Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 24
National Scala skiptir um eigendur og hlutverk Skemmtistaðurinn National Scala. Þetta hús var byggt fyrir aldamótin síðustu. Þannig hefur National Scala litið út undanfarinn aldarfjórðung. National Scala eftir breytinguna, sem gerð var fyrir samvinnuverzlunina. Ný samvinnuverzlun í hjarta Kaupmannahafnar í kóngsins Kaupmannahöfn bar það til tíðinda seint á útmánuðum, að geysistórt vöruhús var opnað rétt við Ráðhústorg- ið. Vöruhúsið heitir ANVA og það er danska samvinnuhreyfingin, sem að því stendur. Það var raunar vel þekkt áður og var fram að þessum tíma staðsett við íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Við þennan atburð urðu kapítulaskipti í sögu einnar frægustu byggingar í Kaup- mannahöfn. Það mun naumast sá Is- lendingur til, er á Hafnarslóð hefur kom- ið, að hann kannist ekki við National Scala, enda hefur margur landinn gert sér þar glaðan dag. Og National Scala er einmitt byggingin, sem stórmagasínið ANVA hefur nú tekið í sína þjónustu og að sjálfsögðu gerbreytt til þess að þjóna ólíkum tilgangi. National Scala byggingin, eða öllu heldur staðurinn, á sér sögu síðan um 1870 og síðan hefur margt á dagana drif- ið. En aðdragandinn var langur. Fyrir um það bil 150 árum var sá staður þar sem nú heitir Vesterbrogade, enn utan við borgarmúra Kaupmannahafnar. Þá myndaðist þar hverfi skemmtistaða með trúðum, leikurum og margs konar lista- mönnum, sem síðar var safnað saman á þann fræga stað, Tívolí. National Scala byrjaði sem útiveitinga- hús og síðar hljómleikasalur. Það var þá nefnt nöfnum eftir frönskum fyrir- myndum, svo sem „Café Boulevard" og „Consert du Boulevard“. Siðan kom til Viðhafnarsalur í National hinu gamla. Þarna gerðust listviðburffir, þarna voru lialdin virðuleg samkvæmi og tízkusýn- ingar. Síðan var húsið rifið til grunna. sögunnar byggingameistarinn Hans Han- sen, kallaður Hellig-Hansen. Hann byggði þar stórbyggingu, gulli skreytta hljómleikasali, leikhús og aðstöðu fyrir hvers konar skemmtanir. Þetta hús var vígt 1882 og það var mikill atburður í Kaupmannahöfn. Síðan gekk á ýmsu. Hansen átti það eftir að verða betlari og hver eigandinn af öðrum tók við National. Á fyrri striðsárunum varð veg- ur National sem skemmtistaðar hvað mestur. Ágætt listafólk og afburða snjall- ar revýur gerðu staðinn víðfrægan, en kreppan eftir stríðið setti varanlegt mark á National. Byggingunni var ger- breytt eftir 1930 og upp frá því var þar einkum veitingahúsrekstur. Árið 1953 urðu enn einu sinni eigenda- skipti. í það skipti var kaupandinn Nor- disk Andelsforbund, sem er innkaupa- stofnun fyrir samvinnusambönd Norð- urlandanna. Og þar með áttu íslenzkir samvinnumenn hlut í því víðfræga National Scala. Norræna samvinnusam- bandið var stofnað eftir fyrra heims- stríðið og er gott dæmi um norræna sam- vinnu. Starfsemi þess er nú orðin geysi- lega viðtæk og útibú þess eru víða um heim. Þess má geta hér í þessu sam- bandi, að nýlega var sú breyting gerð á Kaupmannahafnarskrifstofu SfS, að hún flutti í skrifstofur NAF og verður fram- vegis á þess vegum, en undir nafni SÍS. Vilhjálmur Þór, fyrrv. forstjóri SÍS, á sæti í stjórn Nordisk Andelsforbund. Að sjálfsögðu var það meiningin með kaupunum á National Scala, að sam- vinnuhreyfingin gæti fyrr eða síðar fært sér staðinn í nyt. Hugmyndin var þó að hafa þar veitingahúsrekstur þar til i SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.