Samvinnan - 01.06.1956, Side 11
„ Vertu Aceíl;
kewa gehtlei/naður"
Smásaga eftir Stefán M. Gunnarsson
Regnið buldi á húsþökunum og
streymdi niður á götuna, myrkrið
grúfði yfir, svo jafnvel götuljósin
máttu sín einskis. Þetta var sannar-
lega ömurlegt kvöld, kalt og blautt.
Eg gekk niður eftir Hafnarstræt-
inu, ég gekk hratt og stakk höfðinu í
veðrið. Mikið undur væri notalegt að
komast heim, hugsaði ég með sjálfum
mér, heim í hlýjuna, heim til elsku
konunnar minnar, heim, heim, það er
dásamlegasta orð tungunnar.
En sem ég er þarna að flýta mér
heim, heyri ég stunu og andvarp frá
manni í portinu á bak við lögreglu-
stöðina. Ég er undrandi yfir því með
sjálfum mér, að lögreglan skuli ekki
vita um manninn og fer því inn í port-
ið. Þegar ég kem inn, sé ég ólögulega
hrúgu í horninu, sem segir, með svo
sársaukafullri röddu, að það var líkast
því, að hún hefði sinadrátt í hverri
taug:
„Guð, ó Guð, gefðu mér tíkall.“
„Til hvers þarftu tíkall?“ spyr ég.
„Vín, ég vil vín,“ svaraði hrúgan.
„Væri ekki betra fyrir þig að fara
bara heim?“
„Heim, ég vil fá vín, til að geta
gleymt því, að ég á hvergi heima, vín,
brennivín, til að geta haldið að ég eigi
heima „heima“.“
„Nú, það er þá svona ástatt með
þig. Stattu upp, kunningi, og ég skal
gefa þér kaffisopa.“
Hrúgan stóð upp og þá sá ég, að
þetta var miðaldra maður, í gömlum,
þykkum, móleitum frakka, með snæri
í stað beltis. Hann var í útvöðnum
skóm og hárið, sem auðsjáanlega hafði
verið svart og þykkt, lá nú klesst nið-
ur á enni og eyru.
Eg horfði á þessa einmanalegu veru
hryggur og undrandi.
„A hvern andskotann ertu að góna,
bölvaður asninn þinn?“ spurði róninn
með uppgerðar hörku.
,,Ég — ég veit það ekki,“ svaraði
ég, „en komdu nú í kaffið.“
Vði fórum inn á Brytann í Hafn-
arstrætinu, settumst við eitt lítið borð,
og ég bað frökenina um kaffi og vöfflu
fyrir tvo.
Við þögðum báðir tveir, ég og rón-
inn; ég horfði á hinn óhugnanvekj-
andi rauða lit á veggjum kaffihúss-
ins og reyndi að skyggnast inn í hið
óþekkta líf drykkjumannsins; ég
reyndi að gera sjálfum mér grein fyr-
ir því, hvers vegna ungur maður,
myndarlegur, ef til vill vel gefinn,
færi að drekka, drekkja framtíðinni,
brjóta niður skýjakljúfa æskuvon-
anna, með því að varpa sér í faðm
Bakkusar, guðsins, sem hefur mest
vald allra guða yfir mönnunum, ef
þeir á annað borð trúa á hann; trú-
in á hann er eina trú mannanna, sem
enginn hennar dýrkandi verður fyrir
vonbrigðum af.
Ég komst ekki að neinni niðurstöðu,
hver er þess umkominn að feta þá
slóð í huganum, sem hann aldrei hef-
ur farið, hver er fær um að setja sig
í spor fávitans, sem dregur fæturna
hokinn í hnjáliðunum, eftir götunni,
ef til vill stjakað áfram af heilvita
manni, eins og kýrin er rekin í hag-
anum af börnunum, eins eru fávit-
arnir reknir eftir fáförnum götum á
þeirra daglegu útigöngu, hver veit,
hvað þeirra starandi augu sjá í tóm-
inu. Enginn.
„Hvers vegna byrjaðir þú að
drekka?“ spyr ég.
Róninn leit upp frá svörtu kaff-
inu, horfði á mig, áður djúpum, nú
sljóum, dökkum augum, nokkra
stund.
„Hvers vegna?“ segir hann. ,,Hvers
vegna leitar lækurinn árinnar og áin
sjávarins? Af því að lækurinn renn-
ur eftir hallanum og áin leitar eftir
samfélagi við öldurnar, eftir því
„Hvers vegna byrjaðir þú að drekka", spyr ég.
11