Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 13
þjóðin yrði að skapa heilbrigðan grundvöll undir framtíðar uppbjí'gg- ingu sína. Þegar Erlendur Einarsson hafði lokið máli sínu, fluttu framkvæmda- stjórar hinna ýmsu deilda Sambands- ins skýrslur sínar, fullar af fróðleik um hina margþættu starfsemi. Helgi Þorsteinsson skýrði frá innflutnings- og verðlagsmálum, Valgarð Olafsson frá útflutningi og afurðasölu innan- lands, Hjörtur Hjartar frá rekstri skipanna, Hjalti Pálsson frá vélasölu og Harry Frederiksen frá iðnaðinum. Starfsemi deildanna, sem hafa að- drætti og innkaup með höndum, markaðist mjög af gjaldeyris- og reksturfjárskorti, en það þótti sér- staklega ánægjulegt, að innlend fram- leiðsla, sem SIS hafði til sölu á árinu, komst upp í 400 milljónir króna. Sérstök ástæða er til að vekja at- hygli á afkornu Hamrafells, sem þeir gerðu báðir að umtalsefni, Erlendur og Hjörtur. Skipið skilaði engum ofsagróða, eins og andstæðingar sam- vinnumanna höfðu fullyrt í hinni miklu áróðurssókn út af rekstri skips- ins snemma á árinu 1957. Að vísu varð nokkur ágóði af rekstri skips- ms, en farmgjöld þess fóru hraðlækk- andi á árinu og fram á líðandi ár, þannig að skipið er þegar búið að éta upp þann gróða, og er fyrirsjáan- legt mikið tap á rekstri þess í ár. Að kvöldi fyrri fundardagsins flutti Benedikt Gröndal, forstöðumaður fræðsludeildar, erindi um lýðræðið í samvinnufélögunum, og er það birt í heild í þessu blaði. Þegar skýrslum framkvæmdastjór- anna lauk, hófust þegar fjörugar um- ræður, og tóku þessir til máls: Bjarni Bjarnason, skólastjóri, Hólmgeir Þor- steinsson, Akureyri; Jón Sigurðsson, Yztafelli; Finnur Kristjánsson, Húsa- vík; Erlendur Einarsson, forstjóri; Skúli Guðmundsson, alþm.; Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra; Kjartan Sæmundsson, Reykjavík; Kristján Jónsson frá Garðsstöðum; Ragnar Pétursson, Hafnarfirði; Jón Melstað, Hallgilsstöðum; Sveinn Guðmunds- son, Akranesi; Hallgrímur Sigtryggs- son, Reykjavík; Metúsalem Metúsal- Tekið upp léttara hjal í fundarhléi. — Þarna eru m. a. Erlingur Davíðsson, rit- stjóri Dags á Akureyri, til v. og næstur honum Teitur Björnsson, bóndi í Brún. Erlendur Einarsson, forstjóri, flytur skýrslu sína. Til vinstri eru Sigurður Kristins- son, formaður SÍS og Jörundur Brynjólfsson, fundarstjóri. Fundarritarar frá v.: Skúli Ólafsson, Baldur Baldvinsson og Ármann Dalmannsson. Fulltrúar á aðalfundinum hlýða á umræður um málefni samvinnuhreyfingarinnar. Kjörbréfanefnd að störfum. — Frá v.: Páll Hallgrímsson, sýslumaður, Ingimundur Árnason, Akureyri og Jón Björnsson, kaupfélagsstjóri á Borgarfirði eystra. S.’VMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.