Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 27
og komið er, hún er töpuð stúlkan, sem mér þótti svo undur, undur vænt um, og ég hrópaði upp, og nú, og nú, vertu sæll, herra „gentle“maður. Þetta kvöld keypti ég mína fyrstu flösku.“ Hann, róninn, þagnaði, ég vissi, að hann var hættur, að í hans augum væri ævisagan á enda. Við þögðum báðir, hann drakk hálfvolgar kaffi- leifamar, en mér datt í hug, hversu okkar beggja ævisaga væri í rauninni lík, nema á þeim var sá stóri munur, að í hans lífi varð hamingjan mát fyr- ir óhamingjunni, en í mínu lífi var það öfugt. Eg átti nú mína svarthærðu stúlku með þrílitu augun, ég átti heimili, þar sem hún beið á kvöldin, yndisleg kona, sem hughreysti mig með stroki sinna litlu handa, sem stappaði í mig stálinu með sinni klingjandi rödd, sem kætti mig með sínum hlátri, er átti fegursta hljóm allra hljóma, sem unni mér með sínum rauðu vörum. „Hvers vegna læjtur Guð marga beztu menn verða fyrir bíl,“ sagði hann, róninn, eins og við sjálfan sig, „en ég lifi alltaf, og hef aldrei hitt á neinn bremsulausan.“ „Hefurðu nokkurntíma getað fyr- irgefið henni?“ spurði ég loksins. Hann, róninn, leit á mig og virtist verða undrandi. „Fyrirgefið,“ svaraði hann, „það er ekkert til, sem þarf að fyrirgefa þeim. sem maður elskar.“ Klukkan var orðin hálf tólf, það var búið að loka Brytanum, það hafði stytt upp, himinninn var heiðskír og stirndur. Við gengum saman út, ég leit upp og í austur, sá sérstaka, skæra stjörnu. Ég benti í áttina til hennar og spurði: „Er þetta stjarnan?“ Hann, róninn, horfði þangað sem ég benti og svaraði: „Já, þetta er stjarnan mín, ég hef aldrei horft á hana síðan ég kvaddi „gentle“mann- inn og nú finnst mér hún enn horfa uppörvandi til mín. Ég skildi við hann þarna á gang- stétt Hafnarstrætisins, fyrir framan Brytann. Ég fór heim, en hann, rón- inn, stóð kyrr, horfðist í augu við stjörnuna sína, tautaði: „Ekki hægt, ekki hægt.“ Stefdn M. Gunnarsson. Heimsókn í vefstofu (Framh. af bls. 9) ur stundum haft sjö stúlkur í þjón- ustu sinni, þegar mest hefur verið að gera. Sökum aukins innflutnings hef- ur starfsemin dregizt saman nú á síð- ari árum. Karólína hefur ofið gluggatjöld og fleira fyrir margar opinberar bygging- ar, til dæmis Háskólann, Búnaðar- bankann, Landsbankann, Kaupfélag Arnesinga, Gamla Bíó o. fl. Hún lærði á vinnustofu frk. Siegumfeldt í Kaup- mannahöfn, en kom heim 1922 og byrjaði að vefa. Vefstofan hefur ver- ið á ýmsum stöðum, en nú um skeið hefur hún verið á Ásvallagötu 10 og þar verzlar Karólína með alls konar handunninn vefnað, sem ofinn er á vefstofu hennar. Hún selur einnig alls konar efni til handavinnu og hefur fengið listamenn til að teikna mynst- ur á veggteppi og java, sem hægt er að fá með. Landsmót samvinnu- (Framh. af bls. 23) til þess að það sitji og falli vel. Þar sem punktar mynda þríhyrning í jaðri, t. d. bakstykkis, er ætlast til að bað sé sniðið á heilu, samanlögðu efninu og þau auðvitað saumlaust. Á leiðar- vísinum eru öll stykkin, sem sníða á, merkt með sömu tölustöfum og samsvarandi stykki í sniðinu sjálfu. Þar sem bókstafirnir A, B og C eru, vísa þeir til þess, sem er mismunandi í þeim þrem eða fleiri myndum, sem sama sniðið kemur í. Þá er líka sýnt, hvernig leggja á sniðin á efni af ýmsum breiddum, þannig að efnið verði sem drýgst. Breidd á efnum er sýnd með t. d. 35" eða 44", sem þýða þumlungar. 1 þumlungur er 2/2 cm. og er 35" því 90 cm. breitt o.s.frv. Sjálfsagt er að treysta ekki á það, að stærðin sé nákvæmlega rétt, því fólk er mjög mismunandi í vexti og hlutföllin sjaldan þau sömu. Ætti því alltaf að mæla upp sniðið og næla það saman á saumum og máta, áður en það er lagt á efnið og sniðið. Það auð- veldar líka að koma flíkinni rétt sam- an að „stik“þræða í götin, sem gefin eru á sniðinu, áður en það er tekið af efninu, og klippa síðan upp úr þræð- ingunni. Með því haldast saumarn- ir réttir og eins og þeim er ætlað að vera. Skörðin, sem sýnd eru á hverju stykki, ætti að klippa sem odda út úr saumunum um leið og sniðið er og má jafna þá, þegar búið er að sauma flík- ina og ekki þarf lengur að styðjast við þá. Eins og sést á myndunum, sýna þeir nákvæmlega, hvaða stykki heyra saman og hvernig. Ef vel er athugað, er sýnt hvernig ætlazt er til að flíkin sé sett saman frá byrjun til enda. Um breytingu á stærð sniðanna eru góðar leiðbeiningar í Butterick- saumabók, svo og margt fleira, sem gott er að vita, þegar sauma á ílík eða annað fyrir heimilið. Það, sem gott er að hafa við hendina, þegar sníða á eftir sniði: Títuprjónar, málbantl með centímetrum og þumlungum, krít og þræðigarn. Landsmól samvinnu- manna (Framh. af bls. 10) Ákveðnum manni verður falinn undirbúningur mótsins á hverju fé- lagssvæði. Hlutverk hans er að undir- búa þátttöku í skemmtiatriðum og keppnisgreinum og þá einnig að vekja áhuga manna á félagssvæðinu fyrir mótinu og sjá um ferðir. Gistihúsið mun annast greiðasölu, en ráð er fyrir gert, að þátttakendur hafi með sér tjöld til gistingar, og verða skipulagð- ar tjaldbúðir. ★ Það er fagurt að Bifröst í ágúst- byrjun og staðurinn hefur góða kosti fyrir slíkt mót. Um verzlunarmanna- helgina er jafnan glatt á hjalla í kring um Hreðavatn, en varla er hægt að segja, að sá gleðskapur hafi haft á sér menningarblæ, heldur hefur umgengni öll minnt á siðlausa villimennsku. Þess er að vænta, að slíkar tölur nái ekki að gilda um landsmót samvinnu- manna, heldur beri það þekkari svip mennskra manna. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.