Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 18
f landi blámanna (Framh. aj hls. 7) lands. I austri eru eyðisandarnir, Dana- kil, þar sem villtir liirðingjar læðast um með rýtinginn lauslega festan við beltið. Aldrei liafa þeir lært að draga til stafs né reisa skikkanleg híbýli. I Danakil liggur landið lægst um 150 m. neðar en yfirborð sjávar. Sagt er, að fiskar lifi þar í vatni, sem er 80° Celsíus. Enskur maður, sem hefur rannsakað þessa fiska, heldur því fram, að þeir myndu frjósa í hel, ef hitastig vatnsins félli niður í 60° Celsíus. Þarna er einnig ein heitasta slétta jarðarinnar, en það er gamall sjáv- arbotn, sem nú er samfeld saltbreiða. Og langt inni á þessari sléttu er „eyja“, sem myndast hefur úr ýmsum efnasambönd- um. Þar er t. d. ofurlítil brennisteins- náma. Fáir menn búa þar algjörlega ein- angraðir. Þeir verða að sækja hvern mat- arbita og vatnsdropa um 95 km. vega- lengd. Þarna er mjög verðmæt brenni- steinstegund unnin úr jörðu, og er hún m. a. send til Svisslands og notuð þar við lyfjaframleiðslu. Og svo er andstaða alls þessa hátt uppi á fjöllum í vestanverðu fylkinu. Þar eru einhverjar almerkustu söguminjar þessa lands, hamrakirkjurnar í Lallibela. Lallibela var höfuðborg ríkisins á 12. öld. Þá bjó þar guðhræddur keisari, sem lét reisa Drottni marga helgidóma. Það er raunar ekki rétt, að hann hafi látið reisa þá, því að þessar kirkjur eru höggnar í klettana. Fyrst var gcrð mikil gröf um- hverfis hamarinn, svo að létt væri að komast að honum frá öllum hliðum. Og síðan var hamrinum breytt í kirkju. Göng eru á milli flestra kirknanna, sum neðanjarðar, en kirkjurnar munu vera á annan tug. Stærsta kirkjan heitir Med- hani Alem eða kirkja frelsara heimsins. Henni er skipt í fimm skip og hún er 35 m. að lengd, 25 m. breið og 10 m. há. Og öll er hún höggin úr einum hamri með göngum, súlum, ölturum o.s.frv. I Evrópu mun vera til ein kirkja, sem svipar til Lallibela-kirknanna, en hún er ekki talin eins rnikið listaverk. Það er S:t. Emilion á Frakklandi. sem mun hafa verið höggin út um líkt levti. Arið 1789 var hún gerð að skotfæraverksmiðju, en er nú safn. Fyrir vestan Tigre og Wollo eru Begge- medder og Godjam. Þar eru heimkynni Amharanna. í Beggemedder er Ras Daschen, hæsti tindur landsins. með ei- lífum snjó efst uppi. Og þarna er einnig Tana-vatnið, þar sem Bláa-Níl hefur upptök sín. Sagt er að hvergi gefi að líta tignarlegri sjón en þar sem áin rennur úr vatninu niður gilið, sem hún hefur sjálf myndað. Aldrei myndi hin mikla Níl ná með blessun sína til bændanna í Egyptalandi, ef hún nyti ekki góðs af geysiafli Abbai eða Bláu-Nílar. Höfuðstaður Beggemedder nefnist Gondar. Þar var um skeið höfuðból landsins á miðöldum. Miklir erfiðleikar höfðu steðjað að um langt skeið. Tyrkir höfðu vaðið um allt, herjað og brennt. Þá sendi konungur Portúgals hermenn til þess að hjálpa Eþíópum, og þeim tókst að sigrast á Tyrkjunum. En Portú- galarnir höfðu ekki kornið einir. Með þeim komu nokkrir jesúítar frá Róm. Þeir áttu að nota þetta einstæða tæki- færi til að koma hinni fornu kirkju inn undir vald páfans. Þeim varð talsvert ágengt um skeið, en það kostaði aftur á móti miklar blóðsúthellingar og inn- byrðis stríð, því að margir höfðingjanna vildu verja gömlu kirkjuna. Og að lok- um fór svo, að jesúítarnir urðu að hrökklast úr Iandi. Keisarinn var orðinn þreyttur á öllum þessum ófriði, og hugð- ist liann korna á varanlegum friði í rík- inu. Og til merkis um, að nýtt tímabil væri nú að hefjast, ákvað hann að láta reisa nýja höfuðborg. En þá var eftir að finna hentugan stað fyrir slíka borg. Gamall prestur sagði þá, að sér hefði verið opinberað, að nafn hins nýja stað- ar ætti að byrja á bókstafnum go, en svo nefnist einn hinna 276 bókstafa amhar- iska stafrófsins. Keisarinn sendi þá menn í allar áttir, til þess að leita að stað með slíku nafni. Einn af trúnaðar- mönnum lians kom að lítilli lind, og þar sem hestur hans var mjög þyrstur, stað- næmdist hann þarna við lindina. Litlu síðar bar þar að hirðingjadreng með hjörð sína, og spurði konungsmaður piltinn, hvað staður sá héti. „Hann heitir Gon- dar,“ svaraði pilturinn. „Gondar“, hróp- aði konungsmaðurinn. „Þetta hlýtur að vera staðurinn, sem presturinn gamli sá í draumi sínum.“ Reið hann síðan í skyndi tilbaka og sagði konungi allt af létta frá ferðum sínum. Fór svo, að borgin var reist þarna. Og þegar hestur- inn, sem bent hafði á staðinn, dó, var honum reistur fagur minnisvarði, sem stendur þar enn þann dag í dag. Miklar byggingar standa enn í Gondar og vitna um forna frægð staðarins og áhrif Portú- gala á eþíópíska byggingarlist. En það er eins með Gondar og Lallibela, að fáir njóta nú hinna fornu mannvirkja, því að vegir eru þarna mjög Iélegir. Þetta voru nokkrar Ieifturmyndir frá Iandinu liandan við fjöll og firnindi. Landinu, sem geymir svo mikinn fróð- leik í skauti sínu, sem fáir þekkja. Það er gömul þjóð, sem nú bíður eftir að verða ein af forustuþjóðum frjálsrar Af- ríku. Hún er að vakna úr dvala. Frum- stæðir þjóðflokkar eru að rísa upp til nýs Iífs. Þetta skeður víða í hinni miklu heimsálfu. Það vita fleiri en við. Mú- hameðstrúarmenn reka þar víða öflugt trúboð, og kommúnistar reka mikinn á- róður á meðal Afríku-þjóðanna. Þess vegna ríður á svo miklu, að kristnir menn sitji ekki auðum höndum, heldur svari því kalli, sem nú er að berast frá hálendi Eþíópíu. Felix Ólafsson. Lýðræðið .... (Framh. af bls. 16) reiðubúinn að mæla með þeirri hugmynd að svo komnu máli, en ég vil benda á aðra. Hún er sú, að haldnir séu einu sinni á ári — eða jafnvel annað hvert ár — fundir kaupfélaganna á ákveðnum svæðum landsins, t. d. fundur fyrir kaupfélögin á Vestfjörðum, fundur fyrir félögin á Aust- fjörðum o.s.frv. Ekki tel ég, að þessir fundir ættu að kjósa fulltrúa á aðalfund, eins og sams konar fundir t. d. gera í Svíþjóð, en aðeins verða til umræðu, á- lyktana og upplýsinga um málefni sam- vinnustefnunnar á viðkomandi svæði. Þarna ættu að mæta fleiri eða færri af ráðamönnum SÍS og auk kaupfélags- stjóranna að vera allmargir leikmenn af svæðinu. Þá mundu umræður snúast eingöngu um vandamál viðkomandi landshluta og því verða ítarlegri og fyllri en þær geta verið á aðalfundi Sambandsins. Þessu varpa ég einnig fram til íhugunar. Ýmislegt fleira mætti nefna viðkom- andi lýðræðisskipan samvinnufélaganna. Ég hef þegar bent á ráð hinna æðstu embættismanna félaganna. En hvað um allt hitt starfsliðið? Þar er um að ræða 1000 manns hjá Sambandinu og líklega annað þúsund hjá kaupfélögunum. Þetta fólk ætti að vera sterkasta sveit liðs- manna í baráttu okkar við andstæð öfl, en er því miður alltof kærulaus og þrótt- laus hópur í þeim efnum. Mikið hefur verið gert til að bæta úr þessu, en betur má ef duga skal. Til eru dæmi þess, hjá erlendum samvinnusamböndum, að starfsliðið kjósi á einhvern hátt fulltrúa til æðri ráða í hreyfingunni. Kæmi til greina, að starfslið SIS kysi 2—3 fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa á aðalfund. Mundi slíkur réttur tengja starfsfólkið betur við 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.