Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 10
Glóðafeykir Gerið landsmót samvinnumanna að Bifröst sem glæsilegast Það er nú afráðið, að hugmyndin um landsmót samvinnumanna komi til framkvæmda um verzlunarmanna- helgina í sumar, og hefur mótsstað- urinn verið ákveðinn Bifröst í Norð- urárdal. Er þess að vænta, að sam- vinnumenn, hvaðanæva af landinu, fjölmenni að Bifröst og geri mótið sem glæsilegast. ★ A síðast liðnu ári voru stofnuð í Reykjavík, Fræðslu- og kynningar- samtök ungra samvinnumanna, skammstafað FOKUS. Þessi samtök hafa haldið fræðslufundi, þar sem lögð hefur verið áherzla á að kynna sam- vinnustefnuna. Hafa ýmsir leiðandi menn innan samvinnuhreyfnigarinn- ar haldið þar merka fyrirlestra. ★ Hugmyndin um landsmót sam- vinnumanna kom fyrst fram hjá nokkrum ungum áhugamönnum í FOKUS og var þar lagt til, að mótið yrði haldið um verzlunarmannahelg- ina og mótsstaður valinn að Bifröst. Á aðalfundi í Starfsmannafélagi SÍS, þann 13. okt. sl., var samþykkt til- laga um að skora á stjórnina að gera sitt ýtrasta til að hugmyndin um landsmót samvinnumanna kæmist í framkvæmd. ★ Starfsmannafélagið og Fræðslu- samtökin voru nú einhuga um málið og var þvínæst leitað til SÍS og Fé- lags kaupfélagsstjóra, um stuðning við framkvæmd hugmyndarinnar. Fékkst þar góður hljómgrunnur og var skipuð undirbúningsnefnd: Harry Frederiksen fyrir hönd Sambandsins, Ragnar Pétursson, fyrir hönd Félags kaupfélagsstjóra, fyrir hönd FOKUS, þeir Óskar H. Gunnarsson og Valgarð Runólfsson, en fulltrúar starfsmanna- félagsins í nefndinni voru tilnefndir þeir Björn Vilmundarson, Jón Þór Jóhannsson og Örlygur Hálfdánarson. Nefndin hefur nú haft samband við fulltrúa allra samvinnufélaga á land- inu og skipulagt tilhögun mótsins. Það hefst laugardagskvöldið 4. ágúst og þá um kvöldið er ráðgert, að verði dans- leikur og ýmis skemmtiatriði á úti- palli, meðan mótsgestir eru að koma. Daginn eftir verður svo mótið sett og þá um daginn er fyrirhuguð keppni í ýmsum íþróttum, svo sem hand- knattleik, knattspyrnu, kúluvarpi, glímu og ef til vill fleiri íþróttagrein- um, ef ástæður leyfa. Hugsanlegt er að hafa kappróður á Hreðavatni. Einnig verða fluttir ýmsir skemmti- og fróðleiksþættir og um kvöldið verð- ur dansað. Mánudagur verður með svipuðu sniði, en mótinu verður slit- ið síðdegis, en þó dansað um kvöldið. ★ Gert er ráð fyrri, að einhverjir þekktir skemmtikraftar komi fram á mótinu. Annars er ætlunin, að sam- vinnufélögin sjálf sjái sem mest um skemmtiatriðin, en því efni er ekki þröngur stakkur skorinn. Þar getur verið um að ræða söng, upplestur, frumort kvæði, gamanvísur, leikþætti og fleira. Er líklegt, að félögin annist nokkuð sinn þáttinn hvert. ★ Það skal tekið fram hér til að fyrir- byggja misskilning, að mótið er ekki einungis ætlað fyrir starfsmenn sam- vinnufélaganna, heldur og alla sam- vinnumenn. En framkvæmd mótsins hlýtur að koma niður á starfsfólki fé- laganna, enda sjálfsagt. Góður grund- völlur virðist fyrir þátttöku í íþrótt- unum. í flestum félögum mun hægt að finna ellefu menn til keppni f knattleikjum og eins til að setjast undir árar. I einstökum íþróttagrein- um er vitað um vel liðtæka menn inn- an samvinnufélaganna. (Frh. d bls. 27) (Framh. af bls. 8) pundfötukýr og tunnuhestar?“ Pund- fata tók 24 merkur og tunnuhestur bar korntunnu (100 kg) á hlið. — Fn þessir gripir voru metfé, þ. e. verð þeirra langt ofan við verðlagsskrá. Forustukindur og dýrhundar voru einnig metfé. Við íslenzkir bændur verðum að stöðva okkur á þeirri braut, að fram- leiða búvöru á útlendu fóðri. Þó að brúttóarður hverrar skepnu hækki eitthvað við matargjöf, er fóðrun á heimafengnu fóðri Iangtum hagkvæm- ari, skepnurnar verða hraustari og af- urðirnar betri. En það sem einnig ber að hafa í huga er hið þjóðhagslega. Þessi sparnaður á útlenda fóðrinu, eða því útflutningshæfa verkar sem út- flutningur og gjaldeyrisöflun fyrir þjóðina. í öllum landbúnaðarlöndum er það svo, að innanlandsmarkaðurinn er beztur fyrir alla búvöru. Markvisst verðum við að vinna að því, að nota hinn innlenda markað til hins ýtrasta, og smátt og smátt áð þoka t. d. smjör- líkinu til hliðar fyrir íslenzku smjöri. Takmarkið er ekki langt undan, að hvert mannsbarn á landinu borði að- eins íslenzkt smjör. Inn er flutt til landsins ýmiskonar steikarfeiti, en ís- lenzk tólg og mör hrúgast upp í land- inu og selst treglega. Svona mætti fleira telja. Samstillt átak bænda- stéttarinnar til þess að beina þessum málum í rétt horf, er þjóðhollt starf. En verðið — dýrtíðin — er þjóðar- ólán, sem við bændur ráðum því mið- ur ekki við. Vart mun á okkur standa, þegar að því nauðsynlega átaki kem- ur, að þrýsta dýrtíðinni niður, stig fyrir stig. Hingað til höfum við marg- an baggann á okkur tekið, t. d. í löng- um vinnudegi — 70 til 80 stunda vinnuviku og stundum meira um bjargræðistímann og í vinnuafköstum, sem almennt eru langt yfir meðallag. Þessi- innlegg eru ekki metin og koma ekki til tals í sviptingum og sítings- reikningi þeirra stétta, er harðast bít- ast um skiptingu þjóðarteknanna.“

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.