Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.01.1956, Blaðsíða 16
232 NORÐRABÆKUR A 30 ÁRUM Stórviði, fyrsta bók Norðra. Á síðastliðnu hausti átti Bókaút- gáfan Norðri 30 ára afmæli og minnt- ist forlagið þess á þann hátt einan að helga eina af bókum sínum, „Gaml- ar myndir“, afmælinu. Þó er Norðri eitt af stærstu útgáfufyrirtækjum landsins og hefur gefið út 232 bæk- ur. Samvinnan hefur því snúið sér til Alberts J. Finnbogasonar, sem lengst hefur verið framkvæmdastjóri Norðra, og spurt hann um feril þessa rnerki- lega fyrirtækis. Albert fórust meðal annars svo orð: „Árið 1925 kom út á Akureyri bók- in Stórviði eftir norska skáldið Sven Moren í þýðingu Helga Valtýssonar. Síðan eru liðin 30 ár. Þetta var fyrsta bókin, sem Bókaútgáfan Norðri gaf út. Norðri á því þrjátíu ára starfs- afmæli á þessu ári. Stórviði er bók um æskulýðinn og upphaflega rituð handa honum, enda hefur norsk æska mikið dálæti á þeirri sögu. Sagan vegsamar óðalsást og heimahaga, þá tegund ættjarðarást- ar, sem vér Islendingar þekkjum of lítið til. Er það sennilega ein háska- legasta veilan í þjóðlífi voru og mun valda því mikla losi, sem lengi hefur verið alvarlegt þjóðarmein. I Noregi er þessi ramma taug, er tengir synina við feðraóðul sín, enn svo sterk, að hjá mörgum þeirra er hún snar þátt- ur í lífi og ættjarðarást. Ungir hug- sjónamenn og ungmennafélagar á Ak- ureyri töldu, að þannig þyrfti einnig að verða hjá oss og að æskulýður Is- lands þyrfti að eiga þess kost að kynn- ast þeim grunntón, er sagan boðar. Þar með var mörkuð stefna Bókaút- gáfunnar Norðra. Síðan hefur það verið aðalviðfangs- efni Norðra að draga fram á sjónar- sviðið fornar erfðavenjur, þjóðlegar minjar, dyggðir og mannkosti og leit- ast við að láta fara saman skemmtun, fræðslu og ræktun þess manndóms og drengskapar, sem komið hefur fram í lífsbaráttu þjóðarinnar við erfiðar aðstæður, svo að þessar dyggðir mættu verða alþýðu manna seglfesta í bafróti örra breytinga og margvís- legra og miður hollra erlendra á- hrifa.“ Norðri hefur dyggilega fylgt þeirri stefnu, sem Albert lýsir svo, þar eð veigamestu bækur forlagsins, 75 að tölu, hafa verið um þjóðleg efni, og nægir að nefna þar rit eins og Sögu- þætti landpóstanna, Faxa, Hrakninga ^g heiðavegi, Göngur og réttir. Enda þótt ýmsir sjálfkjörnir forustumenn þlóðarinnar á bókmenntasviðinu hafi synt þá þröngsýni að gagnrýna alúð Norðra við þetta höfuðverkefni sitt, hafa móttökur almennings á slíkum bókum sem þessum þó sýnt, að bæk- urnar voru velkomnar og með útgáfu þeirra var unnið merkilegt starf í þágu íslenzkrar alþýðumenningar. En Norðri hefur gefið út fjölmargt annað: 35 skáldsögur eftír innlenda höfunda, 42 eftir erlenda, 9 Ijóðabæk- ur eftir innlend skáld, 24 fræðibækur eftir innlenda og erlenda höfunda. Kennir þar margra grasa, ferðabóka, tónverkabóka, kennslubóka, sam- (Framh. i\ bls. 21) Albert J. Finnbogason, forstöðumaður Norðra. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.