Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 6
í Addis Abeba ægir saman gömlu og nýju. Þar mætast miðöld og nýöld, mold- arstígir og malbikuð stræti, strákofar og steinsteyptar hallir, múldýr og nýtízku bifreiðar. Það er táknræn mynd af þjóð- inni. Það sýnir hvernig hún hefur verið, hugsað og framkvæmt, og hvernig hún er að verða. Ferðamaðurinn mætir þessu sama í viðskiptum sínum við opinbera embættismenn og almenning meðal Amharanna. Og þrátt fyrir að margt er svo ágætt í fari þessarar þjóðar, verður honum oft á að stynja: „Ó, þetta Mol- búaland!“ Hugsum okkur, að hann sé nýlagður af stað frá höfuðborginni, til þess að kanna sveitir landsins. Sem ferðamaður hefur hann auðvitað myndavélina með sér. En þegar hann gerir sig líklegan til að taka mynd af litlu þorpi skammt fyr- ir utan höfuðborgina, kemur lögreglu- þjónn þjótandi og tekur hann fastan. Það er farið með ferðamanninn á lög- reglustöðina og yfirmaðurinn þar heimt- ar að fá að sjá myndina, sem hann var að taka. Og þrátt fyrir mótbárur hans er tækið opnað og filman grandskoðuð. En þeir koma ekki auga á neina mynd á svartri filmunni, og er því fanganum bráðlega sleppt með ströngum fyrirmæl- um um að taka ekki myndir án leyfis. Þá snýr hann hið bráðasta aftur til Add- is Abeba, til þess að sækja um þetta leyfi. Hann gengur á fund lögreglustjórans og innanríkisráðherrans, en árangurslaust. Honum er aðeins tilkynnt, að það sé alls ekki bannað að taka myndir, og því sé ástæðulaust að gefa honum skiúflegt leyfi til þess. Með það fer hann aftur af stað, Konur af Amhara-þjóðflokki steyta pipar. en við fyrstu tilraun til myndatöku end- urtekur sami skrípaleikurinn sig. Langt suður í landi er hann stöðvað- ur í litlu þorpi, og honum er tjáð. að engin bifreið megi aka þarna um vegina næstu daga. Von er á einhverjum hátt- settum embættismanni í heimsókn. Vegirnir hafa verið „lagfærðir“ í því til- efni, og engir óviðkomandi bílar mega aka um þá fyrr en heimsóknin er um garð gengin. Það væri hægt að nefna ótal svipuð dæmi. Lög landsins eru ný og þau era samin eftir vestrænni fyrirmynd. Þau eru yfirleitt ágæt. En embættismennirn- ir hafa margir hverjir hvorki þroska né næga þekkingu til þess að gegna starfi sínu sem skyldi. Það var vandasamt verk fyrir keisarann að finna hæfa menn í allar stöður, þegar hann skyndilega gat tekið við landinu eftir hernámið. Allt, sem hann hafði reynt að byggja upp áð- ur, var nú í molum. Margir gömlu emb- ættismannanna voru horfnir eða fallnir, og lítið var enn um unga, velmenntaða menn. Italir höfðu drepið mörg hundruð af fegursta og efnilegasta æskulýð lands- ins. Keisarinn varð því oft að grípa til þeirra, sem hann vissi að hann gat treyst, og setja þá í vandasöm embætti. Það voru menn, sem höfðu sýnt trú- mennsku og dugnað í stríðinu. En góður hermaður er ekki alltaf góður stjórn- málamaður eða dómari. Enn í dag sitja margir menn með litla menntun og lítinn siðferðilegan þroska í háum stöðum um byggðir landsins. Efnahagslega stendur þjóðin vel að vígi. Það er tiltölulega fá- menn þjóð í stóru og auðugu landi. Dýr- mætar vörur er fyrirhafnarlítið hægt að flytja út, en sáralítið þarf að flytja inn af lífsnauðsynjum. þar sem megnið af þjóðinni lifir mjög frumstæðu og fábrotnu lífi. En siðferðislega stendur þjóðin lágt, og þroski þorra rnanna er mjög lítill. Þess vegna er molbúahátturinn og óréttlætið, sem ferðamaðurinn kann að verða fyrir, aðeins hróp um aðstoð kristinna þjóða. Það er beiðni um kennara, sem ekki að- eins geta veitt dauða fræðslu, heldur fræðslu, sem grundvallast á lifandi, kristinni trú. Eþíópíu er skipt í tólf fylki. Það mætti þó eins kalla það tólf sjálfstæð lönd með ólíkri náttúru og ólíkum þjóðflokkum. Enginn getur gortað af að hafa kynnzt Eþíópíu eða Eþíópum, þó að hann hafi ferðast um eitt fylki landsins. Það er heldur ekki tilviljun, að keisari landsins skuli bera heitið konungur konunganna. Það er mesti aragrúi af stærri og minni þjóðflokkum í landinu, og heldur hver þeirra fast við sínar venjur og sína tungu. Samt sem áður má segja, að þama séu tveir höfuðþjóðflokkar, Amharamir og Gallarnir. Amhararnir eru /i hluti þjóð- arinnar. Þeir eru hinir fornu húsbændur Eþíópíu, enda hafa þeir lagt landið und- ir sig og líta því á það sem sína eign. Saga þeirra er saga þjóðarinnar. Vafa- laust býr mikil orka með þessum þjóð- flokki. í fornöld reistu þeir obeliskurn- ar, hæstu merkisteina, sem nokkur þjóð hefur reist. Þá tömdu þeir einnig Af- ríkufílinn og notuðu hann í hernaði handan við Rauðahafið. Á miðöldum stóðu þeir af sér ágang Tyrkjanna, og nú hafa þeir lagt undir sig þetta víð- áttumikla land og alla þessu herskáu þjóðflokka. En þessa orku þarf að temja á nýjan leik. Sem stendur er hætt við, að Amhararnir séu helzt til öruggir í sessi, helzt til hreyknir af sjálfum sér og fortíð sinni. Dramb er falli næst, það á við um þjóðirnar engu síður en um ein- staklingana. Gallar nefnast einu nafni flestir minni þjóðflokkanna. Upprunalega hafa þeir verið ein heild, og sennilega komið sunnan að. Gallamálið er sameign þess- ara þjóðflokka, enda þótt margir þeirra tali ólíkar mállýzkur eða tungur. Konso- menn eru t. d. Gallar. Margir þeirra tala Gallamál, en innbyrðis tala þeir mál, sem er gjörólíkt því. Gallamir eru yfir- leitt fríðir og föngulegir, enda hafa þeir verið nefndir „Germanir Afríku“. Þeir eru heiðingjar, villtir og fmmstæðir í hugsun. En þeir eru gáfaðir og óhræddir við að leggja hart að sér. Auk þess eru þeir mun fjölmennari en Amharamir. Skráða sögu eiga þeir ekki. en framtíð- in er þeirra eign. Lagalega hafa þeir nú fullt jafnrétti á við Amharana, og þeir munu áður en langt um líður færa sér það í nyt. Amhararnir hafa verið kristnir að nafninu til síðan á fjórðu öld og kirkja þeirra er á margan hátt merkileg stofn- un, enda þótt hún sé orðin blendin í trúnni. Gallarnir em aftur á móti heið- ingjar, eins og fyrr segir, og á meðal þeirra hafa kristniboðarnir aðallega starfað. Umdæmi norska kristniboðsins, en Konso okkar Islendinga er hluti af því, er á stærð við ísland. Enginn veit með vissu íbúatöluna, en ekki mun vera of langt gengið að gizka á eina milljón. Þarna starfa nú margir kristniboðar, þar af fjórir læknar og um fimmtán hjúkr- unarkonur. Ríkið kostar ekki einn lækni á öllu þessu svæði. A norska kristniboðsumdæminu eru sjö Galla-þjóðflokkar búsettir. Nyrztir eru Sídamobúar. Þeir þurfa minnst að hafa fyrir lífinu og eru latastir. Land 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.