Samvinnan - 01.06.1956, Side 8
GLÓÐAFEYKIR
Félagstíðindi kaupfélaganna í Skagafirði
Samvinnunni hefur borizt 1. hefti
2. árgangs, af Glóðafeyki, félagstíð-
indum samvinnufélaganna í Skaga-
firði. Er það hið ágætasta rit og mjög
lofsvert framtak hjá skagfirzkum sam-
vinnumönnum. Er þar hvorttveggja,
að víða er við komið um landsins
gagn og nauðsynjar og hitt, að ágæt-
lega er á pennanum haldið.
I orðsendingu til Skagfirðinga,
fremst í ritinu, er lögð áherzla á, að
ritinu sé ætlað að vera boðberi sam-
vinnustefnunnar um Skagafjörð og
treysta bönd félagsmanna við félögin.
A svæðinu eru þrjú kaupfélög: Sam-
vinnufélag Fljótamanna, Haganesvík,
Kaupfélag Austur-Skagfirðinga, Hofs-
ósi og Kaupfélag Skagfirðinga á Sauð-
árkróki. Kaupfélagsstjórar þessara fé-
laga gera skilmerkilega grein fyrir
rekstri og framkvæmdum félaganna á
árinu.
Gísli Magnússon skrifar greinina,
„Eflum Innlánsdeild K.S.“. Hann
telur, að um 2.800 manns muni nú
búsettir á félagssvæðinu og muni
sparifé þeirra nema samtals tíu til tólf
milljónum króna, enda þótt auðmenn
séu ekki í þeim hópi. Þetta fé verður
hvergi betur ávaxtað en í Innláns-
deildinni. Innlánsvextir í bönkum eru
nú 5% af fé, sem ekki er fest til langs
tíma, en Innlánsdeild Kaupfélags
Skagfirðinga greiðir 6’/4% og 7% sé
féð fest til fimm ára. Þrátt fyrir þetta
námu sparifjárinnlög í Innlánsdeild-
inni aðeins fjórum milljónum króna,
og telur Gísli líklegast, að athuga-
leysi sé um að kenna..
Þá er grein, sem nefnist „Samvinnu-
félag — hlutafélag“ og grein er um
Bifreiða- og vélaverkstæði Kaupfé-
lags Skagfirðinga, eftir Magnús á
Frostastöðum. Hann skrifar einnig
um hlutafélag það, sem Kaupfélag
Skagfirðinga og Sauðárkróksbær hafa
stofnað til fiskitöku og fiskvinnsiu.
Þá er í ritinu skýrsla um jarðabætur,
húsbyggingar, véla- og verkfærakaup,
framræslu og jarðvinnslu á vegum
Ræktunarsambands Skagfirðinga, ár-
in 1954 og 1955.
„Ásetning og heyöflun“, nefnist
grein eftir Harald Árnason. Hann
ræðir þar um hinn stöðugt lækkandi
fullþunga dilka, sem er mikið á-
hyggjuefni bænda og varpar í því
sambandi fram þessum spurningum:
1. Hafa bændur getað aukið heyöfl-
un sína samsvarandi stækkandi
bústofni, eða er lélegar fóðrað en
áður?
2. Eru beitilönd ekki yfirhiaðin af
sauðfé og hrossum?
3. Féð tollir illa í afréttum og kem-
ur snemma heim. Liggur þá oft
við girðingar og aðrar hindranir,
þar sem beit er rýr.
4. Verður féð ekki of skylt vegna
langrar notkunar sömu hrúta, en
of mikill skyldleiki veldur yfir-
leitt léttun í lítt ræktuðu fé.
Þá er að finna samanburð á slátur-
fjártölu hjá kaupfélögunum í sýslunni,
grein um arðsúthlutun til félags-
manna, eftir Martein Friðriksson,
Kaupfélagsþanka, eftir Gísla Magnús-
son, Neista úr Eiríks sögu rauða,
Grænlendinga sögu og Þorfinns sögu
karlsefnis um hinn fyrsta hvíta mann,
sem búsetu hafði í Vesturheimi,
Þorfinn karlsefni. Að sjálfsögðu prýðir
ritið skagfirzkur ljóðaþáttur, en
ljóðsmíðar hafa lengi verið Skagfirð-
ingum lagnar.
Að lokum er stutt grein eftir Ó. S„
sem nefnist, Kjörorð nútímans, og fer
hún hér á eftir:
„Mig setti hljóðan, þegar ég heyrði
boðskap Bandaríkjaforseta í vetur, að
taka þyrfti úr ræktun milljónir ekra,
til þess að forðast offramleiðslu og
verðfall á búvöru.
Á undanförnum árum hefur Banda-
ríkjastjórn keypt vörur af bændum
fyrir 44 milljarða dollara til þess að
halda verðlagi landbúnaðarvara hæfi-
legu fyrir framleiðendur og forða
undirboði.
Nú þarf stjórnin að selja eða hálf-
gefa, t. d. 6 milljónir lesta af smjöri
(fyrir utan kornmat). Það er lagleg
„Grásíða"1), sem það geymir. Þó
i) Grásíð'a nefndist skemma, sem drepið hafði
verið í smjöri, eða hlaðið smjörbelgjum hilfa
skemmuna frá miðstoðum út í vegg eftir endi-
löngu.
hefur fólki fækkað, sem landbúnað
stundar, úr 80% af þjóðinni um alda-
mótin og niður í 12%. Þetta gera vél-
amar og betri verkkunnátta við með-
ferð jarðargróðans og hirðingu bú-
smalans. Fækka handtökum — spara
mannsaflið — er kjörorð nútímans.
Það er brennandi spursmál verald-
arinnar í dag, að framleiða sem mest
og sem ódýrast hvort sem um er að
ræða fiskveiðar, landbúnað eða iðn-
að. Þá fjölgar kaupendum, neyzla vex
og þar með velmegun.
Það er hið hagræna yfirlit um
rekstur framleiðslugreinanna, sem er
aðal þungamiðjan. Nettó arðurinn
einn er það, sem afgerandi þýðingu
hefur fyrir framleiðandann.
Danskir bændur munu vera einna
fremstir um nákvæmni í reiknings-
haldi um búskap sinn og láta hús-
freyjurnar heldur ekki sitt eftir liggja.
Húsfreyja ein á dönsku stórbýli
stærði sig af því við íslenzkan vinnu-
mann, sem hún hafði um tíma, að
fæði vinnumannsins kostaði 17 aura á
dag hjá sér. Þetta var 1909. íslend-
ingurinn svaraði því til, að ekki væri
hægt að fæða hund fyrir þá upphæð
á Islandi.
Efalaust höldum við, íslenzkir
bændur, í humátt á eftir stéttarbræðr-
um okkar á þann hátt, að framleiðslan
vex án þess að fólki fjölgi að sama
skapi, sem að landbúnaði vinnur. En
okkur hefur yfirsézt um tíma, að
framleiða mjólk allt að 1/5 hluta og
kjöt að nokkru á útlendu fóðri, sem
nefnt er fóðurbætir.
Við eigum að fóðra á kafræktuðu
og vel verkuðu heyi, bæði þurru og
votu. Það er ekki síður hægt nú, en í
gamla daga. Þá voru til kýr sem mjólk-
uðu 24 merkur í mál og voru fóðraðar
á töðu einni saman.
Því sagði Björn stórbóndi á Hofs-
stöðum, sá sem kom við líkamál
Reynistaðarbræðra: „Hvar finnast nú
(Frh. d bls. 10)
8