Samvinnan - 01.06.1956, Qupperneq 7
inn aulcinn verulega og nú er svo kom-
ið, að allir fá svo til ótakmarkaðan
ferðagjaldeyri í þessum löndum.
Það má því teljast furðulegt, að
Islendingar, sem efnahagslega eru um
margt betur staddir flestra bræðra-
þjóðanna, skuli enn ekki fá notið
þeirra mannréttinda að ráðstafa sjálf-
ir að eigin vild einhverri fastri upp-
hæð í gjaldeyri erlendis sér til afþrey-
ingar og menningarauka, en vera enn
ofurseldir lágkúrulegu leyfakerfi, þrátt
fyrir að til Iandsins eru fluttar vörur
af öllum tegundum, þarfar og óþarfar.
Væri mikil þörf á að yfirvöldin ís-
lenzku reyndu að finna lausn á þessu
vnadamáli, t. d. með því að setja
gjaldeyri til skemmtiferða á bátalista.
Því er haldið fram af mörgum sér-
fróðum mönnum um ferðamál, að
þjóðir, er byggja eylönd, hafi mun
rneiri tilhneigingu til ferðalaga en
þær, er byggja meginlöndin. Þetta
þykir mér eiga vel við um íslendinga,
því þeir hafa ferðazt allt frá því er
land byggðist. Þótti sjálfsagt, að allir
mætir borgarar sigldu utan af og til
og ykju þannig þekkingu sína og
frama. A mestu niðurlægingartímum
þjóðarinnar fækkaði þeim að vísu, sem
tækifæri höfðu á utanferðum, en þá
urðu þeir fáu, er utan fóru, að miðla
þjóðinni af reynslu sinni.
Hinsvegar telst það ekki fullnægja
inni upphæð í gjaldeyri Evrópuland-
anna, sem sótt var beint í bankana
með framvísun vegabréfs. Væri hins-
vegar um ferðalag að ræða út yfir
meginland Evrópu, þurfti að sækja
um gjaldeyrisleyfi. Við bættan hag
þessara þjóða, með því að framleiðsla
þeirra og utanríkisverzlun komst í
eðlilegt horf, var gjaldeyrisskammtur-
Frökkum þykir sopinn góður og framleiSa mikið
vin. Myndin er úr hinum fr/cgu kampavinskjöll-
urum i Epernam. sem marga ferðamenn fýsir
að skoða.
Islendingar jerðast að vonum mikið um Norður-
lönd og flestir þeirra fara yfir sundið milli Hels-
ingjaeyrar i Danmörku og Helsingjaborgar i Svi-
þjóð. A myndinni sést Gústavs J'asa styttan i
Helsingjaborg.
þörfum nútímamannsins að öðlast
samband við umheiminn gegnum
milliliði, nú krefjast menn að fá beint
samband og persónulega reynslu.
„Allar leiðir liggja til Rómar", sögðu menn i eina
tið, og vist er um það, að Róm er takmark fjölda
ferðamanna, islenzkra sem erlendra. Myndin er
af Colosseum hringleikahúsinu i Róm, sem er
eitt frcegasta mannvirki frá blómaskeiði Róma-
veldis.
lslendingar hafa á síðustu árum ferðast mikið suður til Júgóslaviu og Grikklands. —
Myndin er af dómkirkjunni i Sibenik i Júgóslaviu, sem Dalmatiu-Georg byggði
á 15. öld.
7