Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 25
„Vertu sæll, herra gentlemaður" (Framh. af bls. 12) „Ég vil meira kaffi,“ svaraði rón- inn. Það var búið úr könnunni, ég kall- aði í frökenina og bað um ábót. Við fengum svart, heitt kaffi í bollana. Við drukkum þegjandi, hlustuðum á regnið. Eftir nokkra stund byrjaði hann aftur að tala. „Eg held, að það sé sagt um flesta ólánsmenn, sem drekka, eða eru eitt- hvað öðruvísi en aðrir,“ sagði hann. „Hann varð svona út af einhverjum kvenmanni.“ „Það getur meira en satt verið, að margur fari í hundana út af kvenmanni, en ekki einhverjum, heldur aðeins einhverri einni vissri stúlku. Ég fluttist hingað suður, var tvo vetur í skóla. Ég átti mitt eigið mark, sem ég vildi stefna ákveðið að. Það var eitt kvöld, að ég var einn uppi á Skólavörðuholti og horfði á stjörnur himinsins, þá tók ég sérstaklega eftir einni lítilli, skærri í austri, og þá hét ég því í áheyrn Leifs „heppna“. A meðan þessi stjarna logar og ég lifi, skal ég sífellt stefna upp á við í mannfélaginu í áttina til hennar. Á meðan ég sé hana loga, er ég á réttri leið; þegar hún sést ekki, hef ég farið út af sporinu og þá skal ég ekki hætta fyrr en hún skín aftur. Þessi stjarna var mitt Ieiðarljós, hún var minn tindur. Ég lifði góðu lífi, var í skólanum á daginn, fór oft út á kvöldin, oftast nær í bíó eða aðeins í kaffihús, Gilda- skálann eða Höllina, átti góða vini, sem voru mínir skólabræður og bræð- ur í andanum, við leyfðum engum á- hyggjum að setjast að í hug okkar, sungum úti á götu, stríddum ráfandi sálum á rúntinum, og fólk leit á okk- ur sem einhverja strákhálfvita, en við létum sem við vissum ekki af því, okkar lífsregla var: Skammastu þín ekki fyrir neitt, sem þú gerir, viður- kenndu það að minnsta kosti ekki fyr- ir neinum, hafðu þor til að standa frammi fyrir öllum heiminum og segja: Þetta hef ég gert. Svo, ég held það hafi verið fyrir einhverja tilviljun, kynntist ég ungri stúlku, sem mér fannst fullkomleg í alla staði; hún var svarthærð, grönn, með rjóðar varir, vel klædd, hafði yndislega rödd og augun, þau voru ekki aðeins grænbrún, þau voru líka grá. Hún var skynsöm, skemmtileg, og í hlátri hennar var fegursti hljóm- ur allra hljóma. En því miður þá vissu fleiri en ég að þessi stúlka var til, og þá fékk ég að kynnast því, að ekkert er til jafn ólánlegt eins og þegar manni er vel við meðbiðil sinn.“ Hann, róninn, þagnaði hér aftur í frásögn sinni. Við litum báðir á fólk- ið, sem sat í sölum Brytans, sumir drukku kaffi, aðrir bjór, pilsner eða kóka kóla, enginn þóttist vita af okk- ur, enginn leit svo lágt, að hann sæi þetta olnbogabarn mannkvnsins. Við fengum okkur kaffi í bollana, höfðum mola með, vöfflurnar voru búnar. Ég beið þess, að hann, róninn, héldi áfram tölu sinni, og hann hélt áfram. „Trúir þú á Guð?“ sagði hann. „Ég trúi á Guð. Þess vegna var á þessnm árum, að þegar mér fannst lífið erfitt, þá bað ég til Guðs, sérstaklega á kvöldin áður en ég fór að sofa; ég bað hann að leiða mig við hönd sína í gegnum lífið, ég bað hann hjálpa mér til þess að gera rétt, aðeins það, sem rétt væri, ég bað hann að blessa for- eldra mína, systkini mín, og ég end- aði allar mínar bænir á því að biðja Guð að blessa og gleðja hana, stúlk- una, sem ég elskaði. Mér fannst allt- af, að þegar birti og létti yfir fram- tíðinni, er ég þannig hafði beðið Guð um hjálp og styrk. Ég bað Guð að blessa stúlkuna, sem ég elskaði, það var þessi svart- hærða með þrílitu augun. Þannig leið þessi vetur, að við buð- um henni stundum út á kvöldin, ég og meðbiðillinn, til skiptis. Stundum fannst mér, að ég mætti hafa ein- hverja von, stundum fannst mér allt vonlaust, ég leit þá í austur til stjörn- unnar skæru, hún logaði enn og mér fannst hún örva mig, ég hresstist og hélt áfram. Um vorið fór ég burt úr bænum; ég hugsaði um hana allt sumarið, en ekkert breyttist. Um haustið var allt eins og áður. Hún fór með mér tvisvar eða þrisvar í bíó, ég þóttist finna, að henni væri eiginlega alveg sama um mig. Einu sinni sagði ég þó við hana: Einhvemtíma ætla ég að biðja þig að verða konan mín, hvað heldurðu að þú segir þá? Þetta einhverntíma kom aldrei, það hefur ef til vill verið mér að kenna. En þótt hjartað í mér brynni af elsku og þrá, þá fannst mér samt ég aldrei hafa ástæðu til þess að fara lengra. Það undarlegasta við ástina er, hvað maður er óframfærinn, einmitt við þá stúlku, sem maður elskar. Mér fannst alltaf ég vera leiðinlegur, þeg- ar hún var einhversstaðar nærri. Ég heyrði hana hlæja að því, sem aðrir voru að segja, ég sá hana lofa öðrum að kyssa sig á kinnina, ég heyrði hana segja öðmm, að þeir væru alveg dá- samlegir, en ég, hún virtist ekki vita, að ég væri til. Veit hún ekki hvað ég elska hana? sagði ég þá oft við sjálfan mig. Jú, hún hlýtur að vita það, ég er bara svona Ijótur og leiðinlegur og henni er alveg sama um mig, nema sérhver kvenmaður sé hreykinn af því að vera elskuð af sem flestum. Hún hætti að vilja fara út með mér. Verðurðu ekki voðalega vond- ur, sagði hún. Nei, nei, svaraði ég og lét ekkert á mér heyra né sjá, það er allt í lagi, góða skemmtun, vinan. En ég er viss um, að engan dreng hefur langað eins mikið til að gráta ofan í koddann eins og mig þá á kvöldin. Eg sagði henni einhverntíma: Mín lífsregla er að koma alltaf fram sem „gentle“maður. Ég, þessi skrifstofu- blók, þóttist ætla að verða góður maður, eiga heimili, yndislega konu, er spilaði fyrir mig á gítar á kvöld- in, þegar ég væri kominn heim úr vinnunni og búinn að kveikja í píp- unni minni. Ég þráði að vera öðrum til góðs og gera aðra hamingjusama. Ef til vill hefur það verið vegna þessarar „gentle“mennskulöngunar, sem ég óskaði þeim til hamingju, þeg- ar þau opinberuðu. Það kvöld fór ég einn í bæinn, það var stjörnubjartur þorrahiminn, ég var innilega hryggur. Þá sá ég enn stjörnuna skæru í austri, mér famist hún hrópa til mín: Stefán, Stefán, vertu hughraustur, en þú skalt ekki byggja þína eigin hamingju á óham- ingju annarra. Það hef ég heldur ekki gart, svaraði ég, og því er komið eins 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.