Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 32
„Áhugi á skákíþróttinni hér á íslandi hefur farið mjög í vöxt nú hin síðustu ár. Kennsla í þessum efnum hefur þó ýmissa orsaka vegna reynzt örðug viðfangs og lítt gætt utan Reykjavíkur. Það veitti því íslenzkum skákunnendum kærkomið og langþráð tækifæri, þegar Bréfaskóli S.Í.S. hóf á sín- um vegum skákkennslu, sem Bald- ur Möller veitir forstöðu eins og kunnugt er. Kennslubréfin eru samin af sænska stórmeistaranum G. Stáhl- berg, og hefur honum að mínu áliti tekizt einstaklega vel upp. Hann veitir lesendum sínum hald- góða þekkingu á undirstöðuatrið- um skákarinnar, almennt yfirlit yfir byrjanir og sýnir í stuttu máli ljóslega, hverju ber að keppa að og hvað ber að varast. Ég ráðlegg þvi sérhverjum skák- manni, jafnt byrjanda sem lengra komnum, að notfæra sér þetta ein- staka tækifæri. Sá, sem hefur notið þessarar kennslu, hefur öðlast næga þekkingu og innsýn í skák- ina til þess að hafa skemmtun af og er jafnframt undir það búinn að kynna sér skák nánar, ef hann hefur áhuga á því.“ Friðrik Ólafsson Fylgið ráðum skákmeistarans! Ekki er hægt að fá betri vitnisburð uin ágæti skákennzlu Bréfaskólans en okkar kunni skákmeistari, Friðrik Olafs- son, hefur gefið hér til vinstri á síðunni. Fjölmargir Islendingar, eldri sem yngri, hafa lært og eru að læra skák í gegnum bréfanám. Kennslubréfin eru sam- in af stórmeistaranum STAHLBERG og kennari er Bald- ur Möller, skákmeistari. Bréfaskólanám er hentugt námsform íyrir það fólk, sem ekki hefur tíma né aðstöðu til að sitja á skólabekk, til að afla sér ódýrrar og góðrar menntunar á hagkvæman hátt. Innritun í Bréfaskólann er allt árið og nemendur geta stundað eina námsgrein eða fleiri að eigin ósk. Náms- hraðanum ráða nemendurnir sjálfir. Szmið, skrific), komið og fáið ókeypis námsfiokkaskrá og jafnframt ýtariegar uppíýsingar BRÉFASKÓLI SÍS Sambandshúsinu — Reykjavík .

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.