Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Page 15

Samvinnan - 01.10.1957, Page 15
en ein fjölskylda eru í húsinu, að standa í samningum um notkun þess og síðan hlaupa alla leið niður í kjall- ara til þvottastarfa. Algengt er það hér á landi, að í þvottahúsum fjölbýlishúsa standi röð af þvottavélum, hver fjöl- skylda eigi sína vél. Ef sameigin- leg þvottahús eru notuð, þá er þetta viðurstyggilegt bruðl, sem hefur kostað þjóðina stórfé í er- lendum gjaldeyri. En nú er það staðreynd, að ótrúlega margar fjölskyldur eiga sínar þvottavél- ar. Hví ekki stíga næsta skrefið til þægilegra íbúða og hafa þvotta- vélina í íbúðinni sjálfrip Þetta er gert í stórum stíl erlendis, þar sem efni eru til. Er þá venja að hafa lítið en hentugt þvottaherbergi við eldhúsið, þar sem húsmóðirin getur án óþæginda sett slatta af þvotti í vélina daglega eða annan livorn dag, en þvotturinn verður aldrei að erfiðisvinnu, eins og hann er, þegar þvegið er einu sinni í viku og þá margir balar. Þvottavélar nútímans gera þetta kleift og svona verður þetta. Eins og útikamrarnir gömlu eru horfnir en vatnssalemi komin inn í húsin, munu þvottahúsin fyrr eða síðar hverfa, en í stað þeirra koma þvottaherbergi eða þvottakrókar hjá eldhúsum. Hinn sænski húsameistari hefur á teikn- ingu sinni sett baðkerið í þvottaher- bergið og er það til mikilla þæginda, ekki sízt til að þurrka yfir því eða skola í því. STÁSSSTOFUR OG BÖRN. Mikill hluti þeirra íbúða, sem ís- lendingar hafa byggt á síðustu árum, sérstaklega fyrst eftir stríðið, bám vott um mjög einkennilega og óskyn- samlega notkun á húsrýminu. Mest var það áberandi — og gagnrýnt — hve miklu rúmi var oft eytt í innri forstofur, hin svokölluðu „hol“. Nú mun vera orðið blessunarlega minna um þetta en áður. Annað er það, sem borið hefur mikið á í íslenzkum íbúðum, en það er heilagleiki stássstofunnar og borð- stofunnar. Algengt er að koma í í- búðir, sem hafa tvær eða jafnvel þrjár rúmgóðar stofur, sem standa auðar allan sólarhringinn nema ör- fáar klukkustundir í viku, þegar gesti ber að garði eða foreldrar sitja þar stundarkom að kvöldlagi. Svo er bömunum, sem allir trúa að þeir vilji allt fyrir gera, ætlað að sofa í kojum hverri upp af annarri í litlum barna- herbergjum. Hér er um óskynsam- lega notkun á húsrými að ræða. A sænsku teikningunni er aðeins ein myndarleg stofa, sem er aðallega miðuð við skemmti- og hvíldarþarfir fjölskyldunnar sjálfrar, en auk þess fullnægjandi fyrir allar meðalfjöl- skyldur til móttöku gesta. Stofan er miðuð við nútíma þarfir og þannig hagað húsgögnum, að þægilegt er að horfa á sjónvarpið eða hlusta á út- varpið. Síðan er borð, sem kallað er vinnu- og matborð. Það er þægilegt til ýmiskonar vinnu, en má stækka það til að bera veitingar fyrir gesti. Sjálf borðar fjölskyldan jafnan í eld- húsinu, svo að óþarfi þykir að hafa sérstaka stofu til þess eins að taka á móti gestum. Tíðkast það mjög í beztu nútíma íbúðum og þykir alls staðar fullnægjandi, að gamla borð- stoían sé nú aðeins horn af stofunni, svo að hún hagnýtist sem bezt. Barnaherbergið er hins vegar á- berandi á hinni sænsku teikningu. Það er jafn stórt — fyrir tvö böm — og herbergi hjónanna. Þetta er skynsamlegt, því bömin þurfa í her- bergi sínu öllu meira rúm en hinir fullorðnu. Foreldramir em ekki ýkja mikið í svefnherbergi sínu nema um svefntímann, en börnin þurfa bæði að geta leikið sér og lært heima- lexíur sínar í sínu herbergi. En hversu margar hinna 10 000 nýju íbúða á ís- landi taka tillit til þess og hafa bama- herbergið jafn stórt hjónaherberg- inu? Þegar ákveðin er herbergjaskipun nýrrar íbúðar, ætti hinn væntanlegi húseigandi með konu sinni að byrja á því að athuga vandlega, hvar þau hjónin og börnin eyða mestum tíma í íbúðinni, hvar þarf að vinna, hvíl- ast, mætast og hve oft á sólarhring. Þetta raunhæfa mat ætti síðan að verða mælistokkur hverrar hug- myndar um hina nýju íbúð. Ekki hugsa of mikið um gamlar venjur og kreddur, ekki reyna að sýnast, held- ur láta skynsemina ráða. Það mun ekki aðeins reynast happadrýgst fjöl- skyldunni sjálfri, heldur einnig hljóta aðdáun allra góðra gesta, hvort sem þeir fá að borða í sérstakri borðstofu eða ekki. Því miður hefur verið allt of lítið um fræðslu í þessum efnum hér á landi og húsameistarar hafa vanrækt það að leiðbeina fólki — sem er skylda þeirra, þrátt fyrir miklar annir og þrátt fyrir kreddur og venj- ur, sem verða á vegi þeirra. Vonandi reynist húsnæðismálastjórn áhuga- söm í þessum efnum, en slík fræðsla er einmitt eitt af höfuð verkefnum hennar. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.