Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Qupperneq 11

Samvinnan - 01.01.1956, Qupperneq 11
dufti og sápum og kaffibrennslan hef- ur aukið framleiðslu sína um 60%. Yfirleitt hefur salan aukizt t flestum verksmiðjunum og er það ánœgjtdegt, að um leið og sala hefur aukizt, hafa vörubirgðir minnkað nokkuð. Er það vissulega þróun í rétta átt. Verksmiðjurnar hafa gert ýmsar tilraunir með nýja framleiðslu. Til dæmis hefur Gefjun hafið framleiðslu á húsgagnaáklæði, sem líkar mjög vel, ennfremur vinnufatnaði úr ull, grilon og bómull, sem virðist gefa mjög góða raun. Til nýjunga má það telja í iðn- aði Sambandsins, að Iðunn byrjaði á árinu sútun lambskinna fyrir loðkáp- ur kvenna. Þá hefur skóverksmiðjan framleitt ýmsar nýjar tegundir af karlmanna-, kven- og barnaskófatn- aði, og hefur sala á framleiðsluvörum skóverksmiðjunnar gengið vel og all- mikið betur en árið áður. Hekla byrj- aði á árinu framleiðslu á kuldaúlpum með skinn- og ullarfóðri og líka þessar kuldaúlpur mjög vel og öll framleiðsl- an hefur selzt jafnóðum. Iðnaður Sambandsins verður að teljast mjög þýðingarmikill, bceði fyrir samvinnufélögin og þjóðar- heildina. Það er sérstaklega athygl- isvert við þennan iðnað, að unnið er mikið úr íslenzkum hráefnum, og um 400 manns hafa atvinnu í Sam- bandsverksmiðjunum. MIKIL FLUTNINGAÞÖRF. Vegna hins mikla innflutnings til landsins reyndist mjög erfitt að full- nægja vöruflutningunum. Verkföllin fyrri hluta ársins juku mjög flutninga- erfiðleikana og reyndist nauðsynlegt að Ieigja fjölda leiguskipa til að unnt yrði að flytja til landsins það vöru- magn, sem gerð höfðu verið kaup á. Þrátt fyrir aukinn skipastól Sam- bandsins varð að flytja með leigu- skipum á árinu rúml. 66.000 smálestir. Að vísu átti verkfallið nokkurn þátt í því, að nota varð svo mikið erlend leiguskip, en samt sem áður hefði mik- ið skort á, að Sambandið gæti séð um flutninga fyrir sig og félögin með eig- in skipum. Allveruleg hækkun varð á farmgjöldum á heimsmarkaði á árinu, sem óneitanlega hefur haft nokkur á- hrif á hækkað vöruverð, ekki sízt vegna þess, hve mikið varð að flytja með erlendum leiguskipum, en í þeim Ojmnð var jataverksmiðjan Fifa i Husavik. tilfellum er ekki um annað að ræða en að sæta þeim heimsmarkaðstaxta, sem gildir á hverjum tíma. Á árinu var unnið að öflun nauð- synlegra leyfa til kaupa á olíuskipi, en það mál hefur verið í athugun hjá Sambandinu undanfarin ár. Jafnframt voru athugaðir möguleikar á því að fá lánsfé til þess að standa undir kostnaði við smíði eða kaup á nýju oiíuskipi. Síðastliðið liaust fékkst tilboð um mjög hagstceð lán, sem staðið geta undir öllu kostnaðarverði skipsins. I desembermánuði veitti rík- isstjórnin leyfi til þess, að Sambandið gæti keypt olíuskip og verður á þessu ári unnið að skipakaupunum. Það er ákveðið, að Olíufélagið h.f. eigi hið væntanlega olíuskip að hálfu á móti Sambandinu. Seinni hluta ársins 1955 hækkuðu olíufarmgjöld geysilega mikið og f lok ársins var svo komið, að þau höfðu nær þrefaldazt á skömmum tíma. Fara því gífurlegar fjárhæðir úr landi til er- lendra skipaeigenda vegna olíuflutn- inganna, og er leitt til þess að vita, að ekki skuli hafa fengizt fyrr leyfi til þess, að íslendingar gætu sjálfir átt olíuskip, sem mannað væri duglegum, íslenzkum sjómönnum. Verður þess nú vonandi ekki Iangt að bíða, að þessi framtíðardraumur íslenzkra samvinnumanna rætist. KVIKMYNDIR — SKÓLI. Auk þess, sem áður hefur verið sagt um starfsemi aðaldeilda Sambandsins, má minnast á nokkur almenn atriði í rekstri Sambandsins á s.l. ári. I byrj- un ársins kom til landsins kvikmynd- Samvinnuskólinn var fluttur að Bifröst. in „Viljans merki“, en sænskir sam- vinnumenn unnu að töku myndarinn- ar á árinu 1954. Mynd þessi var sýnd á árinu víða um landið og hafa nú séð myndina um 30.000 manns. Heim- sótti ég, ásamt Benedikt Gröndal, nokkur kaupfélög, þar sem samkom- ur voru haldnar og þessi fagra mynd sýnd. Þessar ferðir mínar til félaganna hafa orðið mér til mikillar ánægju og mikils gagns, þar sem ég hef fengið tækifæri til þess að kynnast enn betur samvinnustarfinu og samvinnufólkinu á hinum ýmsu stöðum á landinu. Á árinu sem leið átti Jónas Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Samvinnuskól- ans, sjötugsafmæli og lét þá af störf- um sem skólastjóri. Hafði hann gegnt því starfi næstum óslitið frá því skól- inn var stofnaður 1918. Séra Guð- mundur Sveinsson, prestur á Hvann- eyri, var ráðinn skólastjóri og síðast- liðið haust flutti skólinn að Bifröst í Borgarfirði, þar sem honum hafa ver- ið búin vegleg húsakynni. Reynslan af starfi skólans fyrstu mánuðina í hinum nýju heimkynnum gefur mjög góða raun. Fjölmargir erlendir menn komu í heimsókn til Sambandsins á árinu. Stærsti hópurinn kom til þess að taka þátt í aðalfundi samvinnusambands Norðurlanda, sem haldinn var í Reykjavík í júnímánuði. Á sviði alþjóðasamvinnumála má það teljast til tíðinda, að á árinu var ákveðið að stofnsetja samvinnubanka Evrópu í Sviss, og einnig var hafinn undirbúningur að stofnun sérstakrar innkaupaskrifstofu fyrir samvinnu- (Framli. á bls. 15) 7

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.