Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 12
straumþyngri, sem nær dregur ósn- um og sjórinn gleypir allt. Eins fer fyrir manninum, sem gengur undan hallanum, hann stanz- ar aldrei fyrr en sjór sorans og svalls- ins gleypir hann.“ „Mikið rétt,“ svara ég, „en ungur maður, sem leggur af stað eftir lífs- brautinni, hann á aldrei að fara út af sporinu, aldrei að stíga á veginn, sem liggur undan hallanum; hann skal eiga sitt eigið mark, sinn eiginn tind til að stefna sífellt að.“ Romnn horfði á mig drykklanga stund, og ég held hann hafi verið að hálfhlæja að mér, þar til hann sagði: „Vinur minn, þú ert þó nokkuð skynsamur, eða að minnsta kosti veiztu, hvað á að segja við menn eins og mig, menn, sem þarf að telja um fýrir og reyna að bæta, menn, sem hinir, þessir svokölluðu „gentle- menn“, með hatt og kúlu á magan- um, glápa á, þykjast vorkenna, en í mesta lagi fyrirlíta, ef þeir þá skeyta nokkuð um þá. Nei, kunningi, það er gagnslaust fyrir útigönguhrossin, að eigandinn fari og horfi á þau, ein- hvemtíma í góðu veðri, svo honum verði ekki kalt á meðan, nei, hann á heldur að fara og taka þau inn. Það er eins með okkur, þessa mannlegu gaddhesta, okkur hlýnar ekkert um hjartaræturnar, þótt á okkur sé gónt, við verðum ekki saddir af augnaráði annara.“ Við héldum áfram að sötra kaff- ið, regnið hélt áfram að falla niður frá myrkunt himninum, niður á hús- þök, gangstéttir, vörubíla, sendi- ferðabíla, lúxusbíla og jarðarbörnin. Hann, róninn, ég vissi varla, hvort hann var að tala við bollann eða mig, er hann sagði: „Einu sinni var ég lítill drengur og fann, að ég átti heima, heima, það var uppi í sveit, ég átti heima innan um blóm, sem grétu á morgnana, grænu grösin, fjallalautirnar, við bakka árinnar, sem liðaðist út dalinn með sléttum eyrum, klettabeltum, fjallagiljum, heimilum hvítra og mislitra kinda og lífsglaðra hrossa, ég er barn náttúr- unnar, alið upp við steinklöppunnar klapp og elfarsuð. Og þarna í þessum dal átti líka mamma heima, henni vildi ég nú allra helzt hossa á hnjám mínum, hún er nærri sú eina manneskja, sem mín diykkjusál ann, eina manneskj- an, sem minn sífulli heili man alltaf eftir. Ég óx upp, mér fannst ég vera orð- inn stór maður, þegar ég var 12 ára og átti svarta og mórauða kind og einn jarpan hest, ég var feiminn og roðnaði, þegar ég vissi af einhverj- um stelpum nálægt, stakk þá hönd- unum í vasann, horfði upp í loftið og þóttist vera að hugsa einhverja speki, raulaði jafnvel eitthvert kvæðalag eins og karlarnir, sem voru að byggja fjósið heima, og stelpurnar sögðu hí, hí, og þá hélt ég, að þær ætluðust til Það undarlegasta við dstina er, hvað maður er ófram- fcerinn, einmitt við pá stúlku, sem maður elskar. Mér fannst. ég alltaf vera leiðinlegur, þegar hún var einlivers staðar ncerri. L---------------------------------i að ég færi að líta á þær, en var stolt- ur og leit betur undan. Svo fór ég að byrja að fara á böll og horfa á fólkið dansa, öfunda ungu mennina, sem höfðu hugrekki til að bjóða upp stúlkunni, sem þeim leizt bezt á, og loks herti ég upp hugann og bauð upp einhverri Gunnu, sem var víst helmingi stærri en ég, setti hægri fótinn langt út og sló honum síðan aftur að þeim vinstri, síðan vinstri fótinn út og aftur til baka að þeim hægri, og þannig hjakkaði ég lagið á enda, en þá vorum við bæði, Gunna og ég, búin að fá nóg. Ég stækkaði meira, hugrekkið óx, fæturnir menntuðust í danslistinni, augun lærðu að blikka og handlegg- irnir þrengdust að mittum kvenna; ég varð skotinn, stundum tvisvar á dag, fyrst í eldri konum, seinna í ný- pipruðum stúlkum, og eftir gegnum- ferð allra þessara konuvökudrauma fór hugurinn og augað að leita til minna kvenkyns jafnaldra. Sextán ára dansaði ég minn fyrsta vangadans, það var aðeins einn dans, ég þorði ekki meira, hélt ég yrði skammaður þegar ég kæmi heim. Sumarið eftir hélt ég, að ég væri byrj- aður að elska og hefði fundið þá einu réttu, litla, Ijóshærða kaupakonu; ég fann titring í kringum hjartað og ónot í hnjánum, þegar ég sá hana. Þessi er þín, Stefán, sagði ég við sjálfan mig, og á okkar fyrsta samveruballi flýtti ég mér til hennar, bauð henni upp og við dönsuðum lengi saman þessa Jónsmessunótt, við dönsuðum út um dyrnar, út úr salnum og leidd- umst út í nóttina. Veiztu það, sagði ég, að fólk, sem veltir sér nakið í dögginni á Jóns- messunótt, fær bót allra sinna meina. Er það, svaraði hún, og brosti með sínum grænbrúnu augum. Svo er sagt, sagði ég, roðnaði og varð hálf feginn, að hún skyldi ekki leggja dýpri skilning í orð mín. Við leiddumst áfram úti í nóttinni, niður að stóru vatni, er hvíldi sig og svaf blátt, kyrrt og virtist botnlaust í Jónsmessunæturbirtunni, og úti á því syntu svanahjón. Við stóðum hlið við hlið og horfðum út á vatnið, á hinar nýtrúlofuðu álftir, mér fannst steggurinn hálf glotta til mín og segja: Já, Stefán, þú verður aldrei kvennamaður, ef þú þorir ekki einu sinni að kyssa stúlku. Ég beit á jaxlinn, laumaði hand- leggnum utan um hana og kyssti hana. Svo leit ég framan í hana og fannst hún horfa uppörvandi til mín, ég kyssti hana meira. Þannig leið þetta sumar, við kysst- umst, ef við hittumst á kvöldin. Eím haustið fór hún og ég fann, að lík- lega hefði ég ekki elskað neitt ógur- lega heitt þessa litlu kaupakonu. Hesturinn minn var drepinn, svarta kindin drapst úr mæðiveiki, mórauða rollan fór ofan í pytt, ég varð fullorðinn, fluttist hingað suð- ur og hér grætur malbikið, en blóm eru engin.“ Hann, róninn úr strætinu, þagnaði, ég hrökk við af hinni skyndilegu þögn, hin djúpa rödd var þegar orð- in svo tengd hug mínum, að mér fannst hann hljóta að verða að halda áfram. „Fórstu þá að drekka út úr leið- indum?“ spyr ég. (Frh. á bls. 25) 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.