Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Síða 4

Samvinnan - 01.02.1956, Síða 4
Eftir Jón H. Þorbergsson, Laxamýri Landið, með gróðurmold þess, vatnskrafti og öörum hlunnindum, er dýrmcetasta eign þjóöarinnar. Jafnvel þótt öll þjóðin verði að standa sem einn maður í hagsmuna- málum, sjálfstæðis- og taenningarmál- um, skiptist fólkið þó í hópa, sam- kvæmt verkefnum eða atvinnuskipt- ingu. A framleiðslu og atorku byggist velmegun þjóðarinnar, sem gerir það kleyft að halda uppi framtaks- og menningarmálum með þjóðinni. Atvinnuskiptingin er í höfuðdrátt- um: Landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður og verzlun. öll störf þessara atvinnuhátta, sem einfaldlega eru nauðsynleg, miða til uppbyggingar og hagsbóta fyrir þjóðina í heild. Allar þessar atvinnustéttir hafa með sér samtök og félagsskap til þess að heiðra og upplýsa störf og starfsað- ferðir og stefna þeim til meiri frama. í sambandi við samtökin eru svo haldn- ir uppáhaldsdagar eða frídagar og hefur löggjöfin löghelgað suma þessa daga, eins og 1. maí og fyrsta mánu- dag í ágúst. Landbúnaðarfólk þarf að eignast slíkan löghelgaðan dag og ber margt þar til: í fyrsta lagi, landið með gróðurmold þess, vatnskrafti og öðr- um hlunnindum, er dýrmætasta eign þjóðarinnar. í öðru lagi, þekking og skilningur á verðmætum og dýrmæti landsins gæða er á lágu stigi og eng- inn hjá fjölda fólks í landinu. I þriðja lagi, landbúnaðarfólk vinnur að og uppsker fjölbreyttustu og dýrmætustu þarfaföng í landinu, og í fjórða lagi, landbúnaðarfólkið sjálft hefur yfirleitt landsins gæði ekki í þeim hávegum, sem vera ber. Allir atvinnuhættir hafa sitt viðhorf og sína sérstöðu. En hjá fólki landbún- aðarins er viðhorfið raunar ákveðnast og margþættast. Akveðnast fyrir nútíð og framtíð af því starfið er fyrst og fremst hagnýting þeirrar orku, sem í gróðurmoldinni býr. Það er ræktun landsins, sem enn er raunar á byrjun- arstigi, þar sem langmestur hluti hins ræktanlega lands bíður enn óhreyfður, nytjalítill og nytjalaus. Landbúnaðurinn er undirstaða fyr- ir búsetu þjóðarinnar í landinu. „Bóndi er bústólpi, bú er landsstólpi“, segir gamalt máltæki og er það ekki gengið úr gildi. Engri þjóð væri hér lífvænt, til að bera uppi öll menning- armál í landinu, ef hér væri aðeins sjávarútvegur, iðnaður og verzlun. Þeir atvinnuvegir gætu ekki blómg- ast, ef þeir hefðu engan aðgang að hin- um lífvænlegu afurðum, sem hin gró- andi jörð gefur og landbúnaðurinn framleiðir. Öll landsins böm eiga raunar jafnan aðgang að vatnsork- unni, sem veitir dásamlega aðstöðu. Hér norður við norðurheimskauts- baug má afla suðrænna aldina. Við eigum öll að leggja okkar metn- að í það að vera landsins böm. Sann- arlega em það landsins böm, sem yrkja jörðina. Landbúnaðarfólk er bundið við gróðurmoldina við landið, þar sem þjóðin hefur gmnnstöðu sína til framfæris og búnaðar. Jörðin, land- ið, færist ekki úr stað og orka gróður- moldarinnar er óþrjótandi. Þessi landsins böm em nú á þessum okkar tíma allt of fá, vegna ræktunarstarfs- ins og vegna hentugri verkaskiptingu hjá þjóðinni. Frá síðustu aldamótum hefur hlutfallstala landbúnaðarfólks með þjóðinni lækkað úr 71 í rúm 20%. En þessi hlutfallstala ætti að vera 50% til þess að bægja frá of mikilli þenslu í öfgakenndum og ónytsömum starfsháttum, sem mjög fara í vöxt á síðustu tímum. Og því fleiri, sem binda störf sín við orkuna óþrjótandi, þess 4

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.