Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Síða 23

Samvinnan - 01.06.1956, Síða 23
Sportsnið fyrir stúlkur á aldrinum 4—12 ára. Má fá allt það, sem myndin sýnir úr sama sniðinu, þ. á. m. hringskorið pils og blússu. stuttar og hálfviðar ermar, sem eru mjög vin- scelar hjá þessum aldursflokki. Sumartízan 1956 Eitthvað fyrir alla í Buttericksniðum Sumarið er sá annar árstími, sem hvetur fólk til að skipta um klæðnað. Ef við erum svo heppin að hafa bæði sumar og sól, þurfum við léttari föt og litskrúðugri en við notum yfir vet- urinn. Og þó að við í versta tilfelli höf- um hér aðeins sumar, en enga sól, eins og stundum á sér stað, þá látum við það ekkert á okkur fá. Við fáum okkur samt falleg sumarföt, og kannske er þess ekki síður þörf þá, til þess að við förum ekki alveg á mis við sumarið. En allir vonast eftir björtu og sólríku sumri í ár og nú er einmitt tíminn fyrir húsmæður og ungar stúlkur að sauma sumarfötin. Við birtum hér nokkrar myndir af Butterick-sniðum, til þess að minna á, að með þeirra hjálp er auðvelt að veita sér ný föt fyrir sumarið, án þess að kosta miklu til, og þar er að finna eitthvað fyrir alla. Vinsældir sniðanna sýna, að konur um land allt hafa gert sér ljóst, hvað mikið þær geta unnið sér og heimil- um sínum með því að hagnýta sér þau. Eftir því, sem þær kynna sér betur meðferð sniðanna, verður það auðveldara og betri árangur næst. Og þær, sem ekki hafa ennþá gefið sér tíma til að reyna þau, ættu að nota tækifærið og sauma sér léttan sumar- kjól til reynslu. Flestar geta fengið einhverja hjálp hjá nágrönnum, sem reynt hafa sniðin. En þeim, sem það hafa ekki, bendum við á smágrein í „Samvinnunni“ s.l. janúarmánuð. Þar eru gefnar í stórum dráttum upp- lýsingar um það, hvernig taka á mál og bent meðal annars á hinn ágæta leiðarvísi, sem fylgir hverju sniði, þar sem sýnt er, hvernig sauma á eftir meðfylgjandi sniði. Þó að útskýring- ar séu á ensku, er hægt að fylgjast með myndaskýringunum einum. Með tilliti til þess getur verið gott að benda á nokkur smáatriði, sem geta orðið óvönum að liði, þegar styðjast á við leiðarvísinn, við samsetningu snið- anna. Venjulega kemur helmingur af flík- inni í sniði og er þá ævinlega miðað við hægri hlið og því mátað hægra megin. Skyggða hliðin á myndum í leiðar- vísinum sýnir réttuna á efninu og sú óskyggða er þá rangan. T. d. kem- ur réttan á efninu út í saumum, þeg- ar búið er að sauma saman og pressa út saumana. Þá eru punktalínur í þrem mismunandi stærðum. Sú minnsta er þar sem sauma á flíkina saman og sýnir saumför. Punktalín- ur í miðstærð sýna, hvar á að taka úr sauma, t. d. brjóstsauma. Stærstu punktalínurnar sýna, hvernig þráður- inn í efninu á að liggja í hverju stykki, (Frh. á bls. 27) 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.