Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Síða 20

Samvinnan - 01.01.1956, Síða 20
Hvernig er ort í skólum landsins? Ljóðið um lífið, mig og stúlkuna Eia, litla Eia, með augun fagurblá, opinn sálarskjá. Má ég, kæra meyja, má ég í þau sjá. Fyrir liðlega ári birti Samvinnan undir þessari sömu fyrirsögn sýn- ishorn af ljóðagerð nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík og voru ljóðin tekin úr skólablaði þeirra. Nú vill Samvinnan gefa lesendum sín- um fleiri slík sýnishorn og birtir hér nokkur ljóð eftir nemendur í Menntaskóla Akureyrar. Það þótti tíðindum sæta um Ijóðin eftir Reykjavíkurpiltana, að þeir reyndust ekki allir vera af sauðahúsi atómskálda. Nú kann það að vekja athygli, að í allmiklum kveðskap Akureyrarpilta finnst enginn, sem vrkir í hinum nýja stíl! Lífið allt er leikur, lífsins braut er slétt. Lundin er svo létt. Ástin þorið eykur, andinn þrífur sprett. Komdu, vinan kæra, komdu, ég þrái þig. Komdu og kysstu mig. Teygum lífið tæra um tæpan ævistig. Busi. Kvöldstemming Hvítir eru vængir, vorkvöldið rautt. Allt er lifandi, ekkert dautt. Flugþungar álftir fagna í nótt, fákar hneggja í móa. Á hrafnaþingi er hrafnagnótt, hulmjúkt kvakar lóa. Hraun .... Endalaus breiða. Gamburmosi á stein. Fugl á hverri grein, söngvar er seiða, tæla og deyða, tæla og deyða .... Knútur Bruun. Vor Vorið kæra, er komstu um sæinn, og kyntir frelsisins dýra bál, þú komst með lífstrú og ljós í bæinn og leystir viðjar af hverri sál. Ösla í þanginu þorpsins krakka þegar vorar er létt að sjá, meðan Tumi og Tóti á Bakka taka í nefið og kankast á. Yfir sænum er seltuangan. — I sjávarþorpinu önn á ný. Gömlu húsin þau hýrna á vangann. — Hefja vængir sín blik við ský. Öldur syngja á sundum bláum, seiða draumhugans ferðaþrá. Uppi í dalnum er dögg á stráum. — Dengir bóndinn og fer að slá. Yfir byggðum og brúnum fjalla brennur himinsins fagra ljós. Fossar glaðir í gljúfrum kalla. — Glampar leika um bláan ós. Daga ljósa í leynd að baugum leika drengur og fögur snót — og með himin og haf í augum hlaupa brosandi vori mót. Vaknar lækjanna ljósi kraftur. — Lífið allt fær að nýju þrótt. Lætur dimman í draumi aftur dökku augun og sofnar fljótt. Fagnar heimur, og hendur snauðar hefja starfið, og lífið á ótal vonir, og varir rauðar vilja teyga og svölun fá. Guðm. Arnjinns. Dimmihellir Djúpt inní Dimmahelli drýpur svartleitt blóð. Gýgurin kveður sinn galdur, gríma bragstöpul hlóð. Sagt er, að sveinn hafi gengið sogandi munnanum að. Falt lét hann fjöregg síns hjarta og feigðinni helgaði það. Gýgurin gráðugum höndum ginnti hann inn til sín. Hvíslaði hásri röddu: „Hingað, elskan mín.“ Síðan á svartmyrkum kvöldum syngur í heiðunum kvein. Dísin í dalbotni grætur, drjúpir þar höfðinu ein. Gakktu aldrei í gljúfrin í geigvæna sporaslóð, því djúpt inní Dimmahelli drýpur svartleitt blóð. Heimir Steinsson. Haustvísa Örðug bylur hríðin hörð, hörð hún dylur mönnum svörð. Svörðinn hylur jökuljörð, jörðu mylur frostagjörð. Halldór Blöndal. 16

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.