Samvinnan - 01.06.1956, Side 17
hér á landi, eftir það, er hann þáði
skírn af Þangbrandi. Hann lagði all-
an hug á að styrkja kristnina, segir
Kristnisaga, og er það til merkis, að
hann sendi son sinn, Isleif, utan (eða
fylgdi honum utan, eins og Hungur-
vaka segir) og kom honum í kunnan
og ágætan klausturskóla í Herfurðu á
Saxlandi. Þar Iauk Isleifur prestsnámi,
fyrstur íslendinga, að því er telja má.
Þegar ísleifur kom heim til íslands
aftur, lærður og vígður prestur, sett-
ist hann að í Skálaholti, tók síðan við
goðorði og mannaforráðum af föður
sínum og þjónaði jafnframt þeirri
kirkju, er þar var á staðnum, en „Giss-
ur hvíti lét gjöra hina fyrstu kirkju í
Skálaholti og var þar grafinn að þeirri
kirkju.“
Isleifur setti og skóla á stofn í
Skálaholti og kenndi þar mörgum, er
síðar urðu hinir ágætustu menn. Tveir
nemendur hans urðu biskupar, Jón
Ogmundsson, er varð fyrstur biskup
á Hólum, og Kolur Þorkelsson, sem
kominn var af Ketilbirni í beinan
karllegg, eins og Isleifur, og varð bisk-
up í Vík í Noregi.
Þá kom þar sögu, að íslendingar
vildu hafa biskup yfir sér. Hálf öld
var liðin frá kristnitöku. íslenzka
kirkjan hafði ekki haft neina j'fir-
stjórn, prestar höfðu verið fáir, þorri
þjóðarinnar heiðinn í hugsun og hátt-
um. Erlendir farandbiskupar höfðu
komið hér, framið vígslur og kennt
kenningar. „En er landsmenn vissu,
hversu ágætur klerkur Isleifur var,
báðu landsmenn hann, að hann færi
utan og léti vígjast til biskups og þ?ð
veitti hann þeim.“ Skálaholt hefur
þegar í prestsskapartíð ísleifs orðið
öndvegisstaður um menntir og helgi-
hald, fremsta kirkjusetur á Islandi.
Isleifur stóð á fimmtugu, er hann
hélt utan til vígslu.
Það væri freistandi að fylgja hon-
um úr hlaði í Skálaholti og skilja ekki
við hann fyrri en hann kemur aftur.
En við missum líklega kjarkinn, þeg-
ar til alvörunnar kemur, óar of mjög
við vegalengdum, farartækjum, háska
og tvísýnu þessa ferðalags lengst út
í ókunn Iönd. Sannast að segja er
biskupsefni varla ljóst, hvert hann á
að halda. Líklegt er, að erkibiskupinn
í Brimum eigi yfir íslenzku kirkjuna
að sjá, en það er ekki kunnugt úti hér
og verður nú að fá úr því skorið. En
til þess að ganga úr skugga um það,
nægir varla minna en að sækja heim
sjálfan hinn helga föður í Róm. Og
þannig vill Isleifur búa sig að heim-
an, að hann megi komast alla leið
þangað. Til þess þurfti mikinn farar-
eyri. Þess er getið sérstaklega í sög-
um, að hann hafði með sér hvítabjörn,
er kominn var af Grænlandi — sjálf-
sagt tekinn þar og seldur hingað. Þótti
björninn gersemi hin mesta, eigi síð-
ur en dýr það, er Auðunn vestfirzki
keypti á Grænlandi við aleigu sinni
og gaf Sveini Danakonungi.
Þegar kly^fjalestin heldur úr hlaði í
Skálaholti, gengur Isleifur í kirkju.
Hann hefur sungið messu í morgun, en
nú áréttar hann að skilnaði bænir sín-
ar undanfarna daga og vikur, bæn fyr-
ir ferð sinni, fyrir þeirri vandasömu
þjónustu, sem hann hefur tekizt á
hendur, fyrir framtíð heilagrar kirkju
Guðs á íslandi: Kyrie, eleison, Drott-
inn, miskunna þú oss, miserere mei,
Deus, secundum magnam misericor-
diam tuam, miskunna mér, Guð, eft-
ir mikilli miskunn þinni, quia tu es
fortitudo mea, því að þú ert styrkur
minn. Emitte lucem tuam et veri-
tatem tuam, ipsa me deduxerunt, send
ljós þitt og trúfesti þína, þau skulu
leiða mig ....
ísleifur hélt á fund keisarans í
Þýzkalandi og færði honum hvíta-
björninn, en keisarinn fékk Isleifi hréf
sitt með innsigli um allt veldi sitt.
Með það fór hann í páfagarð. Páfi
sendi hann til erkibiskupsins í Brim-
um með bréfi um það, „að hann skyldi
gefa ísleifi biskupsvígslu á hvítdrott-
insdag, og kveðst páfinn þess vilja
vænta með Guðs miskunn, að þá
mundi langgæðust tign vera að þeim
biskupsdómi, ef hinn fyrsti biskup
væri vígður til íslands á þeim degi, er
Guð prýddi alla veröld í gift heilags
anda.“
Sagnaritarinn Adam frá Brimum
segir frá því í sögu sinni, að Aðalbjart-
ur erkibiskup hafi að bæn íslendinga
vígt til biskups „hinn helgasta mann
Isleif að nafni, er sendur hafði verið
frá því Iandi (Islandi) til páfans, þar
sem hann var haldinn um hríð í mesta
heiðri og nam hann þá, hversu hann
mætti fræða í heilsusamlegum lær-
dómi það fólk, er nýverið hafði snú-
izt til Krists.“
III.
Það hefur verið talið, að þetta hafi
gerzt árið 1056. Árið eftir, 1057, kem-
ur ísleifur heim frá vígslu og settist
að sem áður á föðurleifð sinni, „setti
biskupsstól sinn í SkálahoIti.“ Þar
með var Skálaholt orðið biskupssetur,
þótt ekki væri í lög tekið. Landsmenn
lögðu biskupi sínum ekkert aðsetur
eða stól.
ísleifi er svo lýst, að hann hafi ver-
(Frh. á bls. 22)
Kaleikur og platína úr Skálholtskirkju frá peirri tið, er par var biskupssetur og mesiur virðingar-
bcer á íslandi.
17