Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 21
„Hvað með Daoust — ertu búinn að ganga frá honum?“ Indíáninn kinkaði kolli. „Barði hann í hausinn með tjaldsúlu. Þurfti ekki meira. Batt hann eins og sauð- kind.“ Itai?Po beygði sig yfir Mecklin og batt hendur hans. „Agætt,“ sagði Davíð, sprengmóð- ur eftir átökin. „Nokkuð séð eftir af Greever?“ „Hann kemur ekki aftur,“ rumdi í Itai-Po. Hann heldur áfram að hlaupa. Viltu, að ég reki slóðina hans?“ Davíð hristi höfuðið. „Nei! Okkar hlutur er góður. Látum hann fara.“ Davíð visssi, að á þessum reginöræf- um hafði Greever litla möguleika til að komast lífs af, matarlaus, byssu- laus, bátslaus og án nokkurrar mann- legrar samfylgdar. Hann sagði: „Við höfum hér tvö vitni og nú eigum við það verk fyrir höndum að fara með fangana til baka yfir Klettafjöllin.“ Haustkaldur, þungbúinn septem- berdagur hefur runnið sitt skeið og sólin er komin vestarlega. Snjáðum Indíánabát er róið niður Bjarnarána og upp í vík eina. Davíð, Itai-Po og fangarnir stíga upp úr bátnum og þramma upp stíginn til bækistöðva Fjallalögreglunnar. Þeir voru allir ferðlúnir og þreyttir eftir langa og hvíldarlausa ferð yfir Klettafjöllin. Tvo síðustu sólarhringa höfðu þeir farið tvö hundruð og þrjá- tíu kílómetra án hvíldar. Þeir heyrðu undrunaróp, um leið og þeir gengu fram hjá hesthúsi lög- reglustöðvarinnar og Dusty Goff þaut út með hrossakamb og bursta í hendi. „Drottinn minn dýri,“ sagði hann með öndina í hálsinum. „Hvar í ó- sköpunum hefur þú verið? Og hvaða labbakúta ertu með þarna, ríg- bundna?“ „Farðu með þá í fangageymsluna og læstu vandlega, Dusty,“ sagði Davíð. „Sjáðu um, að þeir fái eitt- hvað að borða og að þeir geti sofið. Itai-Po svarar spurningum þínum. Ég þarf að gefa Haley lögreglufor- ingja skýrslu.“ Á leiðinni til lögregluforingjans kom honum í hug autt og yfirgefið hús þeirra Shannon systkina. Hann hafði farið þar framhjá á leiðinni frá ÍK I næsta hefti Samvinnunnar hefst ný framhaldssaga, RAN- IÐ í BLESUKOTI, eftir Jón Björnsson. Sagan gerist á 18. öld og er samin eftir réttarskjölum og annálum. Atburðarásin er mjög hröð og spennandi og oll úrslit mjög óráðin, þar til alveg síðast. A þeim tímum lá dauða- refsing við smávægilegustu laga- brotum. Að sjálfsögðu eru svo ástamál með til bragðbcetis. Jón Björnsson, rilhöfundur. Bjarnaránni. Hvar skyldu þau Esther og Páll vera? Ef Páll væri þá lifandi, hann var svo veikur ágústdaginn minnisstæða, þegar hann var hér síðast. Davíð bankaði á skrifstofuhurðina og gekk inn. Haley lögregluforingi leit á hann sem þrumu lostinn — fötin óhrein og rifin, andlitið fúl- skeggjað og önnur sýnileg merki um langa og erfiða för á öræfum. „Það veit guð, að ég er feginn að sjá þig,“ sagði Haley og andvarpaði. „Ekki veit ég enn, hvar þú hefur ver- ið, en gott þykir mér, að það ert þú, sem kannt frá tíðindum að segja. Seztu niður og segðu mér fréttirnar. Var þetta sá ógnar eltingarleikur, sem þú óttaðist að það yrði?“ ,,Ég hafði heppnina með mér og gerði eins og ég gat,“ sagði Davíð. „Ég réði Mc Phersons morðgátuna og kom með tvo af illdæðismönnunum.“ I fáum orðum sagði hann lögreglu- foringjanum sögu þeirra félaga, af ferðinni upp árnar, yfir Klettafjöllin og alla leið yfir í Draugadal. Hann sagði honum frá grunsemdum sínum í upphafi og samtali þeirra við gull- grafarann Sockeye Sullivan. Hann sagði honum frá námunni og morð- ingjunum þremur, sem þar voru að verki, grómlausir um, að armur fjalla- lögreglunnar næði vestur á þau reg- inöræfi. „Þetta er allt og sumt, herra,“ sagði Davíð að lokum. „Eins og stendur er náman í umsjá Sullivans. Ef við get- um haft upp á ættingjum Mc Pher- sons, fær Sullivan fjórðung gullsins og þeir hitt. Að öðrum kosti fær Sulli- van námuna. Gullið, sem Mc Pher- son skildi eftir hjá Shannon systkin- unum, er þeirra eign, lögum sam- kvæmt. Hann sagði, að þau skyldu eiga það, ef svo vildi til, að hann kæmi ekki aftur. Það er óhætt að afhenda þeim það núna, þar sem vitnisburð- ur þeirra hefur verið sannaður.“ Haley lögregluforingi dró andann djúpt. „Þetta er alveg furðuleg saga, Kirke. Ég held, að annar eins leið- angur hafi aldrei verið farinn á veg- um kanadisku fjallalögreglunnar. Ég þarf að senda skýrslu til aðalskrif- stofunnar undir eins.“ Haley varð þögull andartak og horfði niður á borðið. „Hvað gullið hans Mc Pher- sons snertir, þá þarf ekki að senda það langt. Páll kom hingað, fárveik- ur, rétt eftir að þú fórst og ég lét hann hafa vistarveru hér, þar sem doktor Whittier gat séð um hann. Hann virðist heldur vera að rétta við, en þó er óvíst, hvað úr því verður.“ Davíð tók viðbragð. ,,Er Esther þá — er hún hér?“ „Já. Við lagfærðum eitt herbergið handa þeim.“ Hann horfði hugsandi á Davíð drykklanga stund. „Ég held ég skilji samhengið í þessu öllu sam- an, nema að einu leyti. Þú segir það 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.