Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 15
A'iíf"" P'if/ if lúm / Stíkm^n v VOO^HItfC Hún leit upp, þegar hún heyrði fótatakið, og þau horfðust i augu i fyrsta sinn eftir réttarhöldin. skýringar eru óþarfar. Það talar allt sínu máli. Engin orð bæta fyrir það, sem þá var á okkur lagt, og ég óska þess, að þér minnizt ekki á þetta mál við mig.“ „Skilurðu það ekki, Esther, að ég gerði þetta nauðugur, að ég varð að gera þetta, af því að líkurnar voru fyr- ir hendi?“ Esther hnykkti til höfðinu. „Auð- vitað lítið þér þannig á málið. Af því að líkurnar bentu hingað og þér átt- uð hægt með að átta yður á þeim, þar sem þér höfðuð verið heimilisvinur hér um langan tíma, fannst yður allt annað einskis vert, og mikill sigur að finna morðingjann. Þér þekktuð okk- ur ekki betur en svo, að engin ástæða var til að hika. Það var sjálfsagt að ákæra okkur fyrir morð og draga okk- ur fyrir dómarann.“ Davíð reyndi enn að skýra málið: „Eru ekki opinber réttarhöld og sýkna betri en sektardómur almennings? Þú veizt, að margir grunuðu ykkur.“ „Og þér líka,“ greip Esther fram í, og rödd hennar var heit af reiði. „Ann- ars hefðuð þér haft hugrekki til þess að láta orðróminn eins og vind um eyrun þjóta. En nú getið þér farið að skemmta yður. Það er öruggt, að við verðum framvegis grunuð um morð eins og hingað til.“ Davíð stóð fölur og vonlaus undir orðum hennar. Hann fann, að engu varð til vegar komið þessa stundina. „Hvort sem þú trúir mér eða skilur mig, Esther, er það þó sannleikur, að ég gerði hið eina, sem ég áleit ykkur fyrri beztu —.“ Hún hlustaði ekki á hann, heldur fór inn og skellti aftur hurðinni. Davíð horfði á dyrnar um stund og reikaði svo niður malborinn stíginn. Þar mætti hann Páli Shannon, sem var að koma frá læknum. Indíánar og kynblendingar í nágrenninu vor- kenndu Páli, af því að hann var brjóst- veikur, en meðaumkun þeirra var blandin spotti, því að þeim þótti það háðulegt af ungum manni að geta ekki plægt rein eða höggvið trjárenglu. En Davíð þekkti Pál betur og vissi vel, að hann hefði aldrei orðið bóndi eða skógarhöggsmaður, þótt heilbrigð- ur væri. Páll var draumlyndur og hneigður fyrir skáldskap. Davíð var kunnugt um, að hann þráði það eitt að ástunda þau hugðarefni sín eftir því, sem heilsan leyfði, en ástæður allar voru honum tiltakanlega erfiðar. Systirin hafði verið honum einstak- lega góð, en hún gat ekki að því gert, að hann var einangraður í fásinninu og fór á mis við framhaldsmenntun nema það, sem hann hafði úr bókum. Davíð varð litið á moldugar buxur pilstins. „Nú hefur þú verið að grafa við lækinn, Páll minn. Það máttu ekki gera, því að það er allt of erfitt fyrir þig. Þú manst líka, að okkur kom saman um, að þú fengir peninga hjá mér eftir þörfum fyrst um sinn.“ „Ég hélt það gerði mér ekkert, þótt ég gaufaði við lækinn dálitla stund,“ anzaði drengurinn, lágum, hvíslandi rómi. Svo fékk hann ákafa hóstahviðu og studdist upp við trjábol. — „En Hklega hefur þú rétt fyrir þér.“ Davíð lagði hönd sína á granna öxl Páls. Hann dáðist að þrautseigju og hugrekki drengsins. „Páll,“ sagði hann, þegar hóstahviðan var liðin hjá. „Ég er að fara í ferðalag og verð burtu í nokkrar vikur. Þú verður að fara varlega með þig á meðan, svo að þú ofbjóðir ekki heilsu þinni.“ Hann þagnaði og tók nokkra gullpeninga upp úr vasa sínum. „Þetta er betra en ekkert í svipinn, en láttu systur þína ekki vita um það fyrir alla muni, því að hún misskilur algerlega afskipti mín af málinu. Ég vona, að þú gerir það ekki.“ „Ég veit, að þú varst að reyna að hjálpa okkur,“ sagði Páll. „Það var eins og að ganga gegnum eyðiskóg í niðamyrkri og sjá aldrei fylgdarmann- inn, heldur vita af honum og vita, að hann reyndi að bægja öllum hættum frá.“ Hann leit á gullið í lófa sér og hristi höfuðið. „Ég get ekki tekið við þessu, 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.