Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Page 9

Samvinnan - 01.10.1957, Page 9
Fyrsta skáldsaga Hagalíns í 12 ár SÓL Á NÁTTMÁLUM Fyrir sunnan og neðan aðaltúnið í Hjallatúni er sporöskjulagaður völlur, sem fyrir hálfum mannsaldri var stak- steinótt kvíaból, en nú er orðinn að sléttu og fallegu túni. Hann er umkringd- ur hrauni, nema hvað tvö mjó hlið eru .á hinni ryðrauðu, sagtenntu hraungirð- ingu. Þetta er tún í góðri rækt, en um of harðlent. Það er í skjóli, svo að það kel- ur ekki, en grær mjög seint, nema tíð sé ærið votviðrasöm. Þetta surnar hafði veður löngum verið þurrt og kalt, og þess vegna hafði Kvíabólið sprottið ó- vænjuseint. Þama voru þau að leggja hev í flekk, daginn eftir að verkfræðingurinn kom að Hjallatúni, Konkordía Sýrusdóttir og Bjarni póstur. Þau gengu álút. kné- sigin og herðalotin, Bjarni á undan. og fóru hægt. En þau slógu samt ekki slöku við, Iötruðu þetta jafnt og þétt og töl- uðu ekkert saman, en annað veifið á- v’arpaði Konkordía rifgarðana: „Þú ert ekki fríður, geyið mitt.“ Eða: ..Hvað ert þú að setja upp kryppu, smánarskarnið? Huh, ég læt það svo sem aldeilis vera.“ Allt í einu hætti hún að rifja, vék hríf- unni við, hélt henni út frá sér og sneri að sér tindunum. Hún sperrti upp aug- nn, rvkkti sér til í herðum, hallaði á og sagði í mjúkum meðaumkunartón- „Vesalings hrífan mín, — mikið er að sjá, hvernig þú getur verið orðin til munnsins, hver einasta tönn í þínunv tranti skökk og skæld, rétt eins og geifl- urnar í henni húsmóður þinni.“ Hún klappaði á hrífuhausinn með magurri og hnúaberri hendi, sem minnti á visn- aðar birkikræklur, hristi síðan höfuðið og hélt áfram í raunatón: „Svona skekkj- ast þeir og skælast, sem grjótinu mæta og harðhnúskunum í þessari veröld.“ Hún sneri hrífunni við og gerði sig lík- lega til að lötra á eftir Bjarna. En skvndi- lega veðraði hún í vindáttina — eins og kind eða hestur —- og sagði síðan: „Stanzaðu, Bjarni minn, — þefaðu. Mikill er sá blessaður Edensilmur. Sá, sem segir, að þetta sé gróðurlaust, þetta hraun, hann ætti að reyna að soga að sér þessa himnaríkisangan.“ Bjarni, sem var kominn góðan spöl á undan henni, nam staðar og leit um öxl: „Æ, vertu nú ekki að þessum ei þó spekúleringum út í náttúruna og veröld- ma. Við skulum heldur halda okkur að því að rifja.“ En gamla konan gaf orðum hans eng- an gaum. Hún vatt sér til og setti höna' fyrir augu: „Það held ég annars bara. að blessuð sólin ætli að blinda mig með sínum geislaprjónum. Það er hvort tveggja að mikið hefur maður syndgað um dagana, enda er maður ekki orðinn til að horfast í augu við himnadrottninguna.“ Bjarni póstur ók sér velsældarlega: „Osköp er ég feginn, að veðrið skvldi snúast svona. Húsbóndanum þótti það svo leitt, að við skyldum ekki hafa manndóm í okkur til að ná þessu inn í gærkvöldi. En í dag liggur vel á honum. Þetta er svoddan hugmaður. Annars sýn- ist hann vera að hugsa eitthvað stórt, fellur alltaf í þanka annað veifið . . . En þarna kemur þá einhver, Día mín.“ I vesturhliði hraungirðingarinnar stóðu karl og kona. Maðurinn var lágur vexti, mjóleitur og magur í andliti, með rautt yfirskegg og dökka brodda á höku >g vöngum. Hann var í brúnum fötum og blárri peysu, með gráan barðaskæld- an hatt á höfði og í rauðum skóm úr pykku gúmi. Jakkinn var ekki hnepptui, og maðurinn hafði hendurnar í buxna vösunum. Konan stóð á bak við hann oý ’ítið eitt til hliðar. Hún var liærri ev hann, hálslöng og herðamikil og breij yfir brjóstið, andlitið langt og beinabert augun stór, nefið stutt og breitt, munn- urinn víður og varaþunnur og hakan breið og löng. Konan var berhöfðuð, hár- ið þunnt, skolleitt, skipt í miðju og þannig greitt, að berir hálfmánar sáust aftan við stór og dálítið útstæð eyrun. Hún var í grænum, upplituðum ryk- frakka, en berleggjuð ■' svörtum karl- mannsstígvélum með hvítum botnum. Maðurinn velti vöngum og strauk yfir- skeggið með vinstri hendinni, en stakk henni síðan í vasann aftur „Góðan daginn, gott fólk,“ sagði hann veikum, en háum rómi. Þau tóku undir, Bjarni og Konkordía, og hún laut að eyranu á honum og sagði lágt: „Þekkirðu þessar manneskjur — eða eru þær kannski að sunnan, rápfólk kannski?“ Hann leit snöggt til hennar, gretti sig og hvíslaði: „Ahæ, dæmalaus ertu! Þekkirðu nú ekki hann Jósúa í Hraunhöfn og fylgj- una hans?“ Maðurinn trítlaði til þeirra, og eftir andartaks hik stikaði konan á eftir hon- um, nam staðar fyrir aftan hann — þannig, að háls og höfuð bar yfir vinstri öxlina á honum, þar sem hann stóð frarnmi fyrir þeim Bjarna og Konkordíu. Hann stóð ofurlítið gleiður. vatt höfðinu út á hægri öxlina, snýtti sér með fingr- nnum og tók blikkdós upp úr vasa sín- um. „Þið amlið,“ sagði hann. „Er Ásbrand ur kannski farinn suður?“ Það var Konkordía sem varð fyrir svörum. Hún skók höfuð og herðar, glennti upp augun og sagði hávær: Meðal hinna jjölmörgu bóka, sem flœða yfir íslenzka lesendur á þessum jólum, verður bók, sem mörgum mun leika forvitni á að lesa. Það er ný skáldsaga eftir Guðmund Gislason Hagalín og nefnist „Sól á náttmálum". Útgefandi er Bókaútgáfan Norðri. Hagalin hefur ekki sent frá sér skáldsögu í 12 ár. Síðasta skáldsaga hans, „Konungurinn á Kálfskinni“, kom út árið 19ýS, en síðan hefur hann gefið út fjölda bóka, meðal þeirra hina bráðskemmtilegu œvisögu sína í fimm bindum. Samvinnan birtir hér stuttan kafla úr hinni nýju skáldsögu, og er það fyrst.i hluti annars kafla. V.----------------------------------------------------------------------------- SAMVINNflN 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.