Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Side 4

Samvinnan - 01.06.1956, Side 4
Ferðalög Islendinga erlendis Eftir Ásbjörn Magnússon, forstjóra Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar 1945 hófst nýtt tímabil í sögu mann- flutninga og ferðamála yfirleitt. Eftir innilokun og ferðahöft ófriðaráranna brauzt ferðaþráin út í hvers manns brjósti, allir vildu kynnast af eigin sjón og raun landshögum og þjóðfé- lagsháttum jafnt nágranna sem fjar- lægari þjóða. Ollum var ljóst hvílík ógæfa styrjöldin hafði verið mann- kyninu í heild og nú voru allar hend- ur á lofti til að taka til við upp- byggingu þeirra landa, sem verst fóru út úr átökunum. Lögð var áherzla á að kynna þjóðirnar hver annari, því slík kynni eru ein traustasta stoðin undir friði og menningu. En nú var við marga örðugleika að etja, stór landsvæði voru í rúst- BaÖstrandir haja mikiÖ aðdráttarafl fyrir ferða- menn, og nú orðið er dvöl á slikum stöðum á fœri almennings jafnt sem auðkýfinga. Á mynd- inni sést Miðjarðarhafsströnd Fraklands (Cote d’azur). um, þéttbýlustu borgir meginlands- ins svo til þurkaðar út. Samgöngu- kerfi, vegir, járnbrautir og flugvellir Evrópu stórskemmt og skortur á sjálfum flutningatækjunum svo sem járnbrautarvögnum, bifreiðum, skip- um og flugvélum. Ennfremur voru langflest gistihús stærri borganna ónothæf vegna skemmda og áníðslu án nokkurs viðhalds um árabil. Mestur hluti þjálfaðs starfsfólks dauður eða við önnur störf. Þrátt fyrir þessa dökku mynd, sem blasti við forystumönnum á svjði ferða- mála, ruddust þeir ótrauðir fram á völlinn og tóku til við endurskipu- lagningu og uppbyggingu. Við hlið þeirra kom fram nýr flokkur manna, sem ekki hafði kveðið neitt verulega að fyrir styrjöldina, en það voru brautryðjendur flugsamgangnanna. Nú skyldi ekki látið sitja við það eitt að endurbyggja gistihús og samgöngur, sem fyrir höfðu verið, heldur auka og margfalda allt langt fram yfir það sem verið hafði á blómatímunum milli styrjaldanna. Ferðalög áttu ekki að vera fyrir efn- aðri borgara og yfirstéttir eingöngu, öðru nær. Nú skyldi hinn almenni borgari, launþeginn, ferðast og með því átti hann ekki aðeins að veita sér ánægju og hvíld. Aukin kynni áttu að auka vináttu og samhug þjóðanna og jafnframt sem afleiðing af því áttu efnahagssamskipti þjóð- anna að vaxa svo að uppbygging annarra atvinnuvega yrði sem hröð- ust. Þannig hugsuðu þessir menn, er þeir stóðu fyrir framan sundurtætt gistihús og eyðilögð samgöngutæki, með tvær hendur tómar. En eins og ávallt fyrr kom hjálpin þegar neyðin var stærst, einlægir hugsjónamenn í Bandaríkjum Ame- ríku buðu fram fé og tæknilega að- stoð til þess að koma málunum í höfn. Marshall Iagði fram 675 millj- ónir dollara á árunum 1949—1952, eingöngu til endurriesnar eldri og byggingar nýrra gistihúsa, vega, járnbrauta og flugvéla. Bróðurpart- urinn af þessu fé fór til Frakklands, Þýzkalands, Ítalíu, Bretlands og Austurríkis, en mörg önnur ríki fengu ríflegan styrk. Bæði Danir og Norðmenn byggðu gisti- og veitinga- hús fyrir Marshallfé. Við þetta jókst gistirúm Vesturevrópulandanna um 500.000 á fáum árum. Enn voru örðugleikar þar sem var gjaldeyris- skortur hjá flestum Evrópuþjóð- anna, svo að ekki var hægt að veita nema lítið eitt til ferðalaga. Einnig hér komu Bandaríkjamenn til sögunn- ar og lögðu fram stóra fúlgu dollara 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.