Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.01.1956, Qupperneq 22
Ný framkaldssaga: GULUÐ í DRAUGADAL Sörm saga ár fórum Kanadlsku fjallalög- reglunnar um ástir, afbrot og gullleitarmenn Það var á moihilegu kvöldi í ágúst. Davíð Kirke undirforingi lá í há- vöxnu grasinu á bak við skála kanad- isku riddaralögreglunnar. Hann lá méð aftur augun og virtist sofa, en opnaði augun, þegar kallað var: „Kirke undirforingi! Davíð Kirke! Hvar í skollanum ertu, maður?“ „Hvað vill Dusty nú?“ tautaði Davíð, um leið og hann stóð upp. Hávaxinn og fríður sýnum reikaði hann inn á ferhyrnt hlað, sem afmark- að var á alla vegu af timburskálum riddaralögreglunnar. „Hvað viltu mér, Dusty?“ spurði hann félaga sinn, sem þar var fyrir. Meðan hann beið eftir Dusty, hvíldu augu hans, sterk og grá, á Klettafjöllunum, sem voru sveipuð blárri móðu fjarlægðarinnar. Vestur að þeim teygði sléttan sig hundrað mílur, en þá tóku við skógivaxnar hæðir, kenndar við Albertafylki. Allt var kyrrt og rótt. Reykur frá hlóðum blóðheitra Indíána brauzt á stöku stað upp úr lognmóðunni og tevgði úr sér í kapp við hvíta tinda Kletta- fjallanna. Dusty Goff snaraðist að Davíð með fasi miklu. „Sjálfur meistarinn Haley ætlar að veita þér áheym, foringi góður. Farðu inn til hans. Það kæmi mér ekki á ó- vart, þótt hann ætlaði að tilkynna þér orlof, drengur minn.“ „Þökk fyrir, Dusty.“ Goff hikaði við. „Hvert ertu að hugsa um að fara í leyfinu? Ætlarðu austur? — Það er langt síðan þú fórst heim.“ Davíð hrökk upp úr hugsunum sín- um. Félagi hans sagði satt. Það var orðið býsna langt síðan hann fór heim til borgarinnar langt í austri.Endalaus ár hafði hann dvalið hér á barmi auðnarinnar, vakað yfir Indíánum, veiðimönnum og gullleitarmönnum. í fyrra langaði hann heim til að sjá foreldra sína í síðasta sinn, en nú var það um seinan. Hann átti ekkert er- indi austur. Goff gekk til annars félaga þeirra, og þeir héldu áfram leik sínum, sem var með þeim háttum, að þeir fleygðu næpum í loft upp og reyndu að hitta þær með skammbyssuskoti, meðan þær voru á lofti. Davíð gaf félögum sínum engan gaum, heldur horfði enn vestur til fjallanna. Tindar Great Divide urðu bláhvítir í skini hnígandi sólar, og skuggar þeirra voru í kapphlaupi nið- ur hlíðarnar og austur sléttuna móti móður sinni, nóttinni. Davíð hnykkti til höfðinu og stik- aði áleiðis til skrifstofu Haleys. Við dyr skálans sat miðaldra Indíáni á hælum sér og reykti pípu. Það var Itai-Po, sem er útlagt tunglskuggi. Itai-Po hafði lengi verið í þjónustu riddaralögreglunnar og var hinn þarf- asti húsbændum sínum. Þessi sonur skóga Alberta-fylkis bar klæði ættar sinnar, og vopn hafði hann ekki önnur en hníf í skeiðum og lítinn boga, vafinn höggormaskinni. A herðunum hafði hann sjal eitt mik- ið, ofið úr ull af stórhyrningum. Sjal þetta var gert af mikilli kunnáttu og í það ofin ýmis merkileg vemdartákn Indíána. Itai-Po spratt á fætur, þegar Davíð bar að. Undirforinginn tók til orða: „Þú manst, hvað ég minntist á við þig í gær, Itai-Po. Hver veit, nema við leggjum upp í langa veiðiför.“ Kolsvört augu Indíánans ljómuðu. Kyrrsetan var honum ein til ama á þessum stað, og ekkert var honum kærara en að fara á veiðar með Davíð, — mannaveiðar. Davíð hélt áfram: „Við fömm í kvöld í hálfrökkri. — Tilbúinn?“ „Ég hef beðið,“ anzaði Iai-Po. — „Hvert skal halda? Niður Peace Riv- er eða Sikanni River? Erindið? Eftir- litsferð? Ha! Veiðar?“ Davíð benti í norðvestur. „Þang- að — langt. Veiðar. Bíddu mín hér litla stund.“ Síðan knúði hann hurð lögreglu- stjórans og gekk inn. Haley sat við skrifborð, þakið skjölum af ýmsum litum og gerðum. Hann seildist í tvö umslög, þegar hann sá Davíð koma. „Hér er leyfisskjalið þitt, Kirke,“ sagði Haley og rétti fram stærra um- slagið. „Svo eru nokkrir kringlóttir í hinu til að sólunda. Ég vona, að þú skemmtir þér vel. Þú verðskuldar það fyllilega.“ Davíð stakk skjalinu í brjóstvasa sinn, en peningunum í beltispyngju. „Þetta leyfi er aðeins mánuður, herra, er ekki svo?“ spurði Davíð. Haley lögreglustjóri leit undrandi upp. „Aðeins mánuður,“ át hann eft- ir. „Ég hef fengið ströng fyrirmæli um, að enginn maður skuli fá meira en tveggja vikna leyfi, svo að ég ó- hlýðnast jrfirboðumm mínum með því að lengja þitt leyfi, af því að mér finnst þú eiga það skilið.“ „Ég er þér þakklátur fyrir, herra,“ mælti Davíð. „Mér ber að skammast mín fyrir frekjuna, en því miður mun ég ekki komast hingað aftur fyrir fimmta september.“ „Hví ekki það?“ 18

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.