Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 2
{ Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 50.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Samvinnufélögin og jafnvæg- ið í byggð landsins ...... 4 Ferðalög íslendinga erlendis, eftir Ásbjörn Magnússon, forstjóra ................ 4 Glóðafeykir, félagstíðindi Kf. Skagfirðinga .............. 8 Heimsókn í vefstofu Karó- línu Guðmundsdóttur .... 9 Gerið landsmót samvinnu- manna að Bifröst sem glæsi- legast ................... 10 Vertu sæll, herra gentlemað- ur, smásaga eftir Stefán M. Gunnarsson ................11 Kaupfélag Súgfirðinga, Súg- andafirði................. 13 Ávarp til Kaupfélags Eyfirð- inga við sjötugsafmæli þess 1950 ..................... 14 Upphaf Skálholtsstóls, eftir Sigurbjörn Einarsson, próf. 15 Geðvonzkuhjal um málspjöll og nútíma skáldskap, eftir Sigurð Jónsson frá Brún . . 18 Gullið í Draugadal, fram- haldssagan, sögulok ...... 21 Sumartízkan 1956 ......... 23 Fréttir frá Gefjuni........29 JÚNÍ 1956 L. árgangur 6. 2 GREININA IJM ferðalög íslendinga erlendis skrifaði Ásbjörn Magnússon, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunn- ar Orlof. Ásbjörn telur hverjum manni nauðsynlegt að kynnast landi sínu, en engu að síður telur hann nauðsynlegt að bregða sér yfir pollinn og sjá sig um meðal erlendra þjóða og kynnast háttum þeirra. í fyrsta lagi skapast á því ríkari skilningur þjóða í milli. í öðru lagi víkka menn sinn eigin sjón- deildarhring og sjá eitt og annað, sem þeir geta hagnýtt sér heima fyrir. í þriðja lagi er það sérlega lærdómsríkt fyrir íslendinga að ferðast erlendis. Aldrei sjá menn betur þá óviðjafnan- fegurð, litadýrð og tign, sem ísland býr yfir, en einmitt þegar þeir koma heim frá útlöndum. ÞAÐ MÁ ÞVÍ telja líklegt, að þeir, sem hafa ferðazt erlendis, kunni betur að meta land sitt, og það er mjög æski- legt fyrir þá, sem í landinu búa. Það sem mesta athygli vekur erlendis í augum íslendings, eru mannvirki, forn og ný. Á íslandi er það fyrst og fremst náttúra landsins í öllum sínum óend- anlega margbreytileik, sem verður minnisstæðust og engin mannvirki jafnast til hálfs við þá fegurð. KAUPFÉLAG SKAFTFELLINGA hélt hátíðlegt 50 ára afmæli sitt þann 13. júní s.l., með veglegu hófi að Kirkju- bæj arklaustri. í Skaftafellssýslu hafa náttúruöflin gert lífsbaráttuna sérlega harða, svo að ástæða er til að fagna því, sem þar hefur gerzt til bóta fyrir atbeina samvinnustefnunnar. — Sögu Kaupfél. Skaftfellinga verður minnzt í Samvinnunni seinna í sumar. EYFIRÐINGAR MINNTUST í vor sjötugsafmælis KEA með glæsibrag eins og þeirra var von og vísa. Allt frá því er Hallgrímur Kristinsson endur- skipulagði kaupfélagið 1906, hefur KEA verið öndvegisfyrirtæki íslenzku samvinnuhreyfingarinnar. Þar hafa valizt til forustu dugandi menn, sem síðar haaf verið valdir til að veita Samb. ísl. samvinnufélaga forstöðu. En undir félagsfólkinu er samt mest komið. Það er sá afgerandi hlutur, sem mestu máli skiptir. ÞAÐ VAR ÞANN 19. júní 1886, að nokkrir bændur komu saman á höfuð- bólinu Grund í Eyjafirði. Þar hófst vísirinn að því, sem nú er orðið Kaup- félag Eyfirðinga. Félagið starfaði fyrst sem pöntunarfélag, en Hallgrímur Kristinsson tók upp enska skipulagið 1906, en það var að hafa verðlag kaup- manna og endurgreiða tekjuafgang. Þetta skipulag tóku svo kaupfélögin upp hvert á fætur öðru. NÚ VELTI Kaupfélag Eyfirðinga 180 milljónum á síðast liðnu ári og skilaði félagsmeðlimum sínum 1.3 milljónum króna. í vinnulaun greiddi félagið nær 22 milljónir á einu ári. í byggðunum við Eyjafjörð hafa þessi samtök verið haldgóð stoð í lífsbarátt- unni. Ekki sízt á Akureyri væri nú öðruvísi umhorfs án samvinnusamtak- anna. Félagsmenn KEA eru nú 4950. Þótt stjórn félagsins gerði dagamun með þessu samkvæmi í tilefni af sjö- tugsafmæli félagsins, hefur hún samt ákveðið að bíða með öll meiriháttar hátíðahöld þar til félagið verður 75 ára. Kaupfélagsstj óri KEA er Jakob Frímannsson og hefur hann verið það um tíu ára skeið. FJÖLDI MANNS hefur nú tilkynnt þátttöku í landsmóti samvinnumanna að Bifröst um verzlunarmannahelg- ina. Allt hefur verið vandlega undir- búið, en eins og oft áður: Mikið er undir veðrinu komið. íslendingar hafa lengi verið veðráttunni háðir og veðr- áttan óstöðug, eins og allir þekkja. Hér er um að ræða merka nýjung, sem án efa á eftir að efla félagsþroska og samheldni samvinnumanna. FORSÍÐUMYNDINA tók Þorsteinn Jósepsson. Myndina með smásögunni teiknaði Halldór Pétursson. f þessu hefti er að finna grein um upphaf Skálholtsstóls, eftir prófessor Sigur- björn Einarsson. í byrjun júlímánað- ar verður hátíðlegt haldið 900 ára af- mæli þessa merkasta kirkjuseturs á íslandi. Skálholtsstaður hefur nú ver- ið reistur nokkuð úr því kaldakoli, sem frægt er orðið að endemum. Allt er þó í rauninni óráðið um framtíð staðarins, en gott er að geta kinn- roðalaust sýnt gestum þennan fyrr- verandi höfuðstað fslands. Prófessor Sigurbjörn hefur verið einlægur bar- áttumaður fyrir endurreisn Skálholts- staðar og þar hefur hann unnið starf, sem verðskuldar þakklæti. GREININ UM þing 0g kosningar, sem birtist í síðasta blaði Samvinn- unnar hefur fengið mjög góðan róm, en samkvæmt glöggum mönnum er þar tvennt, sem missagzt hefur: Það mun vera árið 1904, að fyrst er kosið skriflega, en í greinnini var talið, að munnleg kosning hefði verið í síðasta sinn 1908. Þá mun Jón Pálmason hafa komið á þing 1933 en ekki 1934. Leið- réttist þetta hér með.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.