Samvinnan - 01.01.1956, Page 27
FRAMHALDSSAGA BARNANNA
/srÁíí/7 j^rcí /\t'ú
EFTIR J. MAGNUS BJARNASON
„Sérðu dalinn þarna?“ sagði pilt-
urinn. „Já,“ sagði Linda. Hún sá
djúpan og fagran dal blasa við sér.
„Þvkir þér ekki dalur þessi fagur?“
„Jú, fagur er hann víst,“ sagði hún.
„Sérðu fossinn þarna í hlíðinni á
móti?“ „Já,“ sagði hún, „og hann er
til að sjá eins og kona í hvítum
skrúða.“ „Komdu nú með mér vest-
ur að fossinum,“ sagði pilturinn, „og
ég skal ekki biðja þig að fara með mér
lengra en þangað. O, neitaðu mér ekki
um þessa bæn, elsku, hjartans vina,
neitaðu ekki.“ „Áttu þar heima?“
spurði Linda. „Ég má ekki segja þér
neitt um það, fyrr en við komum
þangað. Viltu koma, hjartans vina?“
„Æ, ég þori ekki að fara þangað,
hjartans vinur, ég er svo hrædd,“
sagði Linda. Og hjartað barðist á-
kaflega í brjósti hennar, því að hún
hugsaði, að það gæti skeð, að piltur-
inn væri huldusveinn. „Þú ætlar þá
ekki að fara með mér vestur að foss-
inum?“ sagði hann. „Æ, elsku hjart-
ans ástvinur minn,“ sagði Linda, og
tár runnu niður vanga hennar, „þú
mátt ekki biðja mig um að fara með
þér vestur að fossinum, því að mér
stendur svo mikill stuggur af honum.
Eg skal alltaf fara með þér hingað á
heiðarbrúnina, en aldrei lengra.“ „F.n
manstu, hverju þú lofaðir, þegar þú
varst lítil?“ „Já, ég man það, hjart-
ans vinur.“ „Ætlarðu að efna það lof-
orð?“ „Já, en fyrst verður þú að tala
við föður minn og láta okkur vita,
hvað þú heitir og hverra manna þú
ert.“ „Ég get það ekki, elsku vina. Ég
get ekki sagt þér neitt um það, fyrr
en þú kemur með mér upp að foss-
inum,“ sagði hann. Hún varð þá enn
hræddari en fyrr. „Fylgdu mér aftur
heim,“ sagði hún. Hann varð þá mjög
dapur í bragði. En hann fvlgdi henni
að hólnum og talaði ekki við hana
alla leiðina. „Mundu það, hjartans
ástvina mín,“ sagði hann, þegar þau
námu staðar við hólinn, „mundu það,
að þú ert heitmey mín og einhvern-
tíma kem ég að sækja þig.“ „Eg gleymi
þér aldrei, hjartans vinur,“ sagði
Linda, og það komu aftur tár í augu
hennar. Svo kyssti hann heitmev sína
og hélt síðan af stað inn í skóginn í
hlíðinni.
Svo liðu þrjú ár. Og aldrei allan
þann tíma kom pilturinn í grænu föt-
unum til að finna heitmey sína. Og
Linda var alltaf heima í húsi föður
síns og beið unnustans. Á hverjum
degi, þegar sólskin var, gekk hún yfir
á hólinn, horfði til hlíðarinnar og beið
og vonaði. „Ó, hví fór ég ekki með
honum alla leið vestur að fossinum,
þegar hann bað mig svo heitt og inni-
lega?“ sagði hún við sjálfa sig oft og
mörgum sinnum. Og hún grét sárt og
lengi, og hvítu rósirnar á hólnum urðu
votar af tárum hennar. En unnusti
hennar kom ekki að heldur.
Um þessar mundir var sá maður
bæjarstjóri í Ríó de Janeiró, er Ferr-
eira hét. Hann var maður hniginn á
efri aldur. Grimmur var hann í lund
og illúðlegur sýnum. Hann var búinn
að vera ekkjumaður í nokkur ár, þeg-
ar hér var komið sögunni. Það var
einn dag, að hann gekk þangað, sem
steinhöggvarinn var við starf sitt.
„Ég ætla að gera þig að gæfumanni,“
sagði Ferreira við steinhöggvarann.
„Lengi lifi bæjarstjórinn,“ sagði stein-
höggvarinn og hneigði sig djúp. „Ég
ætla að veita þér þann heiður að ger-
ast tengdasonur þinn,“ sagði Ferreira.
„Það er vissulega alltof mikill heiður
fyrir mig,“ sagði steinhöggvarinn, og
jörðin hringsnerist fyrir augunum á
honum. „Ég veit það, vesall maður,
að þú átt ekki þann heiður skilið,“
sagði Ferreira og setti á sig stórbokka-
svip. „En þrátt fyrir það ætla ég að
gerast tengdasonur þinn. Og hinn
þriðja drottinsdag hér frá verðum við
Linda dóttir þín gefin saman í heilagt
hjónaband í sjálfri dómkirkjunni.“
„En ég er svo hræddur um, að dóttir
mín vilji ekki giftast að svo stöddu,
hún er svo einþykk,“ sagði steinhöggv-
arinn vandræðalegur. „En hún verð-
Framh..
Prjónið úr Gefjunargarni
Á síðastliðnum þremur árum höfum vér sent ó markað-
inn þrjár nýjar tegundir af garni, Grilon-fíefjunargam,
Merinogarn og Grilon-Merinogam. Allar þessar garn-
tegundir, en þær eru árangur af viðleitni vorri til þess
að skapa aukið og stórb;ett úrval prjónagarns hér á
landi, hafa hlotið mjög góðar viðtökur hjá almenningi.
ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN
23