Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 19
hempunni íslenzku með áherzlu á fyrra atkvæði og öll hljóð heyranleg. Þeir syngja í stað þess „aIlÚ“ há- laust með hlunk í rassinum. Leikarar margir fara með ljóð eins og laust mál væri, leggja allan þungann á einstök atriðisorð án þess að leiða hugann að kliði og kveðandi, sem er þó annað innihald Ijóðs og stundum það fyrsta. Ég tek ekki dæmi, af því að ég er ekki nógu mikil hermikráka til þess að geta æfingarlaust náð þeirri framsetn- ingu, sem mér býður svo við, að ég vil ekki æfa hana. En hvað veldur þessu? Eru það hin svokölluðu órím- uðu ljóð, sem eru að sýkja út frá sér með taktleysi og kliðbrigðum? Ég held varla. Þau kann enginn og þeir, sem lesa þau, eru flestir menn með festu í málfari og að minnsta kosti orðnir altalandi. Af öllu því, sem mér kemur til hugar, finnast mér líkleg- astir tveir aðilar: dægurlagatextarnir og útlendingaveran. Annað er samn- ingsbundið og ekki hér til umræðu. Hitt er vissulega ógeðslegt fyrirbæri. En það er sungið og haft um hönd. Mislukkuð moðbáss vísa var limuð sundur inni í baðstofunni, ef hún gleymdist ekki á leiðinni milli fjóss og bæjar og er heft heima enn þann dag í dag vegna sóma heimilisins, ef hún fæðist í fámenni, en útvarpið glamr- ar dægurlögin og danslögin sýknt og heilagt og hamrar þetta geðslega fylgi- fé þeirra í hvers manns vitund. Þótt drengilegt skáld hætti mannorði sínu við slíka framleiðslu og geri til þess- ara nota þóknanlegt kvæði með heil- brigðri hugsun og að réttum lögum ríms og máls eins og hent hefur, þá er það sjaldgæft eins og fíflar á jóla- föstu. Margt af textunum minnir helzt á lampaspritts óra andlauss róna og gegnir furðu, að nokkur skuli bera sér það í munn. Og að svo miklu leyti, sem nokkurt lag er á þeim, em þeir sniðnir eftir lögum, sem samin voru fyrir mál með annað hljóðfall en okk- ar. Þegar Matthías Jockumsson þýddi Friðþjóf, sniðgekk hann í fyrstu út- gáfu frumbrag eins kvæðisins, taldi hann svo vandkveðinn á íslenzku, að hann gerði aðeins af honum sýnis- horn, þótt síðar lyki hann kvæðinu öllu þannig. Nú þykjast menn ekki þurfa slíks við til að fella íslenzk orð að suðrænum háttum og söngvum. Allt er látið vaða, og afleiðingar þess, eða ýmissa annarra spillinga, láta sig ekki án vitnisburðar. Ef til vill þyki ég of orðljótur um þetta fyrirbæri, en er unnt að vera mjúkmáll um mis- þyrmingu eins hins göfugasta tungu- máls undri sólunni, þegar auk heldur þeir menn vinna verkið, sem sjálfir ættu málsins að njóta og málið að vernda? Herflokkur kemur í annað land, eyðir þar mannvirkjum, drepur íbúa og kúgar ef hann getur. Það er ekki talinn glæpur, nema enn níðingslegar sé unnið en tíðkast í stríði á þeim tíma, en hópur manna annar tekur sér fyrir hendur að gera samfélagi sfnu eigin allt það mein, er hann má. Það heita landráð. Hvern skollann heitir þetta með málið? Spurt kynni að verða, hvort á- herzlubreyting sú, sem ég bef getið um, sé nú svo stórhættuleg, lesið gæt- um við fornar bókmenntir eftir sem áður og myndað nýjar, þótt við glet^ptum öll háin framan af þeim orð- um„ sem eiga að hafa þau eins og allra versta símastúlka íslenzk eða sót- ugasti Lundúnabúi. Og satt er orðið, en samt er eitt misst: hljóðfall og feg- urð ljóða hlyti að týnast, það er að segja þeirra, sem þegar eru kveðin, nýja mállýzkan þyrfti nýja kveðandi og þau yrðu ekki lærð. En með því að hætta að kunna utanbókar það, sem í því og því höfði tollað gæti, týndist íhaldsemi við réttar orðmyndir, mál- ið yrði óskapnaður fyrst, ekkert síð- ast. Náttúrlega gætum við lært annað tungumál jafnframt gleymsku eigin tungu: ensku, rússnesku. Hver veit það? En lítum aftur í tímann. Sagan endurtekur sig stundum. Við höfum nýlega endurheimt frelsi okkar eftir nálega 700 ára undirokun, sem að lokum gekk svo nærri þjóð- inni, að íslendingum hafði fækkað af hor og hungursóttum kannske um helming frá lokum þjóðveldistímans. En á meðan deildist ekki íbúatala næstu landa, hvorki með tveimur né neinni annarri tölu, hún markfaldað- ist. Þessi frelsisheimt kostaði okkur ekki einn dropa blóðs eða skinnflipa og við fengum fjármuni með frelsinu, þótt enn þyki sumum á skorta. Og við fengum þetta fyrir bók- menntastarfsemi liðinna manna að mestu; tel ég núlifandi stjórnmála- mönnum fullgoldið, ef þeirra er getið sem góðra hluthafa í verkinu, sem annars verður að þakka: Ara, Snorra, Hallgrími, Jónasi og Jóni Sigurðssyni og öllum hinum óþekktu fornritahöf- undum, leikmönnum sem lærðum. Væri því athugandi til hugsanlegrar eftirbreytni, hvernig þessum mönnum tókst að vinna slíkt afrek. Það kann að vera frekja að trana fram skýringu á svo auðvituðum hlut og móðgun við heilbrigða heila, en þetta ætla ég réttast: Með því unnu þeir — alfún- ir í jörðu niðri eða enn rotnandi — afkomendum sínum sjálfsforræði að öðru sinni, að rækta svo á meðan þeir lifðu málfar sitt, hugsun, fegurðar- skyn á framsetningu og sjálfa rökfim- ina, að ekki þótti annað sæmandi en niðjar slíkra manna fengju að njóta mannlegra réttinda. Og hvernig ræktuðu þeir mál sitt, juku smekk sinn og hæfni? Á meðal ungra manna, sem enn leika þeim Iist- ina eftir, er einn, sem hefur skýrgreint verknaðinn og gert öðrum grein fyrir, hvernig hann varð að þeim manni, sem hann er, og er það dr. Jón Helga- son frá Rauðsgili, en þroskaferil hans má lesa í tveim síðustu línum sonn- ettunnar, sem heitir: Eg kom þar. Hann — „agaði mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein.“ Hann — „efldist að bragstyrk við orð- kynngi heiðinnar drápu.“ En þessi varnartæki þjóðfrelsis og menningar, þessi sóknaröfl til aukinn- ar sjálfs- og annarra -virðingar er ver- ið að eyðileggja. Bragliðaslit og rímfelur margra flytjenda talaðs máls þykja kannske fín og listræn í bili og þau kunna að vera lærð í góðri trú og af þraut- menntuðum listamönnum erlendum, en þau eru þó tekin eftir öðrum tungumálum, sem öðrum lögum fylgja. Þau kunna að tota upp ein- hverjum öldufaldi á pallflatri dönsku, en hér eiga þau ekki við. Foreldrar þeir, sem það vilja og geta, senda börn sín á dansskóla til þess að læra þar fegurri framkomu en annars fengist. íslenzkt mál hefur lengi haft sinn eigin dansskóla og gef- izt hann vel: rímsmíðið, ljóðagerðina. Á meðan til hennar er vandað, er ht'm (Frh. á bls. 29) 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.