Samvinnan - 01.10.1957, Page 16
Bruna þú nú, bátur minn
Frásögn eftir Óskar Aðalstein
i.
Allar leiðir verða stuttar þegar bát-
urinn er korninn á flot. En í vetur, með-
an báturinn svaf í híði sínu við ána, var
ekki ævinlega auðhlaupið fyrir Göit-
inn, þá liðu bæði dagar og vikur svo
enginn kom eða fór burt úr vitanum.
Nú er vor um alla veröld, og bátur-
inn, tveggja manna farið, er dreginn úr
vetrarhíðinu og settur á sjó. Öll fjöl-
skyldan, — við hjónin og drengirnir
þrír, sá elzti er níu ára —. tekur þátt í
þessari fyrstu sjófcrð. Við skjótumst
fram rétt að gamni okkar. Utanborðs-
mótorinn ymur fjörlega, og báturinn
skríður hratt út með löndum. Við remi-
um færi, en fiskur er tregur, enda ekki
genginn á grunnmið. Fuglinn er spak-
ur og kemur fast að bátnum, hvítur
fugl með gulan gogg og ber færturna
ótt á sundinu. Brátt sjáum við hvar
gamall kunningi stingur hausnum upp
úr sjónum. Já, drengirnir fullyrða að
þetta sé sami selurinn sem lék sér hérna
við skerin i fyrra og hitteðfyrra.
— Við segjum ekki frá honum á Suð-
ureyri . . . Þetta dettur upp úr minnsta
manninum um borð.
— Af hverju segjum við ekki frá
honum á Suðureyri? spyr ég.
— Þá verður hann skolinn, anzar
litli maðurinn.
— Hvaða vitleysa, segir elzti dreng-
urinn. — Munið þið ekki í fyrravor?
Refaskyttan kom tvisvar af fjallinu og
ætlaði að skjóta selinn, en hann lét
ekki sjá sig í hvorugt skiptið. Seinna
komu tveir strákar frá Suðureyri með
riffil. Og munið þið ekki hvernig hann
Kobbi lék á þá? Hann hvarf um leið og
byssuhlaupinu var beint út á sjóinn, og
við sáum hann ekki meir fyrr en strák-
arnir voru farnir.
Nú verður hljótt um borð, því Kobbi
sýnir sig aftur og horfir á okkur með
þesstmi stóru trúverðugu barnsaugum
sínum. Hann hringsólar umhverfis bát-
inn á meðan við erum á sjónum, kem-
ur og hverfur. Og það er ekki hægt
annað en að hafa ánægju af nærveru
hans og láta sér verða svolítið hlýtt til
hans. Hann heldur sig oft alveg upp í
landsteinunum, einkum þegar dreng-
irnir eru að leik í fjörunni.
Við setturn á flot við ána, en lend-
um bátnum einum hálfurn kílómetra
utar í fjörunni, rennum honum inn með
allmikilli klettahlein, sem þarna rís úr
sjó. Hér er eini sæmilegi lendingarstað-
urinn í víkinni meðan sjó ýfir ekki að
ráði. Annars er fjaran ein stórgrýtis-
urð. Og brimið leikur sér eins léttilega
að stórgrýtinu og barn að biðukollu, og
vörina verður að ryðja í hvert sinn sem
brimar. Steinsnar frá sjónum rísa háir
bakkar vfir urðinni, en ofar taka við
flugbrattar skriður.
2.
I allt vor eru drengirnir búnir að
hlakka til að fara í kaupstað á bátnum.
Eu þegar ég kem á fætur morguninn
eftir skemmtisiglinguna er sjór orðinn
úfinn, vindstrekkingur stendur af hafi
og stórir boðar brotna á skerjum með
þungu dynhljóði. Enginn talar um
Suðureyrarferð. En einn morgunn.
nokkrum dögum seinna. er brimhljóðið
þagnað. Það er undursamlega kyrrt.
Minnsti maðurinn í fjölskyldunni vakn-
ar fyrstur allra þennan morgunn. Hann
vekur mig ldjóðlega og segir með mikl-
um alvörusvip:
— Heyrirðu?
— Heyri ég hvað?
— Heyrirðu uokkuð?
— Nei, ég heyri ekkert sérstakt.
— Eg heyri heldur ekkert, segir
snáðinn.
— Af hverju spyrðu þá svona?
— Þegar maður heyrir ekkert í sjón-
um, þá getur maður farið til Suðureyr-
ar, segir snáðinn.
Þetta er hverju orði sannara. Og nú
er ýtt úr vör og lagt af stað í kaupstað-
arferðina. Þrír litlir strákar sitja á mið-
þóftunni, en karl faðir þeirra heldur um
stjórnvölinn. Svolítil alda lyftir bátn-
um öðru hverju, en fer svo mjúklega
að spegill vatnsins brotnar ekki. Við
höfum strauminn með okkur og erum
svo sem enga stund að skjótast þetta
fvrir Göltinn og inn Súgandafjörðinn.
Suðureyrarkauptún: Fáein hús á eyri
undir háu fjalli: hvít og gul og blá og
græn hús, rnörg nýmáluð, einkum
þökin, heitrauð og dimmgræn, litirnir
skærir og sumarlegir eins og litir jarð-
arinnar. Og í fjörunni eru sjómenn-
irnir að mála bátana sína. Og í hrað-
frystihúsinu er blómi kvenþjóðarinnar
að flaka fisk, pakka og vigta. Og hrepp-
stjórinn stendur við suðupottinn oþ'
sýður rækjur, hefur marga í vinnu og
má ekki vera að því að rukka mig um
útsvarið. Og kveufélagið og íþróttafé-
lagið og verkalýðsfélagið og skátafé-
lagið og stúkan eru að umskapa gamla
samkomuhúsið í nýtt og glæsilegt fé-
lagsheimili. Og mér er sagt, að prest-
urinn, sem starfar jafnt með fólkinu
innan kirkju sem utan, sé að beygja og
leggja járn í steypumót, af því hann
kann þennan starfa betur en aðrir menn
á eyrinni. Og kaupfélagsstjórinn hefur
látið gera nýtt kaupfélagshús úr gamla
kaupfélagshúsinu, og maður sér alla
búðina í gegnum glerið, eins og mað-
ur sé staddur á Boulevard Magenta.
Og Pálsbúð er öll nýmáluð að innan
með hörpusilki af því kaupfélagið er
beint á móti. Og fyrir framan brim-
brjótinn hefur verið sökkt steinnökkva
frá Hollandi. og á sjávarbotninum spíg-
spora kafarar í kringum nökkvann og
dást að því hversu vel hann tekur sig
út. Og símstjórinn er að mála húsið
sitt af því sumarið er komið. er hátt
uppi, alveg uppi undir þakskeggi. en
þegar hann kemur auga á mig á þorps-
götunni, stígur hann strax niður úr
þessum svimandi hæðum til þess að af-
henda mér póstinn. svo ég gleymi ekki
heimsmenningunni með öllu.
Og þetta litla þorp undir þessu háa
fjalli heldur enn um stund áfram að
svífa á mig eins og gott vín á glaðri
stund.
16 SAMVINNAN