Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 12
Vorþing samvinnumanna að Bifröst
Fjörugar umræður á aðaífundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga
í fundarhléi. Eysteinn Jónsson, ráffherra,
Þórarinn Haraldsson bóndi í Laufási og
Jón Sigurðsson í Yztafelli ræðast við.
Fulltrúar frá KRON, Kjartan Sæmunds-
son, kaupfélagsstjóri og Hallgrímur Sig-
tryggsson ræða vandamálin.
Fulltrúar samvinnufólksins víðs
vegar um landið riðu til þings í Bif-
röst venju fremur snemma á þessu
sumri til að skyggnast inn í málefni
Sambands íslenzkra samvinnufélaga
og kveða upp dóma. Þar mættust hin-
ir ungu sérfræðingar tæknialdarinnar
með tölur og töflur og gamlir, veður-
barnir frumherjar frá baráttuárunum,
týgjaðir reynslu og brjóstviti. Þarna
komu bændur að norðan, kennarar
að sunnan og kaupfélagsstjórar hvað-
anæfa.
Fundurinn var um ýmsa hluti sér-
stæður. Vegna umbrota í fjármálalífi
þjóðarinnar og margvíslegra erfið-
leika í efnahagsmálum höfðu forráða-
menn Sambandsins valið þann skvn-
samlega og þjóðholla kost að halda
að sér höndum um skeið í stórfram-
kvæmdum, en tryggja sem bezt það,
sem unnizt hefur á undanförnum ár-
um og safna kröftum fyrir átök næstu
framtíðar, þegar rofar til. Það er erf-
itt fyrir þróttmikla menn að láta bíða
þau verkefni, sem þeir þrá að glíma
við, en gömlu mennirnir með brjóst-
vitið skildu, að stundum þarf að
standa af sér veður. Þó hafði heild-
arvelta Sambandsins aukizt enn á ár-
inu sem leið, og afkoman mátti kall-
ast góð, miðað við ríflegar afskriftir,
enda þótt forráðamenn hefðu sýnilega
viljað hana enn betri.
Eitt var nýstárlegt við þennan að-
alfund. Þangað kom sem gestur Jón-
as Haralz hagfræðingur og flutti stór-
fróðlegt erindi um efnahagsmál þjóð-
arinnar. Spunnust um það miklar og
skemmtilegar umræður, og þótti
mönnum vel eiga við, að fá heimsókn
slíkra gesta á fundinn.
Sigurður Kristinsson, formaður
stjórnar SIS, setti fundinn og minnt-
ist látinna samvinnuleiðtoga. Fund-
arstjóri var kjörinn enn einu sinni
öldungurinn úr Árnesþingi, Jörundur
Feffgar á aðalfundinum, Amþ. Þorsteins-
son, verksmiðjustjóri á Akureyri og Jón
Arnþórsson, sölustjóri Iðnaðardeildar.
Brjmjólfsson, en varafundarstjóri
Björn sýslumaður Björnsson. Ritarar
voru þeir Baldur Baldvinsson á Ó-
feigsstöðum, Ármann Dalmannsson,
Akureyri, og þeim til aðstoðar Skúli
Ólafsson.
Sigurður Kristinsson flutti skýrslu
stjórnarinnar, sem að vanda hafði
haldið allmarga fundi og þá að jafn-
aði langa, og fjallað um fjöldamörg
mál. Hvatti Sigurður samvinnumenn
alla til að standa dyggilega vörð um
hugsjón sína, og mundi þá vel farnast
hreyfingunni.
Erlendur Einarsson forstjóri flutti
ítarlega yfirlitsræðu, þar sem hann
gerði grein fyrir heildarrekstri Sam-
bandsins, viðhorfum þess og vanda-
málum. Hafði heildarvelta aukizt um
53 milljónir, en þessi aukning stafaði
aðallega af því, að Hamrafell hafði
bætzt í samvinnuflotann og vöruverð
hafði hækkað nokkuð. Hins vegar
kvað hann afkomu Sambandsins hafa
versnað, tekjuafgangur væri aðeins
434 þúsund eftir afskriftir. Þetta kvað
Erlendur stafa af auknum tilkostn-
aði, skorti á rekstursfé og óraunhæf-
um verðlagsákvæðum. Gerði hann
mjög að umtalsefni ríkjandi verðlags-
ákvæði, benti á vilja og viðleitni sam-
vinnufélaganna frá upphafi til að
halda verðlagi og álagningu niðri, en
kvað þau einnig verða að segja til, ef
álagning reynist vera komin niður
fyrir dreifingarkostnað vörunnar.
Þá ræddi Erlendur um efnahags-
ástandið í heild og áhrif þess á rekst-
ur samvinnufélaganna. Hann kvað
það þjóðarnauðsyn að nokkuð væri
dregið úr fjárfestingu (sem þó yrði
áfram mikil í landinu) til þess að
stuðla að jafnvægi í efnahagsmálum.
Kvað hann Sambandið hafa dregið
mjög saman seglin um sinn, en kaup-
félögin hefðu hins vegar ekki komizt
hjá nokkurri fjárfestingu fyrir fram-
leiðsluatvinnuvegina. Hann benti á,
að verðbólga og fjárfestingarkapp-
hlaup væru náskylt hvað öðru, en
SAMVINNAN