Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 22
alla tíð hafa verið grun þinn, að ein- hver launmorðingi hafi drepið Mc Pherson, til að komast yfir uppdrátt af gullsvæði. Hversvegna léztu þá handtaka Shannon systkinin og draga þau fyrir dóm?“ „Þeim til öryggis, herra,“ svaraði Davíð. „Þú vissir, að flestir álitu vitnisburð þeirra ósannan. Andstað- an gegn þeim var að magnast, unz þar var komið, að mér fannst, að ég vrði að gera eitthvað. Það eru alltaf til menn, sem vilja blanda sér í málin og taka lögin í sínar hendur. Eg varð að halda vörð um Shannon húsið hverja nótt í heila viku. Mér virtist, að opinber handtaka, yfirheyrsla og sýknun væri eina leiðin til að koma í veg fyrir annað verra.“ „En hversvegna sagðirðu ekki Esther frá þessu?“ „Hún hafði nógar áhyggjur fyrir yfirheyrsluna, enda þótt ég léti hana ekki vita, að tvisvar kom ég í veg fyrir, að flokkur manna réðist á þau systkini að næturlagi. Nú, eftir yfir- heyrsluna, var hún svo bitur, að hún hlustaði ekki á mig.“ Haley horfði fram fyrir sig hugsi. Að lokum sagði hann: „Ég held ég fari og tali við Esther, Kirke. Þessi saga léttir þungu fargi af henni og Páli bróður hennar. Ég ætla að segja henni allt, sem þú hefur sagt mér. Ég held, að þú sért ekki nógu dug- legur að skara eld að þinni eigin köku. Eg er viss um, að hana langar til að sjá þig og þakka þér. Ef þú verður kyrr hérna, sendi ég hana til þín.“ Davíð mótmælti ákaft. „í guðanna bænum — ekki núna, herra. Sjáðu, hvernig ég lít út. Ég þarf að raka mig og hafa fataskipti.“ „Nei, það er dálítið annað, sem þú veizt ekki um konur,“ sagði Haley. „Hún hefur ekki áhuga fyrir að sjá þig fægðan og skafinn. Þú brauzt með harðræði yfir tvö þúsund mílna hættu- svæði vegna hennar, og þessvegna ertu svona og þessvegna ætti hún að sjá þig núna.“ Davíð horfði á lögregluforingjann út um gluggann, þar sem hann gekk yfir að húsinu hinum megin við flutn- ingavagnana. Hann hafði ekki augun af dyrunum, þótt hann annars væri útkeyrður og svefnlaus. Honum virt- ust þessar mínútur aldrei taka enda. Honum fannst óvissan óþolandi, en þegar hann að lokum sá Esther koma út, gekk hann út á móti henni. Langt í vestri var sólin að hníga bak við hrikalega fjallgarða og kvöld- nepjan var köld. Skuggana af hæstu tindunum bar upp á himininn. Þegar hann mætti Esther á stígn- um bak við lögregluskálann, snar- stoppaði hún og leit á hann. Hún sá og skildi öll merki, sem þessi hættu- lega för hafði markað og það hennar vegna. Hún tók í hönd hans og sagði: ,,Viltu fyrirgefa mér, Davíð?“ Hann vissi varla, hvað hann átti að segja og leit vandræðalega niður á mölina. „Þetta var — næsta erfitt fyrir alla, sem hlut áttu að máli, en nú er það liðið,“ tókst honum loks að stynja upp. Síðustu geislar sólarinnar glóðu á hári hennar. Hann tók undir hönd hennar og sagði: „Við skulum ganga spölkorn. Það er svo margt, sem ég þarf að segja þér, Esther. Margt, sem áður var ekki hægt að segja, en nú get ég sagt það, — ef þú vilt hlusta.“ ENDIR. Upphaf Skálholts- stóls (Framh. af bls. 17). ið „vænn maður að áliti og vinsæll við alþýðu og alla ævi réttlátur og ráð- vandur, gjöfull og góðgjarn, en aldrei auðugur.“ Upphaf biskupsdóms á Islandi er farsællegt. Fyrsti biskupinn er há- menntaður maður á kirkjulega alþjóð- arvísu og ágætur Islendingur. Hann er ósérplæginn áhugamaður um vöxt og viðgang kristninnar og atkvæða- samur menntafrömuður. Sízt hefur hann fyrir metorða sakir tekizt á hendur vanda hirðisstarfsins — það hefur raunar enginn góður biskup gert, hinir munu oftast nokkuð auð- þekktir. Starfið var allt annað en eft- irsóknarvert, þegar. Isleifur tók við því. Enda ber sögum saman um það, að hann hafi haft „nauð mikla á marga vegu í sínum biskupsdómi“. Kristnin var ung og lítt rótgróin, bisk- up fátækur alltaf, „fönglítil en aðsókn mikil og var af því honum erfitt bú- ið“, landsmenn lögðu honum lítið eða ekkert til uppeldis sér og til uppbótar á þeim kostnaði, sem hann hlaut að hafa vegna starfs síns. Dómkirkjan hafði engar tekjur, biskup hefur orð- ið að kosta viðhald hennar og þjón- ustu af eigin efnum. En þótt ísleifi yrði minna ágengt til siðbóta en hann vildi og væri mæðu- samt í biskupsdómi mun hann með vissu verða talinn einn atkvæðamesti lánsmaður þjóðarinnar. Ávöxturinn af lífsstarfi hans kom ekki í ljós fyrri en eftir hans dag, en hann lagði öruggan grunn að áliti og sæmd þess embættis, sem kirkjan átti mest undir og þjóðin þá um leið. Því ollu trúarheilindi hans og mannkostir. Hann bjó hið bezta í haginn fyrir son sinn og eftirmann á Skálholtsstóli, mikilmennið Gissur, og þá ágætu menn aðra, er síðan tóku við. En Guðbrandur Vigfússon segir rétti- lega í formála sínum fyrir Biskupa- sögum: „I tíð sjö hinna fyrstu biskupa í Skálholti hefur Island efalaust lifað sína fegurstu daga. Aldrei hefur slíkur friður verið í landi sem þá og um sjálfa biskupana mátti með sönnu segja það, sem Gissur Hallsson sagði í líkræðu sinni yfir Þorláki biskupi, að „sá þótti hverjum beztur, sem kunn- astur var“.“ Þegar íslenzka þjóðin heldur á þessu ári hátíðlegt níu alda afmæli íslenzks biskupsdóms, minnist hún upphafsins að hinu lánsamlegasta grózkuskeiði í sögu sinni. Brautryðjandinn, fyrsti biskupinn, er hógvær maður, traust- ur og heill í trú sinni og bæn og hinn mesti nytjamaður. Hafa fáir hlotið eftirminnilegri vitnisburð en þann, sem Jón biskup Ogmundsson, hmn vitrasti maður og helgur talinn, gaf honum, en honum varð það á munni jafnan, þá er hann var staddur hjá því, er menn ræddu sín á millum um þá menn, er bezt þættu að sér vera: „Svo var ísleifur, fóstri minn“. En er menn spurðu: „Hver gat nú hans?“, svaraði Jón biskup: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs marins getið, hann reynda eg svo að öllum hlutum“. 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.