Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Síða 3

Samvinnan - 01.06.1956, Síða 3
SAMVINNAN Samvinnufélögin og jafnvægið Til þess að gæði þessa lands megi nýtast sem bezt er augljóst mál, að viðhalda þarf byggð í öllum hlutum lands- ins. Byggðin þarf að vera í jafnvægi eins og það er orðað. Nú er raunar um algert jafnvægisleysi í þeim efnum að ræða, þar sem fólkið hefur flykkzt á suð-vesturhom lands- ins, svo að heilir landshlutar eru allt að því tómir. Allt hefur þetta sínar orsakir, en þó er hægt að spyrna við fót- um, og fróðlegt er að bera saman verk einkaframtaksins og samvinnuhreyfingarinnar til að hamla móti þessari óheppilegu þróun. Það er gefið mál, að fólkið leitar þang- að, sem það getur borið mest úr býtum, þangað sem Iífs- kjörin em bezt og hægt er að lifa beztu menningarlífi. Til þess að fólkið geti borið nægilegt úr býtum fyrir vinnu sína þarf að tryggja nægilega vinnu allan ársins hring. Ef ríkið eitt er undanskilið, eru starfsemi og framkvæmd- ir samvinnufélaganna stærsta átakið, sem enn hefur verið gert til að efla atvinnulíf dreifbýlisins. ★ Kaupfélögin eru bundin hvert við sitt hérað. Það þarf enginn að vera hræddur um að kaupfélagið flytji suður til Reykjavíkur með allar eignir sínar. Öllu fé, sem kaup- félögin hafa getað aflað, svo og geysimiklu fé, sem Sam- bandið hefur lánað eða útvegað, sem dótturfélög Sam- bandsins hafa lánað eða lagt fram, hefur verið varið til að reisa sláturhús, frystihús, mjölverksmiðjur, verzlunar- hús, olíustöðvar, vömgeymslur, kaupa samgöngutæki og blómga atvinnulíf og viðskipti hinna dreifðu byggða á annan hátt. Sem sagt: Til að efla jafnvægið í byggð lands- ins. •k Andstæðingar samvinnufélaganna hafa þrástagast á því, að þau, og þó sérstaklega Sambandið, hafi „fest fé bænda í ReykjavíkT Hér er um staðlausa stafi að ræða og ekkert fjær sanni. Enda þótt kaupfélögin eigi inni hjá Sambandinu, er það lítilræði móti þeim hagnaði, sem þau hafa af viðskiptum sínum við það. Framkvæmdir kaup- félaganna um allt land sanna, að fé þeirra hefur ekki ver- ið fest í Reykjavík. Miklu fremur hefur fé streymt frá í byggð landsins Sambandinu út um allt land. Nú hefur Sambandið gert stórvirki, jafnvel „innrás í höfuðstaðinn“. Hvað um þær framkvæmdir? Til þeirra hefur verið notað það fé, sem skapazt hefur hjá fyrirtækinu sjálfu eftir eðlilegum leið- um; einnig hefur það aflað sér sérstakra lána til fram- kvæmdanna. ★ Hvað þá um framkvæmdir og stórvirki úti á lands- byggðinni? Á Akureyri hefur Sambandið reist sjö verk- smiðjur (tvær þeirra með KEA). Sumar þeirra eru gevsi- stórar og þeirra hlutur í atvinnulífi staðarins er injög þvð- ingarmikill. Á Húsavík kom Sambandið upp „vetrar- verksmiðju“ til atvinnuaukningar. Húsvíkingar hafa nóg að gera á sumrin. En veturinn hefur verið dauður tími og fataverksmiðjan Fífa kemur í e^öar þarfir. ★ Þorlákshöfn er hamtíðar hafnarborg Suðurlandsundir- lendisins. Sambandið hefur komið til móts við þá hug- mynd með því að reisa þar stærstu vöruskemmur Iandsins. Þar eru geysimiklar vélar, sem blanda fóðurmjöl handa nálega öllum kúastofni Suðurlandsundirie,n;..>u> m hann var í fyrrahaust nálægt 22 þúsundum. ★ Greiðar samgöngur eru eitt af þeim þægindum, sem nú- tímamaðurinn vill sízt án vera. Ef til vill er sá þáttur þýð- ingarmeiri en margan grunar til að viðhalda jafnvæginu margumtalaða. Þjónusta Sambandsins við dreifbýlið á þessum vettvangi er mjög rómuð á afskekktum stöðum. Sambandið rekur sex kaupskip auk margra leiguskipa. Á síðastliðnu ári komu sambandsskipin á 65 hafnir, sam- tals 1056 sinnum og beina þannig siglingunum til dreif- býlisins. Vöru- og fólksflutningabifreiðar kaupfélaganna mynda nú víða þéttriðið samgöngunet. Meðan þetta gerist, sem á undan er talið, flýr einka- framtakið unnvörpum á suð-vesturhornið með fjármagn sitt, svo að enginn kaupmaður er nú á fjölmörgum stöð- um, þar sem kaupfélögin halda uppi þjónustu við fólkið. 3

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.