Samvinnan - 01.10.1957, Síða 19
hendi og sé dávaldurinn snjall, er dá-
leiðslan auðveld. Einfaldasta aðferð-
in er í því fólgin, að dávaldurinn
starir látlaust í augu þess, sem dá-
leiða skal og hefur yfir róandi setn-
ingar og hvetur til afslöppunar, —
loka augunum, slappa alveg af, ekki
að hugsa um neitt, bara sofa, sofa ....
Og maðurinn sofnar, venjulega létt-
um dásvefni, augun eru lokuð og
líkaminn alveg afslappaður. Með
ýmsum aðferðum getur dávaldurinn
nú fest svefninn hjá manninum,
þangað til hann er svo algjörlega
meðvitundarlaus, að dávaldurinn get-
ur opnað augu hans, án þess að hann
vakni.
Margir eru þeirrar skoðunar, að
það sé merki um viljaleysi og veika
persónugerð, ef menn dáleiðast auð-
veldlega. Slíkar skoðanir eru algjör-
lega út í bláinn. Reynslan sýnir, að
auðveldast er að dáleiða menn, sem
hafa skynsemi meiri en í meðallagi,
fjörugt ímyndunarafl og heilbrigðar
skoðanir . Heimskingja eða geðveika
menn er svo að segja ómögulegt að
dáleiða. Margir halda líka, að dá-
leiðsla sé hættuleg, en einnig það er
rangt, — svo framarlega sem dá-
valdurinn hefur meðvitund um þá
ábyrgð, sem á honum hvílir. Menn
fá hvorki sálrænar né Iíkamlegar
meinsemdir af dáleiðslu og persónan
er sú sama eftir sem áður. Þegar
menn eru „vaktir“ eftir dásvefn, hafa
þeir vanalega sömu tilfinningu og að
vakna af föstum svefni.
Það sem einkennir dásvefn framar
öðru, er að sá sem dáleiddur er, getur
í því ástandi framkvæmt ýmislegt,
sem hann hefði hvorki getað né þor-
að í eðlilegu ástandi. Menn hafa
raunverulega ekki getað útskýrt þetta
fyrirbrigði, meðal annars af því, að
þeir vita ekki hvað dáleiðsla er, eins
og áður er sagt. Að vísu hafa komið
fram nokkrar kenningar um þetta og
sú nýjasta og um leið sú líklegasta er
kennd við hinn þekkta ungverska
taugalækni, Völgyesi. Hann heldur
því fram, að heilinn sé tvískiptur:
Frumheili, sem stjómar hinum fmm-
stæðu hvötum okkar, og nýheili, sem
er miðstöð fyrir hinar lærðu athafnir.
í eðlilegu ástandi hefur nýheilinn yf-
irráð yfir fmmheilanum. Hann sér
um, að fmmhvatirnar fari ekki með
menn í gönur og, að þeir hagi sér
„fínt og pent“. En í dáleiðslunni
minnkar blóðstraumurinn til nýheil-
ans, svo frumheilinn fær yfirráðin og
stjórnar hugsunum og athöfnum.
Menn verða þannig náttúrlegri og
sýna betur kjarnann í sjálfum sér.
Sálfræðingar og geðveikralæknar hafa
með dáleiðslu náð undraverðum ár-
angri, því á þann hátt hafa þeir feng-
ið sjúklinga til að segja hug sinn all-
an, sem þeir ekki mundu hafa gert
ella, og þannig hafa þeir getað séð,
hvað raunverulega amaði að.
Læknar hafa á annan hátt haft góð
not af dáleiðslu. Það kom sem sé í
Ijós, að með dáleiðslu er hægt að gera
menn svo að segja ónæma fyrir sárs-
auka. Fjölda margar konur hafa
þannig alið börn án nokkurs sársauka
og margir hafa gengið dáleiddir undir
stóra uppskurði.
Mjög ýtarlegar tilraunir hafa verið
gerðar með dáleiðslu á vísindalegum
grundvelli. Nokkur dæmi skulu nefnd
og eru þau tekin úr vísindaritum, sem
eru mjög vönd að virðingu sinni.
Dávaldurinn segir hinum dáleidda, aö hann sé
stifur eins og spýta. SíSan er hann lagður milli
tveggja stóla, þannig að hnakkinn og hcelarnir
hvila á þeim. Tveir menn taka sér stöðu á maga
hins dáleidda, en hann svignar ekki hið minnsta.
Dávaldurinn kemur við hendi hins dáleidda með
blýanti og segir honum, að það sé glóandi járn.
Maðurinn afskrremist af sársauka og eftir litla
stund er komin brunablaðra á hendina, þar sem
blýanturinn kom við.
Dávaldurinn dáleiðir konu og segir
henni, að hún geti ekki fundið sárs-
auka. Hann segir henni að rétta fram
höndina og svo bregður hann logandi
eldspýtu undir fingur hennar. Hún
finnur ekki neitt og það kemur ekki
brunasár. í annari tilraun segir dá-
valdurinn henni að rétta út höndina
og nú muni hann halda logandi eld-
spýtu undir henni. Dávaldurinn tek-
ur eldspýtu, sem alls ekki hefur verið
kveikt á, og bregður henni undir
hönd konunnar. Hún rekur upp óp,
kippir að sér hendinni óttaslegin og
þar gefur að líta stóra brunablöðru.
Dávaldurinn dáleiðir mann og seg-
ir honum, að hann sé stífur eins og
staur. Þarnæst er hann lagður milli
tveggja stóla, þannig að hnakkinn
hvílir á öðrum en hælarnir á hinum.
Dávaldurinn sezt nú á magann á hon-
um, en það er eins og að setjast á
staur.
Maður er dáleiddur og dávaldurinn
fær honum pappastykki. Þetta er
mynd af þér — segir dávaldurinn og
maðurinn byrjar strax að skoða
pappastykkið af gaumgæfni, hann
talar um myndina fram og aftur og
endar á því að spyrja, hvort hann
megi ekki eiga hana. Seinna fær hann
annað pappastykki og nú er honum
sagt, að það sé spegill. Hann fer að
skoða sig í speglinum, grettir sig og
greiðir sér með fingrunum eins og það
væri raunverulegur spegill. Og svo
gerist nokkuð merkilegt: Dávaldur-
(Framh. á bls. 36)
SAMVINNAN 19