Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 7
^Jle á t
a v i J u r
sýnishorn og rabb
(L-I'tir SlcfLtrci J/ónáion y^ra Ur
Þegar ég var beðinn að hripa upp
nokkrar hestavísur til birtingar að
þessu sinni, stóð svo á, að ég hafði
ekki eitt einasta blað prentaðs máls
eða skrifaðs um það efni við hendina
og hvorki tíma né önnur skilyrði til að
nálgast neitt þess háttar, jafnvel ekki
það, sem ég hafði sjálfur tínt saman
af slíku áður fyrr. Hlýt ég því fyrir-
fram að biðjast afsökunar á frammi-
stöðunni, en svo margt er til af þókn-
anlegum hestavísum, að illa sæti á
mér að reyna ekki til að rifja upp eina
og eina stöku, þegar þó er um að ræða
málefni, sem mér eru næsta hugstæð,
þar sem eru vísnamenning og hrossa-
sýsl.
Og hestavísur eiga að geta verið
góðar, hvort sem ég hitti á að muna
nú þær, sem góðar eru. Hagmælska
manna og orðsnilld geta notið sín á
því sviði engu síður en annarsstaðar,
því hvað er hagmælskan annað en
hæfni til að raða hugmyndum, óskum
eða endurminningum, jafnvel kvíða í
heiða.rlegt orðamálverk eins og t. d.
,y4ð ausa, prjóna og andskotast
eru dónans listir."
'nm
þessi vísa Valdimars K. Benónýsson-
ar frá Ægissíðu:
Hár á makka skerpir skrið
skýjablakkur loðinn.
Hrikaklakka hangir við
hríðarbakkavoðinn.,
eða hún er getan til að gera söng úr
sögu, og bezt ef saman fer. Hið fyrra
af þessu tvennu þarf ekki að vera
hestamanni auðveldara en hverjum
öðrum, en hið síðara ætti að vera það,
hljómborðið stóra: melurinn, grundin,
gatan, ísinn gefur vissulega rými fyrir
undirleik ýmissa söngva og ólíkra, hin
kröfufreka, kliðfasta, íslenzka kveð-
andi getur þar stuðst við tíð og jöfn
töltgrip eða lotulangar skeiðhrifsur.
Þar veitir hvort öðru og vinnur sam-
an. Mætti því ætla, að hestavísur væru
einn fegurstur óður íslenzkur. Svo
mun nú tæpast reynast, en svona
hlaupa þær samt upp í fangið á manni
sumar, eins og samkveðlingurinn frá
Hítarnesi um árið, þegar Júlíus bóndi
þar Jónsson sagði í meinleysi við gest
sinn um leið og hann lagði upp taum-
inn, tilbúinn að fylgja honum á götu:
Ætli við förum ekki’ á bak
upp á gamla móðinn?,
og fékk svarið svohljóðandi um leið
og gesturinn, Jóhann Kristjánsson frá
Bugðustöðum, létti sér í hnakkinn:
Eftir svona andartak
ættu’ að koma ljóðin.
Þetta er gamli móðurinn. Svona
gátu þeir talazt við og geta enn, sem
kunna tökin á máli og rími, og höfðu
taum í greipum fremur en penna-
stöng.
Þegar farið var að leggja rækt við
frásögnina af sprettinum nokkuð til-
Sigurður Jónsson frá Brún.
— visnamenning og hrossasýsl. —
líka og við hann sjálfan, stækkaði við-
fangsefnið stundum í meðferðinni,
gæddist litum og smáatriðum til enn
meira yndis, eins og í þessum stökum
Valdimars frá Ægissíðu:
Fagureygan á eg steig
— átti fleyg í skoti. —
Rósaveiga reis og hneig
röst að teyga koti.
Makkinn bungar manns í fang,
mél um tungu fitla.
Orkuþrunginn gæðings gang
gáskastungur kitla.
Og þær verða margar vísumar, lýs-
ingar á hestum og yndinu af þeim, en
það er ekki aðeins gleðin af hrossinu,
sem skáldin mæra, heldur gagnið líka.
Lúinn starfsmaður og fótstirður finn-
ur vel, livað að honum snýr, þegar
traust er undir, vökull hugur, vaskir
fætur, og raular þá með Bimi Blöndal
í Ásbrekku, þótt ef til vill eigi hann
ekki blesótt til reiðar sjálfur:
Snjall mér bætir Blesi þor,
— blakks ei fætur rasa —,
bjartar nætur, von og vor
við mér lætur blasa.
Annars er hestavísan svokallaða oft
og tíðum ekki eingöngu um hross. Hún
(Framh. d bls. 17)
7