Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.06.1956, Qupperneq 9
Heimsókn í vefstoíu Karólínu Guðmundsdóttur Á Ásvallagötu 10 í Reykjavík er merkileg búð, sem ekki lætur þó mik- ið yfir sér. Þar eru hvorki salarkynni né stórir sýningargluggar, búðin snýr meira að segja ekki út að götunni. Eigi að síður er þess vert að líta þar inn. Þar er handunninn vefnaður í hólf og gólf, staflar af dýrindis á- klæðum, gluggatjaldadreglum, reflum, veggteppum með ævintýramyndum, telpukjólum og púðum. Þar eru teppi með íslenzkum sauðalitum, sem út- lendingar einir kaupa nú orðið, þar er vefnaður í öllum regnbogans litum. Sjálf vefstofan er við hliðina á búð- inni. Þar eru nokkrir vefstólar, virðu- lega snjáðir eftir margra ára slit. Tvær konur sitja þar og slá vef. En eigandi fyrirtækisins og driffjöð- ur er frú Karólína Guðmundsdóttir og hún lætur ekki sinn hlut eftir liggja. Hún hefur haft vefnað f stórum stfl síðan 1938 og athyglisvert er það, að hún hefur næstum eingöngu ofið úr Gefjunargarni öll þessi ár og telur það taka öðru fram. Það mun nú orðinn allvænlegur bingur af Gefjunargarni, sem Karólína hefur notað, en hún hef- (Frh. d bls. 27) Fjórar vnismunandi gerðir áklœða, sem ofin haja verið á vefstofu Karólinu Cuðmundsdóttur. Að neðan er teiknuð fyrirmynd að veggteppi, sem Kalólina selur ásamt efninu i pað. Myndin er úr Friðpjófs sögu og sýnir Ingibjörgu og Frið- pjóf sitja að tafli. Efsta myndin sýnir telpukjóla, sem ofnir eru d vefstofu KaróUnu. Miðmyndin er af dáfögru veggteppi og á þeirri neðstu er púði. 9

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.