Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 5
í sérstakan ferðagjaldeyrissjóð, sem hin ýmsu Evrópuríki máttu síðan draga á. Nú hófust ferðamanna- skipti í svo ríkum mæli, að slíks hafði aldrei áður verið dæmi til. Eins og hvarvetna hefur orðið raunin fylgdi ör þróun á öðrum sviðum efnahags- og atvinnulífsins í fótspor ferðamannanna. A árinu 1948 var svo stofnuð OEEC, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, og út úr henni sem sérdeild European Travel Commission, sem vinnur að sameiginlegri kynningu meðlimalandanna á ferðamarkaðin- um. ísland er að vísu þátttakandi í þessari samvinnu, en því miður að- eins að nafninu til, eins og er raunin á á flestum sviðum ferðamálanna. Skilgetið afkvæmi Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu er svo E.P.U. Greiðslubandalag Evrópu (stofnað 1950), sem hefur það mark- mið að auka sem mest viðskipti með- limaríkjanna og koma á fullu við- skiptafrelsi, svo gjaldmiðill hvers eins þeirra verði viðurkenndur af öllum hinum. Nú um það bil tíu árum eftir að endurbygging ferðamálanna hófst í Vestur-Evrópu er nú svo komið, að flest lönd á þessu svæði taka á móti tvö- og þrefalt fleiri ferðamönnum en fyrir styrjöldina. Sum þessara landa töldu ferðamannamóttökur meðal þýðingarmestu atvinnuvega sinna fyrir stríð, svo sem Italir, Svisslend- ingar, Frakkar og Norðmenn. Eftir stríðið hafa bætzt í þennan hóp mörg ríki, svo sem Hollendingar, Þjóðverj- ar, Danir, Spánverjar o. fl. Það er því sýnt, að endurbygging hinna gömlu ferðamannalanda hefur beinlínis orsakað að lönd, sem ekki töldust hlutgeng á þessu sviði fyrir stríð, em nú komin í frmestu línu. Og enn heldur þessi þróun áfram hröðum skrefum. Austur-Evrópuríkin Tékkó- slóvakía, Júgóslavía, Búlgaría, Rúm- enía og Rússland gera nú stórfelldar ráðstafanir til að fylgjast með á þessu sviði. I þeim löndum er varið stórfúlg- um til endurbygginga og þau auglýsa mjög stíft eftir heimsóknum erlendra ferðamanna. Á öllu meginlandi Ameríku, norðan frá Alaska suður til Ushuaia, þjóta upp nýir og áður óþekktir ferða- mannastaðir. Einn jricgasti og fjcilsóttasti ferðamannaslaður i Evrópu, Nice (Nizza) á Mið- jarðarhafsströnd Frakklands. Vinstra megin vegarins er baðströndin, en á htcgri liönd óslitin röð veitingahúsa. Litill fiskimannabœr á Miðjarðarhafsströnd Italiu, scm nú er orðinn frregur bað- staður. ítalarnir nota sjálft bergið til að sóla sig á. Hörð samkeppni er nú háð milli bœjanna á Miðjarðarhafsströnd Fraklclands og ítaliu. rn ■ : tsÆi í. .ÍH ... Í3wi#|| Við Rinarfljót. Meðfram Rin eru margir sérkennilegir miðaldabæir, mjög eftirsóttir af ferðamönn- um, bceði til að njóta náttúrufegurðar og bragða góð vin. Islenzkir ferðamenn sækja til Rinarlanda. 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.