
Plastic-Starch“ í flöskum eða
„Strin“ í túpum). Forðizt að strjúka
rayon þvott, en aftur á móti skal gufu-
strjúka ull og silki. Fiberglass og Vi-
cara verður ekki mjúkt í hita.
Ahrif vatns.
Efnum má skipta í tvo flokka, eft-
ir því hvort þau drekka í sig vatn
(rakasæl) eða hrinda frá sér (raka-
traust). Baðmull, hör, ramie, silki,
Vicara og ull eru rakasæl og bólgna
við vætu, en skreppa síðan saman.
Nælon, Grilon, Orlon, Dacron, Acri-
lan, Fiberglass og Dynel eru raka-
traust. Vatnið helzt á milli þráðanna,
en fer ekki inn í þræðina sjálfa, og em
þau þar af leiðandi mjög fljót að
þorna. Þessi hraða þurrkun kemur
bezt fram í þeim efnum, sem ofin em
úr óslitnum þráðum (continous fila-
ment). Þar sem þræðirnir-em klippt-
ir, svo að lengd þeirra verði svipuð og
ullarþráða (staple fibre length), fer
þurrkunin hægar fram. Sumir þræðir,
aðallega rayon og Vicara, missa styrk-
leika sinn við það að blotna, einnig
skyldi höndla blautt asetate með var-
kárni.
Þensla og hlaup efna.
Auk þess sem þau efni, sem eru
rakasæl, tapa styrkleika sínum við
það að blotna, er einnig hætta á því,
að þau hlaupi (verði minni). Gervi-
þræðir hlaupa ekki. Þessvegna er á-
gætt að blanda gerviþráðum (t. d.
Grilon, nælon, Dacron o. fl.) í ullar-
vefnaði til þess að forðast mislögun
efnisins. Þess ber þó að gæta, að slík
efni má ekki þvo í mjög heitu vatni.
Efni, sem er rakatraust og drekkur
ekki í sig vatn, er því miður erfitt
að lita, þar sem litunarefni er í flest-
um tilfellum uppleyst í vatni, og ekki
hefur ennþá verið hægt að framleiða
þau í öllum litum.
Hvaða mótstöðu hafa efni gegn
því að hrukkast?
Baðmull, Iín og hör ásamt Fiber-
glass eru stinn efni og falla ekki vel,
(Framh. á bls. 21)
14