Samvinnan - 01.06.1956, Síða 6
Margir spyrja, hvort ekki sé nóg
komið af slíku og hvort allir þessir
staðir haldi velli í framtíðinni. og sér-
fræðingarnir svara:
Hin stórfellda tækniþróun, sem
hófst á árunum milli heimsstyrjald-
anna, en tók þó stærstu stökkin eftir
að tækni og fjárhagsaðstoðin kom til
sögunnar eftir stríðið, hafa tugir
milljóna manna bætzt í þann hóp, sem
getur veitt sér að ferðast og hvílast
fjarri sínu daglega umhverfi. Þessi
þróun heldur áfram hröðum skrefum,
þannig, að eftir örfá ár má gera ráð
fyrir, að hún hafi aukizt enn um
200—300% fram yfir það, sem nú er.
Nútímamaðurinn lætur ekki Ioka sig
inni; honum er það andleg þörf að
kynnast umheiminum, ferðast og
hvílast í breyttu umhverfi.
Flugfélög, skipafélög, svo og önnur
flutningatæki, gera víðtækar ráðstaf-
anir til að fullnægja flutningaþörf-
inni. Stöðugt eru byggð stærri skip og
Piccadily C.ircus i London er einskonai Lœkjartorg j>ar i borg og þykir sjálfsagður
slaOur fyrir stefnumót. Margir íslendingar ganga meö þá grillu, að i Englandi sé
ekkert að sjá nema þoku og skit, en þvi er mjög annan veg farið. England er sól-
rikt land og sviphýrt.
Rúmgóðar og þœgilegar fólksflulningabifreiðir ganga yfir háfjöllin Sierra Ne-
vada á Suður-Spáni. í baksýn sést fjallahótel og skammt þar fyrir ofan teygja
skriðjöklar sig niður úr skörðum.
Þessar stúlkur baða sig á Costa lirava, Miðjarðar-
hafsströnd Sþánar. Á siðari árum hefur fjöldi
ferðamanna sótt þangað, enda er þar hægt að lifa
ódýrar en á flestum þekktum ferðamannaslóðum.
flugvélar með rúmi fyrir hundruð
ferðamanna. Þessi stækkun flutninga-
tækjanna hefur svo stórlækkað rekst-
urskostnað þeirra og við það hafa öll
fargjöld stórlækkað. Hefur aldrei fyrr
í sögunm verið jafn ódýrt að ferðast
og nú, þ.e.a.s. miðað við almennar
tekjur.
Hin stórfellda breyting, sem orðið
hefur á launakjörum og sumarleyfum
launþega um allan hinn vestræna
heim, gjörir milljónum þeirra kleyft
að njóta ýmiskonar afþreyingar, sem
fyrir tveim áratugum aðeins féll í
skaut efnaðri borgara. Þar á meðal eru
ferðalög, en þau teljast nú sjálfsögð
og þarfleg meðal flestra siðaðra þjóða.
Þetta á ekki síður við um íslendinga
en aðrar vestrænar þjóðir, þar sem
hér hafa orðið svo umfangsmiklar
byltingar, að vart getur um annars-
staðar á svo skömmum tíma. Má
segja, að við séum á hraðri leið til að
ná frændum vorum á Norðurlöndum,
en þessar þjóðir stunda ferðalög til út-
landa af miklu kappi. Enda telja þess-
ar þjóðir það til sjálfsagðra réttinda
hins almenna borgara, að hann hafi
skilyrði til ferðalaga í öðrum löndum
og una ekki neinum verulegum höft-
um á því sviði. Kom þetta skýrast í
Ijós eftir að ófriðnum lauk, að þrátt
fyrir að Norðmenn, Danir og Finnar
hefðu beðið hið mesta afhroð í styrj-
öldinni, atvinnuvegirnir í rústum,
gullforði þeirra rændur eða eyddur að
mestu og útflutningsverzlunin í kalda-
koli, þá var samt ekki horfið að inni-
lokunarstefnunni; það þótti sjálfsagt
að leyfa ferðalög landa í milli og var
þrátt fyrir gjaldeyrisskortinn ákveð-
ið, að hver borgari ætti rétt á ákveð-
6