Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 27
Undir dómnum (Framh. af bls. 10) — Hann sefur; við skulum ekki ónáða hann. — Hvað er hann gamall? — A fyrsta ári. — Hvar er mamma hans? — Mamma hans? — Já, á hún ekki heima hjá ykkur? — Nei . . . hún dó, þegar hún átti hann. — Megum við alls ekki sjá hann? Bara ósköp pínulítið? — Verið þið nú ekki að þessu, krakk- ar mínir. Hann greikkar sporið. En krakkamir hvíslast á að baki honum: Sá er góður — heldur að svæfillinn sé lifandi krakki! Brýna róminn og hrópa á eftir honum: Vitlausi maðurinn! Att engan krakka — þessvegna megum við ekki sjá hann! Ha, ha! — Svona, stubbur minn, segir hann: pabbi góður við kútakút, og kútagóður góður við pabba. Þá er allt í lagi. — Nú förum við út að sjó, litli ljúfur, segir hann; burt frá mönnunum. Sjórinn — ja, það er nú meiri lækurinn. Og ein- hverntíma förum við upp í sveit, og kútakútur fær að skoða kálfana . . . og sóleyjarnar. Og hver veit nema við för- um austur á Þórsmörk þegar við verðum stórir. Ha ha! bergmálar í stóra húsinu. Hann var samvizkusamur og vinsæll starfsmaður. OIlu samverkafólki hans var hlýtt til hans; hann sat jafnvel um skeið í stjóm starfsmannafélagsins í bankan- um. Hann var einstaklega geðfelldur maður. Á morgnana tók hann móti gestum í biðstofu bankastjóra: sat við skrifborð undir glugganum með stóran prótókoll útbreiddan fyrir framan sig, lét menn skrifa nöfn sín í hann, vísaði þeim inn til bankastjórans í réttri röð. Að tveimur árum liðnum þekkti hann velflesta út- gerðar- og kaupsýslumenn þjóðarinnar með nafni; og eftir að hann eignaðist drenginn tók hann að gerast skrafhrevf- inn við þá, þegar fátt var um manninn á biðstofunni — hann varð málkunnug- ur mektarmönnum í öllum landshlutum. — Komið þér sælir, Jón Jónsson. Hérna er bókin, gjörið svo vel. Þá er nú að slá sér lán til að efla atvinnuvegina. — Ja, ef þið bankamennirnir bjargið ekki málunum — þá hver? svarar Jón Jónsson og skrifar nafnið sitt. — O, við erum á hvínandi kúpunni Fáið yður sæti, veskú. Nokkuð títt að vestan? — Allt ósjúkt og mannheilt, það ég man. — Og allt í góðu gengi hjá íshússtjór- anum persónulega? — Þakka yður fyrir. — Vel á minnzt: hver er kona yðar . . . með leyfi? — Hún heitir nú Sigurfljóð Eilífsdótt- ir — haldið þér ég þurfi að bíða lengi? — Bara einn á undan yður — eigið þér mörg börn? — Fimm — hvaða bankastjóri er ann- ars við í dag? — Hallgeir — og náttúrlega uppkom- in? — Nokkuð svo . . . og þér eruð líka kvæntur, sé ég? — Var kvæntur, já. Konan mín dó af barnsförum. — Sorglegt. En barnið? — Lifir. Myndardrengur. — Hvað er hann gamall? — Bráðum ársgamall . . . Næsti, veskú. Þannig ræddust þeir við, bankamað- urinn og athafnamenn þjóðarinnar, þeg- ar tóm var til. Hann var kumpánlegur maður og leyfði þeim að halda, að þeir hefðu undirtökin í viðræðunum. Það varð bráðlega hljóðbært í bank- anum, hvað komið hafði fyrir manninn. Þau stungu saman nefjum og hvísluðust á að baki; en það var öllum hlýtt til hans — enginn þurfti að slengja neinu fram- an í hann. 0, sögðu þau, það er annað en gaman, þegar menn fara svona út úr lífinu. Guð, ég þakka þér . . . — Hvernig dafnar drengurinn þinn? spurðu þau i bankanum. — Ágætlega, takk fyrir. — Hann er orðinn tveggja ára, er það ekki? — Nei nei, en hann er langt kominn á fyrsta árið. Og tíminn leið. Þá er það einn dag á hausti, að þeir feðgarnir fara út að aka. Það gengur á með snörpum vindhviðum — þessum sem veturinn sendir á undan sér að sópa landið, svo hans hátign vaði ekki reyk og ryk þegar hann kemur að taka völd- in. Þeir leggja leið sína út á Laugarnes- tanga, þar sem fjöllin blasa við í hverri átt — og handan sundsins hampar Esja litum sínum, fegurstum í feigðinni eins og líf mannsins. Þeir nema staðar frammi á kambinum. Það er eitthvað, sem vek- ur forvitni föðurins; og hann gengur fá- ein skref frá vagninum til að ganga úr skugga um það. í sama bili kemur leift- ursnögg vindhviða þjótandi, smýgur inn undir vagninn, veltir honum yfir kamb- inn og niður urðina og skilar honum af sér í öldurótið. Faðirinn bregður við og steypir sér umsvifalaust í sjóinn að bjarga syni sínum. Ókunnir menn koma aðvífandi og draga hann í land. Þeir dæla upp úr honum sjónum og aka hon- um síðan heim í kjallarann — allir þekkja ruglaða bankamanninn. Seinna um kvöldið kemur einn þeirra með vagninn og leggur honum undir húshliðinni. Hann má sannarlega muna fífil sinn fegri; þetta er lík af vagni. — Næst þegar bankamaðurinn kemur að greiða húsaleiguna, segir frúin á hæð- inni: — Þið eruð hættir að aka út, feðgam- ir, segir frúin. — Sonur minn dmkknaði um daginn, svarar leigjandinn; kom það ekki í blöð- unum? Og nú eru þeir farnir, bankamaðurinn og barnavagninn — annar í garðinn, hinn á hauginn. „Þannig fylgdust þeir að . . . .“ Þeir voru þægilegir nágrannar; og það er ekki gott að segja, hverskonar fólk flytur nú í kjallarann. Svart auga gluggans einblínir yfrum götuna. Brauð og andi íFramh. af bls. 17) hanni Sigurjónssyni eða Þorgils gjall- anda. Síðasta fjárveitingin, 1000 kr., var til fræðimannsins Konráðs Vilhjálms- sonar, sem nú býr á Akureyri. Hann hefur í hjáverkum sínum gert æviskrá allra manna, sem lifað hafa í Þingeyjar- sýslu á 19. öld. Þar munu vera 12—14 þúsund nöfn. Að líkindum flytzt þetta stórmerka safn um síðir í skjalasafn Þingeyinga á Húsavík. Mér hefur þótt ástæða að vekja eftir- tekt samvinnumanna um allt land á þessu skemmtilega fundarhaldi. Vel var hugsað um efnahaginn, en um leið var þess minnzt, að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Hér hafa fundar- menn með ráðdeild og skemmtilegri dirfsku sinnt andlegum málum sýslunn- ar þannig, að það mætti vera til fyrir- myndar annars staðar í landinu. Jónas Jónsson frá Hriflu. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.