Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Síða 16

Samvinnan - 01.06.1956, Síða 16
Dómkirkja Brynjólfs biskups Sveinssonar i Skálholti, reist 1650—1651. höfðu náttból og gerðu sér skála. Þar heitir nú Skálabrekka. En er þeir fóru þaðan komu þeir að á þeirri, er þeir kölluðu Oxará. Þeir týndu þar öxi sinni.“ Svo segir Landnáma. Og sjálf- sagt hefur Ketilbjörn eða þeir feðgar reist skála þann, er sá bær dró nafn sitt af, sem átti eftir að verða virðu- legastur bær á Islandi. En þar byggði Teitur bæ fyrstur. Hann hefur kosið sér þennan ból- stað eitthvert sinni, er sól var komin í vestur og hann litaðist um úr hlíð- inni fyrir ofan bæinn að Mosfelli. Þeg- ar skyggnzt er um þaðan laðast augu ósjálfrátt til austurs og suðausturs. Það eru einhverjar þær línur í lands- laginu, sem benda til þeirrar áttar, tungan, árnar, Vörðufell, börð og móaöldur í suðri — þar hefur vafa- laust verið allstórvaxinn skógur í forn- öld. Austan Brúarár blasir við mjúk- ur ávali, engjalönd víð með rásum og tjörnum upp frá ánni, en síðan hækk- ar landið, og þar voru skógar miklir í fornöld. A heiðskíru sumarkvöldi hvíla furðulegir töfrar yfir þessu landi frá Mosfelli séð og þegar þú horfir með Teiti austur yfir, heyrir svani syngja á bökkum Brúarár, sérð reyk- ina leggja upp af hverunum í Skál- holtstungu og Laugarási og roða slá á fjöllin handan ásanna, þá skilur þú hann, er hann kaus sér þennan blett öðrum frekar úr hinu víða landnámi föður síns. Teitur „var sá gæfumaður, að hann byggði þann bæ fyrstur,er í Skálaholti heitir, er nú er algöfugastur bær á öllu Islandi,“ segir Hungurvaka. „Sú var önnur gæfa hans, að hann átti að syni Gissur hinn hvíta, er með kristni kom til Islands og bjó í Skála- holti eftir Teit föður sinn.“ Vera má að Skálaholt hafi töfrað Teit frá öðrum sjónarhóli. Það er ó- viðjafnanlega fögur heimsýn þangað að sunnan, frá Iðuhamri, hinum forna ferjustað á Hvítá. Hvergi ber staður- inn meiri svip tilsýndar. En um þetta verst Teitur allra frétta, þótt þú spyrj- ir hann. En ég get sagt þér, að hann hefur margoft verið á staðnum sjálf- um, sem hann kaus sér að bæjarstæði, og hann hefur fundið sterka strauma mikilla örlaga leika þar um og orðið þess áskynja með undarlegu móti, að honum og niðjum hans var ætluð mik- il hlutdeild í þeim örlögum. Skáli þeirra Mosfellinga var reistur í kvos, eða réttara sagt á stalli fram- an í breiðri bringu. Fyrir norðan hef- ur verið víðlent skóglendi, framund- an snarhallar brekkunni ofan að grös- ugu engi, vestan við það gengur kletta- belti fram, með skemmtilegum brekk- um og hjöllum, en að austan er grunn tjörn eða lón, Undapollur, upp frá Hvítá, sem fellur breið og vatnsmikil norðan við hið svipmikla Vörðufell. Hvítá rennur þarna í tveimur kvísl- um, sitt hvoru megin við eyju allstóra, Þengilseyri. Fjallasýn frá Skálholti er mikil og fögur. Hestfjall er suðvestur af Vörðu- felli. Yfir Iðuhóla austan Vörðufells ber Eyjafjallajökul, Tindafjöll og Heklu í suðaustri, en þaðan er til norðurs óslitin festi fella, hnjúka og ása Gnúpverja- og Hrunamanna- hreppa. II. Gissur hinn hvíti Teitsson, er bjó í Skálaholti eftir föður sinn. var einn helzti forgöngumaður um kristnitöku 16

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.