Samvinnan - 01.10.1957, Side 37
lífsskoðun hans. Maður, sem ekki
fremur glæpi, mundi ekki gera það
dáleiddur, þótt honum væri sagt það.
Dávaldur fékk konu byssu (með
púðurskoti) og sagði við hana: „Þessi
maður hefur pínt og myrt barnið
þitt. Þú getur skotið hann, ef þú vilt“.
—- Konan hóf byssuna, en hún hleypti
ekki af. Skýringin er sennilega sú, að
þegar um svo stóra hluti er að ræða,
geti nýheilinn, þrátt fyrir magnleysi
sitt, haldið boðum frumheilans í
skefjum.
Árið 1911 byrjaði franski læknir-
inn Rochas d’Aiglun á nýstárlegum
dáleiðslutilraunum, sem síðan hefur
verið haldið áfram af miklum áhuga,
vegna þess að margir álíta, að þar
gefist svör við ævafornum spuming-
um varðandi líf mannsins hér á jörð-
inni.
Þessi franski læknir dáleiddi mann
og sagði honum, að nú væri hann
orðinn barn. Maðurinn fór að tala
með skærri barnsrödd og hegðaði sér
í öllu eins og smádrengur. Hann var
órólegur í sætinu, boraði upp í nefið
á sér með fingrunum og flautaði.
Jafnvel andlitsdrættirnir virtust allt
í einu vera orðnir svo barnslegir og
áhyggjulausir. Þegar d’Aiglun fékk
honum blað og blýant og bað hann
að skrifa nokkrar setningar, skrifaði
hann stóra og klunnalega prentstafi.
Seinna kom í ljós, að skriftin var ná-
kvæmlega eins og í stílabókum hans
frá barnsaldri. Hann gerði einnig
sömu stafsetningarvillurnar og þá.
Annað merkilegt var, að maðurinn
þuldi upp í smáatriðum ýmis smá-
atvik frá barnsaldri sínum, eins og
þau hefðu verið að gerast.
Síðan hafa margir gert svipaðar til-
raunir og alltaf hefur komið í ljós. að
menn hafa getað munað í smáatrið-
um, atvik, sem löngu voru gleymd
og grafin í huga þeirra.
Vísindamenn skýra þetta þannig:
Allt sem við heyrum og sjáum og
skynjum á annan hátt, skilur eftir
spor í frumheilanum. Það má á þenn-
an hátt líkja frumheilanum við segul-
band, sem tekur niður og geymir allt,
sem verður á vegi okkar. í venjulegu
ástandi getum við ekki „spilað“ af
bandinu, vegna þess að það hindrar
nýheilinn eins og áður er sagt. En
undir eins og nýheilinn er tekinn úr
sambandi, getum við spilað hvar sem
vera skal af „minningabandinu“ og á
þann hátt endurlifað líf okkar.
Að svo komnu máli fór mönnum
að detta nýtt í hug: Að fara með
menn aftur fyrir fæðingu þeirra með
dáleiðslu. Tilraunir voru gerðar með
þetta og árangurinn er mjög undra-
verður. Það kom í ljós, að sá dáleiddi
varð allt önnur persóna með allt öðru
nafni og öðrum samastað. Stundum
talaði sá dáleiddi allt annað tungu-
mál. Nú eru til fjölda mörg dæmi
þess, að fólk hafi á þennan hátt talað
reiprennandi tungumál, sem það
kunni ekki orð í, til dæmis grísku,
ungversku og indverskar mállískur.
Það er sænskur læknir og guðfræð-
ingur, John Björkhem, sem lengst hef-
ur gengið í þessum tilraunum. Hann
dáleiddi meira en hundrað menn og
færði þá aftur á fyrri tilveruskeið.
Hann hefur skrifað bók um þessar til-
raunir sínar, sem heitir á sænsku, „De
hypnotiska hallucinationerna“ og úr
henni er eftirfarandi dæmi tekið.
Tuttugu og tveggja ára gamall
landbúnaðarverkamaður er færður
fram til ársins 1825.
Dávaldurinn spyr: Hvað heitir þú?
Máns Person?
Hvað gerir þú?
Ég er fiskimaður frá Lysekil. Það
er ógnar stormur og það fórust fjórir
í gær. Maður veit aldrei nema röðin
sé komin að manni.
Hvað ertu gamall?
Ég er þrítugur?
Hvenær ertu fæddur?
Ég er fæddur 1795.
Áttu kærustu?
Já, en hann Ölands-Petter náði
henni frá mér. Ég hef barið hann og
ég skal berja hann betur. í gær stóð
hann niðri á brúnni og kyssti hana
og ég skal berja hann fyrir það.
Þamæst er landbúnaðarverkamað-
urinn færður fram til 1790 (fimm ár-
um áður en Máns Persson fæddist).
Nú segist hann heita Rogslagsbjörn,
vera stór og sterkur og næstum alla
ævi segist hann hafa siglt á bark-
skipinu, þar sem hann nú er.
Hvert ætlið þið núna? spyr dá-
valdurinn.
Við ætlum til Kap Hom, ef dallur-
inn sekkur ekki. Þamæst fömm við
og tökum negra í þrældóm. Við för-
um með þá til Ameríku. Við förum
ef til vill líka til Ástralíu, en maður
verður að passa sig þar — þeir gera
kannske kjötkássu úr manni, ef farið
er í land. Þeir tóku kokkinn síðast og
tróðu honum í pottinn. Það var eng-
inn til að elda mat hjá okkur á
eftir.-------------
í Danmörku hafa menn fram-
kvæmt svipaðar tilraunir, en eitt sinn
vildi það til, að kona nokkur, sem dá-
leidd var, virtist helzt ætla að deyja.
Hún var færð aftur í fyrri tilveru, en
þá gat hún ekkert sagt, andardrátt-
urinn hætti algjörlega og sömuleiðis
hjartslátturinn. Hún varð samt vak-
in og allt fór vel, en Danir urðu
hræddir og hafa ekki þorað að halda
áfram þessum tilraunum.
Vísindin hafa að svo komnu ekki
viljað gefa útskýringar á þessu, en
margir hafa eftir þetta þá skoðun, að
maðurinn endurfæðist hér á jörðu
með einhverju millibili.
Það sem mesta athygli hefur vakið
í þessu sambandi, er bókin um Bridey
Murphy. Amerískur dávaldur, Morey
Bernstein, dáleiddi unga stúlku og
kom henni á fyrra tilveruskeið. Hún
talaði með írskum framburði, sagðist
heita Bridey Murphy og búa í Bel-
fast. Hún lýsti samtímafólki, lífsskil-
yrðum, götum og fyrirtækjum og
ýmsum atburðum mjög nákvæmlega.
Eftir að Bemstein hafði „tekið
skýrslu“ af stúlkunni nokkrum sinn-
um, lá fyrir svo að segia nákvæm
ævisaga hennar frá 1798 til 1864.
Þess ber að geta, að hvorki dávald-
urinn né stúlkan höfðu nokkru sinni
komið til írlands. Nú var farið að
rannsaka þetta þar á írlandi, eftir
þeim gögnum, sem til vom. Margt
stóð heima, t. d. nöfn á smábæjum,
sem ekki sjást á landakortum, orða-
tiltæki, siðir og gamlir söngvar. Svo
var aftur á móti annað, sem ekki
virtist hafa átt sér stoð í raunveru-
leikanum og enginn kannaðist við.
Hvað sem því líður er hér á ferð-
inni merkilegt viðfangsefni fyrir vís-
indamenn, því þrátt fyrir alla þá
efnislegu vitneskju, sem nú er fengin,
vita menn furðu lítið um sálina. Ekki
er þó ósennilegt, að í framtíðinni
verði gerðar stórar uppgötvanir á
þeim vettvangi.
SAMVINNAN 37