Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 3
 Geta þeir af okkur lært? Hinn árlegi samvinnudagur var haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim S. júlí fyrir atbeina Alþjóðasambands sam- vinnumanna, sem hefur aðalstöðvar sínar í London. Inn- an þessara samtaka eru nú 82 sambönd í 43 löndum, sem hafa samtals 132.5 milljónir félagsmanna í 452.000 ein- stökum samvinnufélögum. Alþjóðasamvinnusambandið hefur undanfarið tekizt fyrir hendur sem eitt aðalverkefni að styðja útbreiðslu samvinnufélaga í hinum nýfrjálsu löndum Asíu og Afríku, þar sem lífskjör manna eru enn mjög frumstæð og hagkerfi landanna hálfbyggt. Hefur komið fram mikill áhugi á að reyna samvinnuskipulag á ýmis konar rekstri austur þar, og vilja samvinnumenn á vesturlöndum veita alla aðstoð sína til þess, að svo megi verða. Meðal annars hafa sænsk- ir samvinnumenn haldið uppi mikilli fjársöfnun fvrir þessa starfsemi. ★ Islenzkir samvinnumenn mega ekki láta þetta átak bræðra sinna erlendis fram hjá sér fara. Þeim ber skylda til að leggja einnig eitthvað af mörkum, þótt það framlag fari eftir getu okkar og verði ekki stórt í samanburði við aðra. Islendingar voru fátæk þjóð, langt á eftir grannríkj- um um allar framfarir, fyrir tveim mannsöldrum. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur þjóðin brotið af sér hlekki fátæktarinnar og hafið mikið framfaraskeið. Eitt bezta tæki þjóðarinnar í þessari sókn hefur verið samvinnuhug- sjónin, og mun hlutur hennar í efnalegu sjálfstæði og vel- megun þjóðarinnar varla ofmetinn. Þótt íslendingar gerðu ekkeit annað en skýra hinum nýfrjálsu þjóðum austurlanda frá reynslu sinni í þessum efnum, frá þeim mætti, sem samvinnan býr yfir, væri það nokkuð framlag. Á þann hátt mætti hvetja þessar þjóðir til að efla samvinnustarf sitt í baráttunni fyrir bættum lífs- kjörum og efnahagslegu frelsi. Þessum boðskap mætti koma til leiðar á margan hátt, t. d. með því að bjóða hing- að samvinnumönnum frá austurlöndum til að kynna sér hreyfinguna hér á landi. Er vonandi, að þetta mál verði ekki látið kyrrt liggja. ★ I ávarpi því, sem Alþjóðasamband samvinnumanna gaf út í tilefni samvinnudagsins, eru ítrekaðar fyrri samþykkt- ir samvinnumanna um friðarmálin, hvatning til alþjóð- legrar afvopnunar og stöðvunar kjarnorkusprenginga. Þessi mál hafa samvinnumenn ávallt borið mjög fyrir brjósti, enda er ófriður allur gersamlega andstæður lífs- skoðun og viðhorfum samvinnustefnunnar. Þá er í ávarpinu lögð áherzla á þá aðstoð við fátækar þjóðir, sem fyrr var minnzt á. Avarpið var á þessa leið: „Hinar 132 milljónir samvinnumanna í 43 löndum, sem eru í félögum innan Alþjóðasamvinnusambandsins, eru skapandi máttur til friðar og félagslegra umbóta, er ekki á sinn líka í heiminum í dag. Sameiginlegt hlutverk þeirra, sem að Alþjóðasambandi samvinnumanna standa, er í dag að vinna sleitulaust að eflingu alþjóðlegs friðar á varanlegum grunni — með því að leggja stöðugt að viðkomandi ríkisstjórn- um, svo sem alþjóðasamvinnuþingið í Stokkhólmi 1957 samþykkti, að þær leiti samkomulags um algert bann við kjarnorkuvopnum og almenna afvopnun undir alþjóðlegu eftirliti og stjórn, svo og að efla samstarf milli þjóða um friðsamleg not kjarnorkunnar, og með því að veita Alþjóðasambandi samvinnumanna ríflegan fjárhagslegan stuðning og tæknilega hjálp til að vinna að útbreiðslu samvinnustefnunnar, sem er ekki að- eins öruggasta leiðin til að þurrka út fátækt og arðrán í hinum vanþróuðu löndum, heldur framkvæmd á hugsjón samvinnunnar um bræðralag mannanna.“ samvinnan 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.