Samvinnan - 01.10.1957, Qupperneq 36
— og eftirbreytnisverð — um hvernig
eitt lítið þorp fór að því, að koma sér
í vegarsamband við önnur héruð — á
móti guðs og manna lögum, eins og
manni gat virst. á stundum. — Sú saga
verður vonandi einhverntíma skráð.
I árslok 1933 voru félagsmenn í Kaup-
félagi Hellissánds 36. — en í árslok 1956
voru þeir 51.
I árslok 1939 — siðasta árið áður en
hinar stríðandi þjóðir fóru að stríða og
allt verðlag fór daghækkandi, var verzl-
unarvelta félagsins 194 þús. kr., en í árs-
lok 1956 var hún 2.3 millj. kr.
Þeir, sem eitthvað þekkja til kaupfé-
laga út um land, sjá á þessum tölum að
Kaupfélag Hellissands ér eitt at' minnstu
kaupfélögum á öllu landinu. Engu að
síður hefur það þýðingarmiklu hlutverki
að gegna — og vaxandi hlutverki —
hvað viðkemur þessum stað — í lífi þess
fólks, sem hér byggir.
Félagið hefur oft fengið stór og þung
högg, sem það hefur bognað undan en
cigi brotnað. — Félagsmennirnir liafa oft
verið — og ern máske enn — sundur-
leitir og eigi nógu skilningsríkir á sinn
eigin hag — og ekki nógu áhugasamir
um sitt eigið félag. Þó þykist ég vita —
og leyfi mér að fullyrða, að enginn fé-
lagsmaður rnætti til þess hugsa, að hér
væri ekkert kaupfélag, — þeirra eigin
verzlun, sem þeir geta haft Iiönd í bagga
með að reka — og reka vel — til hags-
bóta fyrir sig og sína.
Verkefnin framundan eru vissulega
mörg og stór og ótæmandi. Hinir gömlu
og lúnu, sem borið hafa hita og þunga
dagsins, — ættu vissulega að hafa leyfi
til að fara nú heldur að draga sig í hlé.
— En hvar eru hinir ungu? —- Furðulega
fátt af yngri kynslóðinni er félagsbundið
í kaupfélaginu. — Það þarf að breytast.
Þið hin eldri og reyndari eigið að vísa
hinum yngri leiðina — og sýna þeim um
leið, hvernig þeim ber að forðast þá
bresti, sem þið börðuð um of í, — forð-
ast ykkar eigin axarsköft -— og þá sér-
staklega þann draug, sem er öllum öðr-
um draugum lakari og lífseigari, sundr-
ungardranginn. —
I fámenni, einangrun, kyrrstöðu og
deyfð. — mikla menn stundum um of
fyrir sér ýmsa hluti, sem við mistök eru
kenndir — og stökkva of oft upp á nef
sér. — Koma ekki alltaf auga á hið góða
í fari náungans, — slíta oft veika taug,
sem tengir saman, — máske augnabliks
geðshræring eða gáleysi út af smáatvik-
um verða oft valdandi stórra og leiðin-
legra hluta. Allt slíkt — er vatn á myllu
þeirra, sem gera sér að féþúfu sundrung
og samtakaleysi alþýðu manna.
Ég gat þess hér fyrr í tölu minni, að
ýmsir af framámönnum fyrstu ára fé-
lagsins, væru nú horfnir okkur. — Það
er rétt. — Hitt er einnig rétt. að ýmsii'
þeirra standa enn í ístaðinu. — Margir
valinkunnir menn úr hópi stofnenda og
félaga fyrstu ára, eru hér í hófi þessu.
Ég vil leyfa mér að nafngreina einn
þeirra, sem hefur verið félagsmaður síð-
an 1934, — það er Björgvin Alexanders-
son. — Hann hefur nú síðastliðin 23 ár
ávallt verði í trúnaðarmannahópi félags-
ins. Ef hann hefur eigi verið í stjórn, þá
hefur hann verið í varastjórn —- og ef
hann hefur eigi verið í varastjórn þá hef-
ur hann verið endurskoðandi félagisns.
— Þannig hefur hann í 23 ár samfleytt
— ef trúa má fundagerðabókum félags-
ins — unnið sínu félagi á sinn hljóðláta
hátt.
Ég get hér ekki um þennan ágæta fé-
lagsmann, af því að mér finnist óþarfi að
geta annara, — heldur minnist ég hans
sem glöggs dæmis um þá þrotlausu elju
og félagslegu seiglu, sem nauðsynleg er
til að geta starfað sem trúnaðarmaður
eins og sama félags í 23 ár af 25, sem fé-
lagið hefur lifað. Björgvin mun því hafa
lengstan starfsfei'il að baki í Kaupfélagi
Hellissands.
Ég vil, sem einn yngsti félaginn í fé-
lagsmannatali Kaupfélags Hellissands,
óska þvi til hamingju með aldarfjórð-
ungsafmælið og biðja því allrar blessun-
ar á komandi árum. Ég vil flytja stofn-
endum þess — og öllum félagsmönnum
og framkvæmdastjórn — á þessum liðna
starfstíma, — þakkir allra þeirra, sem
notið hafa góðs af framtaki þeirra og ó-
sérhlífni við stofnun og rekstur þessa
fyrirtækis. — Við sendum þeim félögum,
sem fluttir eru burtu í aðra landshluta
og eigi hafa haft tækifæri til að vera hér
með okkur í kvöld, hlýjar kveðjur í hug-
anum — og minnumst allra hinna látnu
félaga með því að rækta og glæða skiln-
Hérna er splunkunýtt biauð, mamma.
ing manna á þeirri htigsjón þeirra, að
gera beri samvinnuverzlanir að hagnýtu
tæki, til að bæta kjör hins vinnandi
manns til sjávar og sveita.
I lítt numdu héraði sem hér — með
einar mestu auðlindir sjávarins við bæj-
ardyrnar, blasa við hin víðfeðmustu verk-
efni — við að bvggja upp á öllum svið-
um til lands og sjávar. — Fjársterk sam-
vinnuverzlun getur þar lvft grettistök-
um. — Við skulum vona, að þessi litla
verzlun okkar verði brátt fjársterk stofn-
un, — kvak hennar um hinn þétta leir
verði heyrt, — því ég veit, að vinnufús-
ar hendur heimamanna bíða eftir að fá
að glíma við verkefnin.
Því það er ekki að ófyrirsynju, að
Guðmundur í Klettabúð segir:
„Bið ég guð að byggist upp
blessað Snæfellsnesið“
— og hygg ég, að sú verði bæn okkar
allra.
Getur dáleiðsla ...
(Framh. af hls. 19)
inn tekur sér stöðu bak við manninn
og spyr hann, hvort hann sjái sig í
speglinum. Jú, það ber ekki á öðru,
maðurinn sér hann greinilega. Dá-
valdurinn tekur greiðu upp úr vasa
sínum og spyr, hvort hann sjái, það
sem hann haldi á. „Jú, það er hár-
greiða“, segir maðurinn tafarlaust og
allan tímann hefur hann snúið baki í
dávaldinn og speglun á möttu pappa-
stykkinu algjörlega útilokuð. Þessi
tilraun heppnast oft en ekki alltaf.
Líka er hægt að framkvæma hið
gagnstæða — að sá dáleiddi geti ekki
séð vissa hluti, sem hann hefur fyrir
augum. Dávaldurinn getur gert mann
ósýnilegan fyrir augum hins dáleidda
og hann verður þá vanalega alls ekki
var við tilveru „hins ósýnilega“, jafn-
vel þótt hann klípi hann eða öskri
upp í eyrað á hinum dáleidda. Gangi
„sá ósýnilegi“ út, sér sá dáleiddi að-
eins dyrnar opnast og taki maðurinn
hatt og komi með hann inn, sér sá
dáleiddi ekkert nema hattinn, sem
svífur í lausu lofti.
Það hefur aldrei komið fyrir, að
dávaldur hafi fengið mann til að gera
eitthvað, sem algjörlega stríðir á móti
36 SAMVINNAN